Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 10.09.1992, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 10. september Sýslumaðurinn á ísafirði Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á ísafirði skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreindum innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, útsvar, eignarskattur, sérstakur eign- arskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjald, lífeyris- tryggingagjald samkvæmt 20. gr. laga nr. 67/1971, slysatryggingagjald at- vinnurekenda samkvæmt 36. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, , kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra, sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bifreiðaskattur, slysa- tryggingagjald ökumanna, þunga- skattur samkvæmt ökumæli, viðbótar— og aukaálagning söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskattur og miða- gjald, virðisaukaskattur af skemmtun- um, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftir- litsgjald, vörugjald af innlendri fram- leiðslu, aðflutningsgjöld og útflutn- ingsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt útsvar. Jafnframt er skorað á gjaldend- ur að gera skil á virðisaukaskatti fyrir 24. tímabil 1992, með eindaga 5. ágúst 1992 og staðgreiðslu fyrir 7. tímabil 1992, með eindaga 17. ágúst 1992, ásamt gjaldföllnum og ógreiddum virðis- aukaskattshækkunum, svo og ógreiddri staðgreiðslu frá fyrri tímabilum. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrir- vara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum 15 dögum frá dag- setningu áskorunar þessarar. ísafirði, 2. september 1992. Sýslumaðurinn á ísafirði Ólafur Helgi Kjartansson Penna- saums- námskeið Námskeið í pennasaumi (japanskt kúnstbróderí) verður haldið á ísafirði um miðjan september. Innritun fyrir 14. september í Versluninni Föndurloftinu, Mjallargötu 5, sími 3659. Héraðsmót HHF í sundt TÁLKNAFJÖRÐUR Hér- aðsmót Héraðssambands Hrafna-Flóka í sundi var haldið á Tálknafirði dagana 8. og 9. ágúst. Stigahæsti einstaklingurinn varð Hafrún Sigurðardóttir, hún hlaut56stig. Afreksbikar- inn hlaut Andrés Heiðarsson fyrir 50 metra skriðsund, hann hlaut 426 stig. í kvennaflokki varð Hafrún Sigurðardóttir afreksdrottning í 50 m skrið- sundi, hún hlaut 469 stig. Veður var gott meðan á mót- inu stóð, sól og hiti. Fjölmarg- ir áhorfendur fylgdust með sundmótinu. Það voru félagar úr UMFT sem unnu tii flestra verðlauna, enda afbragðs sundfólk sem Tálknfirðingar eiga og hafa þjálfað undanfar- in ár. Róbert Schmidt. Golfklúbbur Bíldudals form- lega stofnaður BÍLDUDALUR Golfklúbbur Bíldudals var formlega stofn- aður á fundi sem haldinn var í Grunnskólanum sunnudaginn 9. ágúst. Daginn áður var tví- menningsmót á golfvellinum og var það þriðja mót sumars- ins. í stjórn Golfklúbbsins voru kosnir þcir Karl Þór Þórisson, formaður; Óskar Magnússon, varaformaður; Stefán Heið- arsson, ritari; og Ágúst Sörla- son, gjaldkeri og vallarstjóri. Úrslit í tvímenningsmótinu laugardaginn 8. ágúst urðu þannig: Pétur Bjarnason, fræðslustjóri á Vestfjörðum og fyrrum skólastjóri á Bíldu- dal, og Jón Hákon Ágústsson urðu í fyrsta sæti; Óskar Magnússon og Stefán Heið- arsson í öðru sæti; og Karl Þór Þórisson og Þórarinn Her- mannsson í þriðja sæti. Tíu manns tóku þátt í mótinu. Róbert Schmidt. Keppendur í þriðja golfmótinu í sumar. Sigurvegarar urðu Pétur Bjarnason, 3.f.h. og Jón Hákon Ágústsson, 2.f.h. Utsýnispallur á Bolafjalli næsta vor BOLUNGARVÍK Eftir að ratsjárstöðin