Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 1. október 1992 NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Hratt flýgur fískisagan - Jón Aðalbjörn segir frá Það bar til eitt sinn á ísafirði, rétt fyrir hádegi fyrir um 30 til 40 árum, að inn á Ijósmyndastof- una kom góður vinur minn. Hann varfrásagna- glaður, sagði ýmsar kímnisögur og við hlógum mikið. Þar kom að ég þurfti að fara að loka og fara í mat, og mér fannst endilega að ég mætti nú ekki láta standa upp á mig að segja ein- hverja skemmtisögu á móti. En eins og oft vill verða þegar mikið liggur við, þá reynist ekki svo auðvelt að rifja upp eitthvað skemmtilegt. Nú ber svo við, að þegar ég er að brjóta heilann um þetta, þá gengur skattstjórinn fram hjá myndastofunni, nýr maður, sem hafði verið settur í embættið í fjarveru Guttorms Sigurbjörnssonar (gott ef það var ekki bróðir hans). Það skemmtilega við þennan mann var, að aftan á séð var hann svo nauðalíkur Jóel Þórðarsyni vini mínum, að ekki mátti greina þar á milli, á meðan aðeins var horft á baksvipinn. Hann átti meira að segja nákvæmlega eins svartan vetrarfrakka, var stríðhærður og stuttklipptur. Ekki veit ég hvort menn höfðu þá almennt veitt þessu athygli. en eitt er víst, að frá þessum degi fór það ekki fram hjá nokkrum manni! Þarna sem maðurinn gengur fram hjá dyrun- um fæ ég skyndilega þessafínu hugljómun að góðri sögu, ýti vini mínum út á gangstéttina, bendi honum á baksvip mannsins og segi við hann: Sérðu manninn? Ég þykist sjálfur vera hálfhræddur og kíki aðeins út um dyrnar. Á götunni var engan annan að sjá. Jú, hann sá manninn. Ég held áfram: Sérðu hvað hann er líkur Jóel Þórðarsyni, bókstaflega alveg eins? Jú, hann sá það. - Og hvað með það? Og þá segi ég honum eftirfarandi lygasögu: Ég er logandi hræddur við að verða á vegi þessa manns, út af því sem kom fyrir i hádeg- inu í gær. Ég var að fara í mat, og mikið af gangandi fólki á götunum. Þegar ég var kom- inn á móts við Bókhlöðuna, sá ég baksvipinn á Jóel vini mínum á undan mér. Prakkarinn kom upp í mér, ég stóðst ekki mátið, heldur læddist aftan að honum, tók annarri hendi i hálsmálið en hinni neðan við sitjandann, og hljóp þannig með hann hálfboginn þvert yfir Silfurtorg. Þú veist að sá sem lendir í slíku er alveg bjargarlaus, getur nánast ekkert gert annað en að hlaupa sem ákafast til þess að detta ekki beint á andlitið. Þetta tókst með ágætum og Jóei hoppaði og spriklaði á undan mér. Þarna var fjöldi manns sem horfði á þessa þeysireið, sumir glottu, aðrir roðnuðu og flýttu sér burt, en undrunarsvipur var á öllum. Ég hló sjálfur eins og brjálæðingur, og lét Jóel hoppa nokkur extrafín stökk þar til við komum að horninu á skóverslun Ólafs Kárasonar. Þar sleppti ég honum. Og þvílíkt áfall! Ég mun aldrei gleyma svipnum á manninum, þegar hann sneri sérvið, lafmóður og kafrjóður. Þetta reyndist þá vera nýi skattstjórinn. Ég flúði eins og byssubrenndur inn í sundið milli Ólafs Kára og Gamla bakarísins... Þannig var sagan sem ég sagði vini mínum. Þetta var auðvitað tómur uppspuni frá upphafi til enda. En hún gerði sitt gagn. Hann trúði sögunni, og við