Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA 6 Fimmtudagur 29. október 1992 ------- -------------- ---------------- ----\ ffBFTTABLAÐIÐ Ég held að enginn hafi verið lánsamari Kristín Magnúsdóttir í Efri- Engidal verður hundrað ára eftir viku Inga Dan heimsótti hana um helgina Það er ekki algengt að heil öld rúmist í einni mannsævi, en hún Kristln Magnúsdóttir I Efri Engidal er fædd þar þann 5. nóvemberl892 og er því hundrað ára eftir rétta viku. Kristín hefur alla ævi átt heima í Engidal, en er fyrir tæpum þremur árum komin á sjúkrahúsið á ísafirði. Hún segir þó að heilsan sé ágæt, það eru bara fæturnir sem eru ómögulegir og svo er hún farin að sjá illa og þarf að lesa með stækkunargleri. Kristín hlustar á útvarp og fylgist með fréttum. Heimilisfólkið og fleiri í Efri- Engidal. Aftari röð: Halldór, Halldóra systir Kristínar, Jón Magdal, Jón og Sigurgeir. Fremri röð: Magnúsína, Kristín, Guðrún Ingólfsdóttir (systir Guðmundar Ingólfssonar í Hnífsdal), Trausti Bjarnason, Kristín Sveinsdóttir, Magdalena og Þorvaldur Einarsson sem var sumarbarn. Amma mín bjó í Engidal, Guðný Amundadóttir, með manni sínum Magnúsi Bjöms- syni. En það veit ég ekkert hvurnig stóð á að það var hún sem sækir um jörðina en ekki hann. Þau kómu þangað þegar pabbi minn var á öðru ári svo að hann ólst upp í Efri Engidal. Pabbi átti tvo bræður, Pétur og Bjarna, og eina systur, Magða- lenu. Ég ólst upp hjá pabba mínum Magnúsi Guðmundi Magnús- syni og móður minni Kristínu Sveinsdóttur. Við vórum nú aldrei nema tvær systurnar, Halldóra og ég, en þegar við vórum flest í Engidal, þá vórum við átta. Pabbi minn og mamma tóku svo mikið af börnum. Magðalena systir hans pabba missti manninn frá sex börnum, hann drukknaði. Þrjú af hennar bömum ólust upp um tíma í Engidal. Magnús Björn kom þegar hann var hálfs mánaðar gamall en Sigurgeir Guðmundur og Jón Magdal komu þegar pabbi þeirra drukknaði. Jón var þó oft inn á milli með mömmu sinni ef hún gat komið því við þar sem hún var kaupakona. Sigurgeir var elstur, hann hefur verið árinu eldri en ég. Svo dó Pétur bróðir pabba. Hann bjó á Brekku á Ingjaldssandi. Þá kom Bjarni Magnús til pabba. Við vorum jafnaldra, nema hann var það eldri í árinu að hann var fæddur á nýársdag en ég ekki fyrr en fimmta nóvember. Seinna kom Sigríður Pálma- dóttir til okkar, hún var ekki nema fjörutíu vikna þegar hún kom. Hún dó hún móðir hennar og þá varð pabbi að láta hana fara á sveitina. Hún var hjá einhverjum í Amardal en þá var hjá okkur oddviti sem líkaði ekki atlætið þar og hann bað pabba og mömmu að taka hana. Og hún ólst upp á sveitinni hjá pabba og mömmu þangað til hún mun hafa verið svona fimm-sex ára gömul. Þá vildi pabbi hennar taka hana en móðir mín þoldi það ekki og sagði að hún skyldi aldrei fara. Og hún ólst upp hjá okkur til fullorðinsára. Man aldrei eftir að þeim misfélli Ég man aldrei nokkurn tíma eftir því að við værum að rífast eða værum ódæl hvurt við annað, aldrei nokkurn tímann. Þó að mamma og pabbi færu vestur í Önundarfjörð, það fór hann á hvurju sumri til að borga afgjaldið af jörðinni og þá var amma mín beðin að líta til okkar, en ég man aldrei eftir því að okkur misfélli nokkurn tíman. Því var komið inn hjá okkur undireins að láta okkur falla. Við vorum oft send krakkamir, Sigurgeir, Bjarni og ég, upp í hlíð með poka til að rífa lyng til þess að fá í upp- kveikju. Og það var ekkert verið neitt að stimpast um hver yrði fyrstur. Það var alltaf byrjað á að láta í pokann hans Bjama því hann vildi að sinn poki yrði nú fylltur fyrst. Svo var Sigurgeirs pokinn tekinn og hann fylltur og síðast var pokinn minn fylltur. Þegar ég var á fjórða ári var byggð ný baðstofa, gasalega falleg og sterkbyggð. Þessu man ég svo vel eftir. Það var smiður frá Breiðafjarðareyjum sem hjálp- aði pabba við bygginguna, Kristján Helgi, hann var indæll maður. Það voru sex rúm, þrjú undirhvurri hlið. Baðstofan var með skarsúð - hún var svo falleg. Eftir að ég stækkaði og gat eitthvað gert var þetta passað á hvurju einasta vori og gert alltaf hreint. Og það var vandað svo til þess að allt væri hvítt og hreint. Man eftir útilegu- mönnum Ég man eftir mönnum sem kallaðir voru útilegumenn. Annar var Steindór í Botni. Hann bjó bara úti en kom heim á bæi til fólksins og hann kom oft heim til pabba míns og mömmu. Þá var það vanalegt að honum var gefið rausnarlega að borða það sem hann vildi