var byggð á Bolafjalli hefur mikil umferð ferðamanna verið um fjallið enda fagurt útsýni af því og nokkuð góður vegur upp á það. „Þegar verið var að byggja stöðina vildum við vita hvaða ábyrgð við bærum á fólki þarna uppi eftir að vegur væri kominn þangað", sagði Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bol- ungarvík. „Við vildum ekki hefta neina umferð um fjallið. Okkur fannst líka eðlilegt og sjálfsagt að nota þennan veg því útsýnið er fallegt af fjall- inu. Það varð svolítil deila við Aðalverktaka um hvort leyfa ætti frjálsa umferð, en ég beitti mér fyrir því að þetta var sam- þykkt og náði samkomulagi við þá um að þarna yrði byggð- ur sérstakur útsýnispallur", sagði Ólafur. „Þarna verður afmarkað bílastæði fyrir gesti og þar verður þeim frjálst að vera. Ef þeir fara út fyrir það svæði eru þeir á eigin ábyrgð. Nú eru ís- lenskir Aðalverktakar að teikna og hanna pallinn. Eg á von á því að hafist verði handa við að byggja hann næsta sumar“, sagði Ólafur. Vestfirska vill bæta við þeirri frómu ósk að á pallinum verði stór og vönduð útsýnis- skífa svo fávísir ferðamenn fari af Bolafjalli með örnefnin í Jökulfjörðum og ísafjarðar- djúpi á hreinu: -GHj. VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |-- Bridge: Arnar Geir og Guð- mundur M. Vest- fjarðameistarar - eftir að Hlynur Tryggvi og Halldór Sigurðarson höfðu leitt mótið allt til síðustu umferðar Vestfjarðamót í tvímenningi var haldið um síðustu helgi á Flólmavík og mættu 22 pör til leiks. Hinir ungu og efnilegu piltarfrá ísafirði, þeir Hlynur Tryggvi Magnússon og Hall- dór Sigurðarson, leiddu mótið allt til síðustu umferðar, en þá fóru þeir Arnar Geir Hinriksson og Guðmundur M. Jóns- son upp fyrir þá. Guðmundur varð 75 ára fyrir skömmu svo sigurinn var hin skemmtilegasta afmælisgjöf til hans. Glæsileg frammistaða það! Röð efstu para varð þessi: Arnar Geir Hinriksson og Guðmundur M. Jónsson 139 stig, Halldór Sigurðarson og Hlynur Tryggvi Magnússon 129 stig, Guðmundur Þorkelsson og Júlíus Sigurjonsson 113 stig, í fjórða sæti voru þeir Björn Brynjólfsson og Þorsteinn Geirs- son með 107 stig, og í fimmta sæti þær Guðlaug Frið- riksdóttir og Kristín Magnúsdóttir. Næsta mót er úrtökumótfyrir íslandsmót í sveitakeppni og verður það haldið á Isafirði 10. og 11. október. Skrán- ing er hjá Eiríki í símum 4289 og 985-31689. Frá Eiríki Kristóferssyni, forseta Bridgesambands Vestfjarða. Nýr skólastjóri á Þingeyri (og eiginlega allt nýtt í skólanum) Nýr skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri hefur tekið til starfa. Hann tók við af Hallgrími Sveinssyni, sem nú er framkvæmdastjóri Sláturfélagsins Barða hf. Nýi skólastjórinn, sem er þrítugur, heitir Garðar Páll Vignisson og er Reykvíkingur. Hann bjó á Þingeyri fyrir nokkrum árum, í þrjú, fjögur ár. Garðar hefur kennt sl. fimm ár við Grunnskólann í Grindavík. Sam- býliskona hans er íris Ólafsdóttir og eiga þau tvö börn, Ölmu Rut og Egil. „Skólinn var settur á föstudaginn og eru nemendur 85 auk 8 nemenda í Mjólká, sem er útibú frá Þingeyr- arskóla. Ég er mjög ánægður með ástand skólans. Það er allt nýtt sem hægt er að gera nýtt. Það eru ný áklæði á stólum, nýir stólar og borð og skolinn nýmál- aður. Við skólann starfar einvalalið, bæði kennarar og annað starfsfólk. Öll viðhorf til skólans eru mjög já- kvæð og ég er mjög bjartsýnn á starfið í vetur“, sagði Garðar í samtali við blaðið. -GHj. Garðar Páll Vignisson, skólastjóri á Þingeyri.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.