hlógum báðir. Svo fór ég í mat, en á leiðinni í vinnuna eftir hádegið þurfti ég að koma við á bílaverkstæði Tóta heitins Bjarna. Þegar ég kom að verkstæðinu heyrði ég hlátur mikinn þar inni, og ekki batnaði þegar ég birtist í dyrunum. Þarnastóðu þeirTóti, Gilli og Hési í Hnífsdal og gátu vart vatni haldið fyrir hlátri. Þegar ég spurði hvað væri svona skemmtilegt, stundi Tóti: - Hefur þú nokkuð hitt skattstjórann nýlega? Og síðan hlógu þeir áfram. Þegar ég fór í kaffi tveimur tímum seinna var varla til sá maður sem ekki sagði eitthvað í þessum dúr: Hvernig líður skattstjór- anum? Skilaðu kveðju til skattstjórans, eða Jóel biður að heilsa. Þegar ég kom svo í kaffið til mömmu, kímdi hún góðlátlega og sagði eitthvað á þessa leið: Jæja, Nonni minn, þið eruð orðnir svona miklir vinir, skattstjórinn og þú! Næstu vikur á eftir var ég yfirleitt ekki ávarpaður öðruvísi en Sæll herra skattstjóri. Svo rammt kvað að þessu, að þegar ég átti nokkru síðar erindi á Súgandafjörð, þá snör- uðust í veg fyrir bílinn hjá mér Hermann sím- stöðvarstjóri og Sturla hreppstjóri, og spurðu hvort ég hefði nokkuð frétt af skattstjóranum nýlega. Mér var farið að líða hálfilla út af þessu, en smám saman fjaraði þetta út. Það var svo um hálfu ári seinna, að mér sortnaði hreinlega fyrir augum, þegar ég fékk hringingu frá Rannveigu Hermannsdóttur á Skattstofunni, sem þá var í húsi Guðmundar Sæmundssonar, þess efnis að ég ætti að koma til viðtals við skattstjórann kl. 2 sama dag og hafa með mér af rit af s íðustu skattaskýrslu, hann vildi ræða við mig um síð- asta framtal. Yfir mig steyptist þvílíkt svart- nættismyrkur, að ekki sá fram úr augum (bók- haldið var yfirleitt ekki upp á það besta). Ég kjarkaði mig samt upp og snurfusaði og hélt á fund skattstjóra. Ég reyndi að setja upp hinn mesta sakleysis- og aulasvip, reyndi að vera sem hálfvitalegastur á svipinn. Það hafði reynst mér vel í umræðum um sömu mál á sömu skrifstofu áður. Þegar ég opnaði dyrnar á fremri skrifstof- unni, þ.e. almennu afgreiðslunni, þá voru nokkrir borgarar inni á biðstofu en fyrir innan afgreiðsluborðið sátu Rannveig og fleiri starfs- stúlkur. Rannveig stendur upp og gengur til mín, tekur þegjandi í höndina á mér, leiðir mig fram fyrir alla sem biðu og rakleitt að dyrum almættisins, knýr dyra og opnar. Inni situr skattstjórinn við borð, ábúðarmikill, og horfir spyrjandi á Rannveigu. Ég fann að tak hennar á hendi mér þéttist, og ekki var laust við smá- skjálfta í hnjánum á mér, þegar hún ávarpaði skattstjórann og sagði: Þetta er hann! Maðurinn horfði fyrst á okkur dágóða stund, og sagði síðan: Jæja, er þetta maðurinn! Síðan dundi yfir mig þvílíkur hlátur, að ég hygg að aldrei hafi verið hlegið annað eins á hliðstæðri skrifstofu. Af mér er það að segja, að þegar ég hafði staðið þarna um stund eins og illa gerður hlutur, stundi skattstjórinn upp eftir því sem hann gat fyrir hlátrinum: Jæja, Jón minn, þú mátt fara, það var ekki fieira, það er alltaf gam- an að kynnast skemmtilegum mönnum. Það var lúpulegur maður og skömmustu- legur, sem læddist með veggjum á leiðinni út. Að baki glumdu hlátrasköll