Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1992, Page 3
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ |-
Fimmtudagur 25. júní 1992
Ættarmót afkomenda Kristjáns
Kristjánssonar og Símoníu
Þorbjargar Pálsdóttur í Stapadal
ACYClfi Bflaleiga
VE I Vl K Car rental
Ki DUGGUVOGUR ÍO
m >| V ÞÚ TEKUR VIÐ BÍLNUM A FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG
SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ.
verður haldið að Núpi í Dýrafirði helgina 25. og 26. júlí nk. Þátttakend-
ur á Vestfjörðum sem ekki hafa tilkynnt þáttöku nú þegar eru beðnir
að láta Gísla Hjartarson vita af sér í síma 94-3948 sem fyrst.
Asókn í atvinnu og
húsnæði á Yestfjördum
—lítið um vinnu og ekkert húsnæði nema handa heimafólki
Mikil eftirspurn er nú eftir
atvinnu og húsnæði á Vest-
fjörðum. Að sögn atvinnurek-
enda er mikið spurt um vinnu
og er eftirspurnin aðallega frá
þéttbýlissvæðunum við Faxa-
flóa.
„Það kemur aðkomufólk
hér á bæjarskrifstofuna og
spyr eftir húsnæði og það er
mikið hringt. Fólk er mikið að
leita að húsnæði, helst fólk
sem hefur fengið atvinnu hér.
Algengt er að annar makinn
sé kominn og verið sé að leita
að húsnæði til að geta flutt.
Þetta er miklu meiri eftirspurn
en fyrir ári. Allt húsnæði í eigu
bæjarins er fullt og yfirleitt lít-
ið laust af leiguhúsnæði hér á
ísafirði. Þaö er örugglega
meiri vinnu að hafa hér en
fyrir sunnan. Þetta er aðallega
fólk úr þéttbýlinu á Suð-
vesturlandi og af Norðurlandi
líka“, sagði Smári Haraldsson
bæjarstjóri á Isafirði í samtali
við Vestfirska.
„Það hefur verið talsvert
spurt um vinnu hjá okkur og í
einhverjum tilfellum verið
kannað með húsnæði. Þetta er
meira en undanfarin ár. Okk-
ur hefur tekist nokkurn veginn
að halda uppi vinnu allar
vikur, þó ekki alveg. Við
getum ekki bætt við fólki
vegna aflabragðanna. Það hef-
ur verið það lítið um fisk. Það
er frekar að hægt sé að ráða
konur en karla því frystiiðnað-
urinn er lítið mannaður af
karlmönnum miðað við það
sem áður var“, sagði Jóhannes
G. Jónsson framkvæmdastjóri
íshúsfélags Isfirðinga í samtali
við blaðið.
„Það er miklu meira spurt
eftir vinnu en nokkru sinni
fyrr. Það er líka spurt eftir
húsnæði. Málið strandar alltaf
á því að það er ekki atvinnu-
framboð hér, þannig að hús-
næðismálin koma ekki til frek-
ari umræðu. Atvinnuhorfur
fyrir heimafólkið eru ekkert
allt of bjartar og engin störf
eru laus hjá okkur nú. Við
þurfum ekki fólk til sumaraf-
leysinga því við lokum í þrjár
vikur í sumar meðan fríin
standa yfir“, sagði Jón Páll
Halldórsson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihússins
Norðurtanga hf. á Isafirði.
Viðmælendur annars staðar
á Vestfjörðum tóku undir það
að ástandið í atvinnu- og hús-
næðismálum væri svipað og á
Isafirði.
FUNDUR
veröur haldinn á Hótel Isafirði
sunnudaginn 28. júní kl. 16.00.
Fundarefni:
Tillögur Hafrannsóknastofnunar til veiða
á botnfiskum á næstu fiskveiðiárum.
Gunnar Stefánsson tölfræðingur
á Hafrannsóknastofnun mætir á fundinn.
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan,
Útvegsmannafélag Vestfjarða,
Vinnuveitendafélag Vestfjarða.
íþróttafélagið ívar:
Tvenn gullverðlaun og þrenn
silfurverðlaun í Svíþjóð
Afreksmennirnir Kjartan Kjartansson og Guðmundur
Þórarinsson með verðlaunapeningana um hálsinn.
Norrænir vináttuleikar
þroskaheftra voru haldnir í
Bollnas í Svíþjóð dagana 13.
og 14. júní. Keppt var í frjáls-
um íþróttum. Á vegum
íþróttasambands fatlaðra tók
þátt í mótinu íþróttafólk frá
íþróttafélögunum Ivari á ísa-
firði, Grósku á Sauðárkróki,
Örvari á Egilstöðum, Ægi í
Vestmannaeyjum og Ösp í
Reykjavík. Einnig sendu
nokkur aðildarfélög þátttak-
endur á mótið.
Frá ívari á ísafirði mættu
þeir Guðmundur Þórarinsson
og Kjartan Kjartansson.
Stóðu strákarnir sig framúr-
skarandi vel og komu heim
með tvö gull og þrjú silfur.
Kjartan fékk tvö gull og eitt
silfur og Guðmundur tvenn
silfurverðlaun.
„Við kepptum í frjálsum
íþróttum og ég fékk tvenn
gullverðlaun, fyrir langstökk
og spretthlaup. Silfrið fékk ég
fyrir boltakast. Þetta var mjög
gaman en að vísu var þetta
mjög erfitt. Mótið var mjög
sterkt og keppendur um 2(K)
frá öllum Norðurlöndunum",
sagði Kjartan Kjartansson í
samtali við Vf.
„Ég fékk tvenn silfurverð-
laun, önnur fyrir kúluvarp og
hin fyrir boltakast. Þetta var
mjög sterkt mót“, sagði
Guðmundur Þórarinsson.
Fararstjóri var Elín Gunn-
arsdóttir frá Bolungarvík.
Vestfirska óskar þeim Guð-
mundi og Kjartani til ham-
ingju með hinn frábæra árang-
ur þeirra í Svíþjóð og hvetur
fólk til þess að styðja vel við
bakið á íþróttafélaginu ívari.
sem er íþróttafélag fatlaðra á
Isafirði og nágrenni.
-GHj.
„Furðufískar á Hótel ísafírði“
Kynning á vannýttum tegundum
Sjávarréttahlaðborð
Sjávarréttahlaðborð með ýmsum tegundum úr ferð Júlíusar Geirmundssonar
á föstudagskvöldið og á seðli dagsins alla daga langhali, háfur og stinglax.
VERIÐ VELKOMIN Pantið borð túnanlega
Gistiheimili með uppbúnum rúmum
og svefnpokagistingu. Ódýr gisting
í huggulegu umhverfi.
★
Notalegt kaffihús.
★
Söluturn. Helstu vörur fyrir ferðamenn
ásamt minjagripum.
GESTAHÚSIÐ
AÐALSTRÆTI 9
BOLUNGARVÍK
SÍMI 7051