Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 29.10.1992, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 29. október 1992 IV ESTFIRSO L 1 FRÉTTABLAÐIÐ | Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni i sjö- tíu manna hópferð til Amsterdam Hvemig má slíkt vera? Varla er sjötíu manna áhöfn á Júlíusi. Nei, enda fóm eiginkonur, systur og bræður og ýmsir fleiri gestir með í ferðina. Togarinn kom inn til Reykjavíkur til löndunar föstudaginn 16. októ- ber og mannskapurinn flaug utan þá um hádegið, en nokkrir vom farnir daginn áður. Hóp- urinn kom svo aftur heim þriðjudaginn 20. október og þá var aftur haldið á veiðar. Ferðaskrifstofa Vestfjarða skipulagði ferðina og var Inga Olafsdóttir startsmaður ferða- skrifstofunnar fararstjóri. Þeir sem Vestfirska hefur heyrt í ljúka miklu lofsorði á þátt Ferðaskrifstofu Vestfjarða og Ingu í ákaflega vel heppnaðri ferð. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni. Glatt á hjalla á laugardagskvöldi á SAS Royal. Fariö hringinn kringum borðið frá vinstri: Margrét Ólafsdóttir, Þórður Júlíusson, Hafþór Hafsteinsson, Hermann Skúlason skipstjóri, Sólveig Gísladóttir, Ólafur Sigurðsson, Ómar Ellertsson og Ásgerður Annasdóttir. „Vélstjóragengið" á Júlfusi: Þorlákur Kjartansson, Þór Ólafur Helgason, Ebeneser Jónsson og Stefán Ásmundsson. Inga fararstjóri og Þórður Júl á siglingu um síkin í Amsterdam. íslenskur tónlistardagur: Mikið um að vera um helgina Nýja Slysavarnafélags- húsið i Bolungarvik vígt Kristján Jónatansson, formaður byggingarnefndar, afhendir Láru Helgadóttur, varaforseta SVFÍ, lykla að hinu nýja húsi, en hún fékk þá aftur Jóni Guðbjartssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Ernis. Fjölmenni var við vígslu- athöfn hins nýja og glæsilega húss Slysavarnafélagsins við Hafnargötu í Bolungarvík á sunnudaginn. I ávarpi Kristjáns Jónatanssonar, formanns bygg- ingamefndar, kom fram að Björgunarsveitin Emir hefði fengið gömlu slökkvistöðina, innsta hluta þessa húss, til af- nota árið 1970. Það vom alls um 40 fm og var þakið hækkað upp til þess að koma fyrir stjómstöð á loftinu. f hinum hluta hússins var svo Orkubúið til húsa og árið 1983 þegar það fluttist í nýtt húsnæði fékk Björgunarsveitin allt húsið til afnota. Þá var sveitin komin með 140 fm húsnæði. Þann 12. júlí 1987 var tekin fyrsta skóflustungan að við- byggingunni og var lokið við að steypa upp veggi neðri hæðar í lok nóvember sama ár. Sumarið 1988 var plata efri hæðarinnar steypt og gler og hurðir settar í neðri hæðina og henni þar með lokið. Sumarið 1989 voru svo veggir efri hæð- ar steyptir upp, 'agt í gólf neðri hæðar og plan steypt fyrir framan húsið. 1990 var gengið frá þaki, steypt upp stigahús og húsin tengd saman. Verkinu lauk svo á þessu ári og er við- byggingin um 150 fm hvor hæð. Utlagður kostnaður við viðbygginguna er um 10 millj- ónir króna en búast má við að hún kosti um 21 millj. króna ef fermetraverðið í atvinnuhús- næði reiknast á 50 þúsund krónur. Öll vinna við húsið var unnin í sjálfboðavinnu og var bygg- ingameistari Jón Sveinsson. í byggingarnefnd vom ásamt Kristjáni Jónatanssyni þær Þóra Hansdóttir og Elísabet M. Pétursdóttir frá kvennadeild Slysavarnarfélagsins og síðar þær Guðrún Benediktsdóttir og Kristín Bjarnadóttir. Frá karla- deildinni voru þeir Óskar Hálf- dánarson og Bergur Karlsson. í vígsluhófinu afhenti Krist- ján Jónatansson Láru Helga- dóttur varaforseta SVFÍ lykla að húsinu en hún afhenti þá síðan Jóni Guðbjartsyni, for- manni Björgunarsveitarinnar Ernis, og þar með björgunar- sveitinni húsið formlega. Sig- fús B. Valdimarsson flutti stutta hugvekju og bæn. Varð- skipið Ægir kom