starfsfólks og ann- arra. Þetta er sú stuttaralegasta skattrannsókn sem ég hef gegnumgengist, og eftir á séð er hún jafnframt sú skemmtilegasta. Ekki þar fyrir, aðrarfyrri höfðu um margtveriðskemmti- legar. Jón Aðalbjörn Bjarnason. Vestfirska fréttablaðið hringdi suður ú Ljós- myndastofu Kópavogs, sem Isfirðingurinn góðkunni Jón Aðalbjörn Bjarnason rekur, og leitaði eftir framlagi frá honum i safn blaðsins af „nýjum vestfirskum þjóðsögum". Jón Aðal- björn brást vel við og frásögnin að ofan var að vörmu spori komin til okkar á faxi. 1 FUGLAÞÁTTUR Y\ Sandlóa 1 sr. Sigurðar Ægissonar y t kjaituiua Sandlóan er af ættbálki strandfugla, en tilheyrir þaðan lóuættinni, sem hefur að geyma um 64 tegundir. Af þeim verpir á íslandi aðeins ein, auk sandlóunnar, þ.e.a.s. heiðlóan, en margar fleiri teg- undir ættarinnar koma hingað aftur á raóti árlega sera flæk- ingar. Má hér nefna grálóu, sem á heimkynni á freðmýrun- um nyrst í Rússlandi, Síberíu og Alaska, og einnig vepju, sem er mjög algeng um alla Evrópu og Asíu, og hefur reyndar orpið hér á landi í nokkur skipti. Sandlóan er 18-20 sm á lengd, um 60 g á þyngd, og með 48-57 sm vænghaf. Kynin eru mjög lík í útliti, og nánast eins. Um er að ræða tvær deiliteg- undir. Önnur þeirra, Charadrí- us hiaticula hiaticula, verpir í NA-Kanada, á Grænlandi, ís- landi, Spitsbergen, Færeyjum, Bretlandseyjum, Hollandi, Belgíu, Danmörku, Noregi, Finnlandi, og meðfram strönd- um allra þeirra landa, er ná að Eystrasalti. Auk þess er lítill varpstofn á norðvesturströnd Frakklands (á Bretagneskaga). Hin deilitegundin, Charadríus hiaticula tundrae, sem er örlít- ið minni og dekkri, verpir á ströndum og túndrum Lapplands, Rússlands og Sí- beríu. íslenska sandlóan er auð- greindur fugl, því henni verður aðeins ruglað saman við aðrar náskyldar tegundir, sem ekki finnast hér á landi alla jafna, eins og t.d. vatnalóu, strand- lóu, kvöldlóu eða fitjalóu, og skræklóu. Á 19. öld þóttust ýmsir menn, og þar á meðal Jónas Hallgrímsson og Bene- dikt Gröndal, er þá voru lærð- astir íslendinga í fuglafræði, hafa séð vatnalóu hér á landi, Jónas á Langadalsströnd við ísafjarðardjúp árið 1840 og Benedikt við Reykjavík árið 1878, og Bjarni Sæmundsson taldi hana á meðal íslenskra fugla í bók sinni. Var hún þar kölluð litla sandlóa. En þessi vitnisburður er nokkuð dreg- inn í efa af fræðimönnum í dag, því fuglinn hefur aldrei sést á íslandi á þessari Öld. Mun lík- legast, að þeir Jónas og Bene- dikt, og reyndar aðrír, hafi rugl- ast á vatnalóu og ungri sand- lóu, en þessar tegundir eru vægast sagt mjög líkar. Strandlóa og kvöldlóa (fitjalóa) hafa aldrei sést hér á landi, en skræklóa aftur á móti þrisvar (1939, 1970, og 1980). í varpbúningi er sandlóan ljósgrábrún að ofanverðu, nema á hnakka og enni, þar sem hvitt og svart belti liggur yfir og um. Rauðgult nefið er svart í oddinn, fætur rauðgulir, og augu svört. Að öðru leyti er fuglinn hvítur. í vetrarbúningi lýsast þessar áherslur. Á ungfuglum er svarti hringurinn brúnni, og oft rofinn í miðju. Kjörlendið er leirur og Sandlóa á eggjum. (HjálmarR. Bárðarson: Fuglar íslands. Reykjavík 