og teknir voru af honum blautir sokkar. Og þegar hann var búinn að borða fór hann bara beint út í hlöðuna og laggði sig þar. Það var sama hvurt það var að deginum eða nóttu. Einu sinni man ég eftir því að við krakkarnir vórum að leika okkur úti í rökkrinu meðan fólkið ætlaði að leggja sig. Og þá sjáum við allt í einu að það kemur þessi smái maður upp á hæsta balann. Og þá var það Steindór í Botni. Hann sýndist svo stór, og það var af því að hann bjó sér til yfirhöfn sem náði honum upp fyrir höfuð og niður á fætur, úr gærum og lét ullina snúa inn. Og af því gat hann legið úti. Svo var mér sagt af öðrum, það var pabbi minn sem sagði mér af honum. Hann var kallaður Jóhann beri. Hann ráfaði svona um líka. Einhvern tíma var það á Kirkjubóli að fólk hafði ætlað að sjá svó um að hann færi ekki út um kvöldið þegar búið var að gefa honum að borða. Og þau hlóðu fyrir dyrnar öllu sent að tækt var til. En um morguninn höfðu þau sagt að þau myndu aldrei gera þetta aftur því hann var svo órólegur að það var því líkast sem eitthvað sækti að honum. - Hvaða störfþóttu þér skemmtilegust heirna fyrir? Það var ekkert verið að spyrja að því, það var allt jafn gott. Pabbi minn var fatlaður maður og varð að treysta svo mikið á börnin. Hann var með liðagigt, víst frá fæðingu. Hann var ekki nema nokkurra ára gamall þegar hann var látinn fara að Seljalandi í Alftafirði, því þar var föðurbróðir hans, Jón Björnsson, sem fékkst við ýmsar lækningar. Hann var nú kallaður skottulæknir en það kom aldrei fyrir að honum mistækist þegar hann var beðinn að vera hjá konum. En læknum var ekkert vel til hans, þeir töldu að hann tæki eitthvað frá sér. Með fyrstu mjólkurpóstunum - Varst þú ekki ein- hverntíma mjólkur- póstur? Jú, þá hef ég verið tólf ára. Guðmundur á Hafrafelli var þá farinn að láta mjólk og hann gerði pabba mínum boð ef hann vildi láta krakkana hlaupa með flöskur, að þá skyldi hann taka fyrir hann mjólkina. Og við vorum látin hlaupa út að Hafrafelli með nokkrar flöskur á morgnana annan hvurn dag, ég og drengur sem varð seinna maðurinn minn, Jón Magdal. Börn Guðmundar báru svo mjólkina út á Isafjörð. En svo var farið að fara á hestum og þá fór ég með mjólkina. Strákarnir voru eldri og þeir voru látnir vinna heima en þá var ég notuð til þess að fara með mjólkina. Ég man eftir því að Guðmundur Guðmundsson á Árbæ og Han- nes Halldórsson á Kirkjubóli og ég, við fylgdustum oft. Það sumar voru Norð- menn að byggja Ósbrúna og þeir höbðu nú oft gaman af því ef ósinn var djúpur, að þá urðum við að fara svo langt frameftir til að komast yfir til þess að við vöknuðum ekki í fæturnar. Og svo var að fara út með Seljalandsgirðingunni, það var oft vont því að Selja- landstúnið var girt með gadda- vír og gatan lá alveg þar fast upp við. Þegar við vorum á leiðinni þá kom það svo margoft fyrir að við mættum sýslumann- inum, Magnúsi Torfasyni, og þá klappaði hann alltaf annað hvurt á hnén á okkur eða hes- tana og sagði - komið þið bles- suð börnin mín. Við höfum verið svona klukkutíma í ferðinni eða rúm- lega það. Maður var að flýta sér að skila mjólkinni og þá tók ntaður alltaf brúsana og flös- kumar frá deginum áður aftur til baka. Eftir að sjúkrahúsið gamla var byggt seldum við líka alltaf egg þangað, og allt þangað til ég varð að fara hingað. Mór sem fægilögur Þegar ég var lítil stelpa man ég eftir því að amma mín sálu- ga fór oft einhverntíma fyrir jólin með góðan mó í pokum á sleða út á Isafjörð. Einn pokinn fór til konunnar hans Sigurðar Guðmundssonar sem var kaupmaður í þessu stóra húsi sem var beint út af Pólgötunni, annar fór til Þórunnar Sche- ving, konu Davíðs Scheving læknis og einn pokinn fór til Kristínar konu Björns myn- dasmiðs. Þá var ekki til fægi- lögur. Þær brenndu móinn og geymdu sér svo þetta. Þá þurfti alltaf að fægja alla hluti, öll hnífapör og svo alla lampa. Þetta var allt fægt á hvurjum einasta laugardegi og til þess notuðu þær öskuna, þetta varð að vera alveg hrein aska. Þessi mynd er tekin á 50 ára afmæli íþrótta- og málfundafélagsins Ármanns af þeim stofnendum félagsins sem þá voru á lífi. Frá vinstri: Pétur Jónatansson, Neöri-Engidal, Jón Magdal og Kristján Tryggvason klæðskeri. Og konurnar eru Guöríöur Magnúsdóttir á Góustöðum, Kristín, Sigríður Pálmadóttir, Hrafnhildur Eiösdóttir og María Jónsdóttir. Kristín Magnúsdóttir.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.