gagngert til Bolungarvíkur í tilefni vígslu hússins og sátu skipherra og 1. stýrimaður hófið. Húsið er allt hið glæsilegasta og óskar VESTFIRSKA Bol- víkingum og Björgunarsveit- inni Erni til hamingju með það. -GHj. Um helgina verður íslensk- ur tónlistardagur haldinn hátíð- legur um allt land. Hér fyrir vestan verður ýmislegt um að vera. Píanótónleikar - skóla- kynning Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari er nú á tónleikaferð um Vestfirði. I kvöid, fimmtu- dagskvöld, heldur hún tónleika í sal Grunnskóians a Isanroi og hefjast þeir kl. 20.30. Þessir tónleikar eru jafnframt 1. á- skriftartónleikar lonlistarfé- lags Isafjarðar á þessu starfsári og eru væntanlegir áskrifendur beðnir að vitja korta sinna í Bókhlöðunni eða við inngang- inn, þar sem einnig verða seldir stakir miðar. Fjöldasöngur á Silfur- torgi I tilefni Islensks tónlistar- dags og þess að Ari söngsins er að ljúka hefur áhugafólk um söng ákveðið að koma saman á Silfurtorgi laugardagsmorg- uninn 31. október kl. 11.00 og taka lagið, líkt og gert var í fyrra við prýðilegar undirtektir. Vonast er til að sem allra flestir bæjarbúar taki þátt í þessum fjöldasöng með aðstoð eldhressra forsöngvara og fé- laga úr Harmonikufélagi Vest- fjarða. Opið hús í Tónlistarskól- anum Sama dag eftir hádegi verður OPIÐ HÚS í Tónlistarskólan- um. Boðið verður upp á tón- listarflutning nemenda og Styrktarsjóður húsbyggingar Tónlistarskólans mun selja kaffíveitingar á neðri hæðinni. Eru allir velunnarar skólans hjartanlega velkomnir og er hér gott tækifæri fyrir áhugafólk að kynna sér málefni skólans. Aðalfundur Styrktar- sjóðsins Fimmtudaginn 5. nóvember verður síðan haldinn aðalfund- ur Styrktarsjóðsins í húsa- kynnum Húsmæðraskólans. Vonandi sjá sem flestir áhuga- menn um uppbyggingu tónlist- arlífs sér færi á að koma og veita þessum merkilegu sam- tökum liðsinni sitt. Formaður Styrktarsjóðsins nú er Bergljót Halldórsdóttir. (Frá Tónlistarfélagi ísa- fjarðar). Vetrarstarfið byrjað í Salem Að þessu sinni er bryddað upp á ýmsum nýjungum í starfi safnaðarins frá því sem verið hefur. Má þar fyrst nefna að "Krakkaklúbbur" er nú starfræktur á föstudögum frá ki. 18:00 til 19:00. Hann er ætlaður krökkum frá 3 ára aldri. í byijun hverrar stundar er sungið og einnig er notast við leikbrúður. Hópnum er síðan skift upp í smærri einingar eftir aldri og hverjum hóp eru sagðar sögur og gefin verkefni við sitt hæfi. A föstudögum kl. 21:00 eru "unglingakvöld". Á sunnudögum eru almennar samkomur í kirkju safnaðarins kl. 17:00, þar sem boðið er upp á fjölbreyttan söng og vitnisburð. Á sunnudagssamkomunum er iðulega barnapössun á meðan á sam- komu stendur og boðið er upp á kaffi á eftir. Á fimmtudögum er Biblíufræðsla fyrir fullorðna, ýmist í safn- aðarhúsinu eða í heimahúsum eftir atvikum. Bænastundir eru á virkum dögum kl. 16:30, þar sem fólk getur komið með bænarefni. Vakin er athygli á að um næstu helgi (dagana 30. október til 1. nóvember) verður Mike Fitzgerald frá Bandaríkjunum sérstakur gestur safnaðarins og mun hann taka þátt í samkomum. Tekið skal fram að allir eru velkomnir að koma á allar þær stundir, sem hér eru nefndar að framan eftir því sem við á og hentar hverjum og einum. Að öðru leyti skal bent á að forstöðumaður safnaðarins er nú með sérstakan viðtalstíma 3 daga í viku á skrifstofu safnaðarins að Fjarðarstræti 24, þ.e. á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum frákl. 17:00 til 18:00. Þangað er hægt að koma eða hringja í síma 3506 á sama tíma eða hafa samband við forstöðumann heima í síma 3918. Frá Hvítasunnukirkjunni Salem, Isafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.