1986). sendnar fjörur. Hún lifir á afar margbreytilegri fæðu, sem ræðst kannski einna helst af árstíma og stað. Hún borðar t.d. skordýralirfur (einkum mýlirfur), kóngulær, fullvaxin skordýr, marflær, og ýmis krabbadýr önnur, auk þess sem hún tekur burstaorma og smákuðunga. Sandlóan verpir á sjávar- grundum og á melum hvers konar, áreyrum eða öðru snögglendi. Oft víðs fjarri Ströndinni. Hún er einkvænis- fugl. Hreiðrið er ofurlítil dæld eða laut, á að giska 8-12 sm í þvermál, sem karlfuglinn gróp- ar í sand eða möl. Oft er það umlukið skeljabrotum eða litl- um steinum. Sunnanlands hefst varptím- inn upp úr 15. maí, en eitthvað seinna norðar. Eggin eru venjulega 4 talsins, eins og hjá flestum vaðfuglum; þau eru Ijósgrá eða brún að grunnlit, al- sett litlum, svörtum eða gráum dröfnum. Útungunartími er 23-25 dagar og sjá báðir fugl- arnir um ásetuna. Ungarnir eru leíddir úr hreiðri allt að því strax eftir klak, og verða brátt tiltölulega sjálfstæðir í fæðuöflun. Þeir verða fleygir á u.þ.b. 25 dögum, og kynþroska að ári liðnu. Hér á landi, sem og annars staðar á norðurslóðum, er bara um eitt klak að ræða, en sunnar á hún það til að verpa tvisvar og j afnvel þrisvar yfir sumarið. Á varptíma, einkum rétt fyrir útungun, er sandlóan mjög árásargjörn gagnvart boð- flennum, en utan þess tíma má oft sjá 20-30 og upp í 50 fugla saman í hóp, bæði gamla fugla og unga. Og dæmi eru um enn stærrihópa erlendis (nokk- ur hundruð), þar sem fæðuskil- yrði eru hentug, og allt upp í 1.200-1.500 fugla, en það mun reyndar heyra til undantekn- inga. íslenska sandlóan er algjör farfugl. Um miðjan aprílmánuð eru þær fyrstu að koma til landsins, og fyrri part maímán- aðar eru varpfuglarnir flestir komnir. Sandlóan fyrirfinnst ekki á Atlantshafsströnd N-Amer- iku, og því verða fuglar, sem verpa á íshafseyjum Kanada og á Grænlandi, að fara þvert yfir hafið til vetrarsetustöðv- anna á haustin og til baka aftur á vorin. Sumir þessara fugla tylla sér augnablik niður á ís- landi, á hinu langa flugi, sem hefur gert fuglafræðingum erf- itt um vik með rannsóknir á íslenskum sandlóum. Talið er, að þegar í byrjun ágústmánaðar séu einhverjir fuglanna okkar horfnir af landi brott. í október eru sandlóurn- ar a.m.k. flestar komnar til vetrarheimkynnanna, sem eru meðfram strandlengju V-Evr- ópu og Afríku. Þessi sólríku heimkynni geyma þá 28.000- 34.000 sandlóur, mjög víða að komnar, eftir því sem menn komast næst. Þar af dvelja um 12.000 á Bretlandseyjum, 5.000—10.000 á írlandi, um 6.000 í Frakklandi, 3.000-4.000 áSpáni, og um 2.000íPortúgal. Og á norðurströnd Afríku munu halda sig á þessum tíma um 23.000 sandlóur, þar af 10.000 í Marokkó, og a.m.k. 13.000 í Máretaníu (Banc d'Arquin). En við Miðjarðar- hafið er talið að dvelji aðeins um 1.000 fuglar. Til samanburðar má geta þess, að íslenski sandlóustofn- inn er talinn vera um 25.000 pör. Elsti fugl, sem menn vita um, náði a.m.k. 11 ára aldri og 14 dögum betur. Hann var fullorð- inn, þegar hann var merktur í Frakklandi, 17. september 1967, og endurheimtist 30. september 1978.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.