Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur^^ióveniber^9^^^^^^^^^^^^^^^ VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Athugasemdir frá matvöruverslunum við Djúp: Föndurloftið Nær 80% hærra vöruverð í Bónus en í Björnsbúð á ísafirði! Hér getur að líta niðurstöður úr verðsamanburði sem gerður var í Björnsbúð á ísafirði og Bónus í Reykjavík. Vörutegundir eru ekki margar, en ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem ódýrari eru í Björnsbúð en í Bónus er verðmunurinn 78,6%. Baðsápa 3 stk Bónus 92,- Björnsbúð 75,- Plastfilma 79,- 66,- Rakblöð 10 stk 460,- 242,- Sinnep sætt 87,- 89.- Sjampó 500 ml 149,- 130,- Sjampó 500 - 259,- 198,- Þvottaefni 2 kg 685,- 214,- Stundum vaða menn lækinn upp í axlir til að sækja vatnið. Ef nánar er skoðað og borin saman verðkönnun Önundar Jónssonar varðstjóra hjá lögreglunni á ísafirði milli Bónus og verslana á ísafirði kemur í Ijós að víðast er verið að bera saman mjög ólíkar vörur sem engan veginn eru samanburðarhæfar og reynsla kaupmanna hér hefur sýnt að margar hverjar seljast alls ekki hér vestra þótt ódýrar séu. í áðurnefndri verðkönnun er látið að því liggja að eitthvað sé mjög óeðlilegt við verslunarhætti kaupmanna vestra og bent á að flutningsgjöld séu að mestu greidd af heildsölum og framleiðendum og að vörur frá umboðsmönnum hér sé það sama og hjá innflytjendum og framleiðendum syðra. Eftir stendur þá óhagkvæmni kaupmannsins og kaupfélagsins og hugsanlega óskapleg græðgi þessara aðila. Hættulegur og ósanngjarn samanburður í raun er útilokað fyrir verslunina hér vestra að bæta þau skemmdarverk sem unnin eru með svo fáránlegum samanburði sem í verðkönnun Önundar birtist og ekkert líkist raunverulegum innkaupum heimilis. Það er jafnvíst, að aldrei næst samanburður sem verður fjárhagslega hagstæður vestfirskri verslun. En með tilliti til þeirra almannahagsmuna sem að baki liggja og til að tryggja að áfram haldist við lýði traust verslunarþjónusta á norðanverðum Vestfjörðum, er ástæða til að reyna að milda áhrif þessara og annarra álíka upphlaupsaðgerða. Milli 30 og 40% viðskiptanna í Bónus eru landbúnaðarafurðir, sem ekki er teljandi verðmunur á. í nýlegri skýrslu Verðlagsstofnunar segir svo meðal annars undir fyrirsögninni "Verðstríð stórmarkaða": Við skyndikönnun nýverið í stórri verslun á höfuðborgarsvæðinu reyndust um 170 vörutegundir vera seldar án nokkurar álagningar eða undir innkaupsverði. Er þá miðað við nettó innkaupsverð varanna. Fyrri kannanair hafa sýnt að aðrar stórar verslanir selja hlutfallslega fleiri vörutegundir án álagningar eða undir innkaupsverði. 20-30% afsláttur frá skráðu heildsöluverði Það liggur í hlutarins eðli, að þegar sumum er selt án álagningar eða jafnvel undir innkaupsverði hlýtur verð til annarra að vera þeim mun hærra til þess að ná viðunandi álagningu. Með öðrum orðum, smærri verslanir (og þar með viðskiptavinir þeirra) niðurgreiða fyrir stórmarkaðina (og viðskiptavini þeirra). í skýrslu Verðlagsstofnunar kemur fram að stórmarkaðir fái mikinn afslátt og jafnvel talað um 20-25% afslátt frá skráðu heildsöluverði. Kaupmenn hafa þó ástæðu til að ætla að jafnvel enn hærri afslættir hafi viðgengist. Verðlagsstofnun sem fyrirfáum árum batt álagningu í heildsölu við 9-15% telur nú sjálfsagt í frjálsu verðlagi að heildsalinn leggi á allt að 105%. Það hlýtur að þýða að ef heildverslunin gat lifað af 9-15% álagningu áður þáfer hún létt með að leggjatil dæmis 30% á vöruna til vildarfyrirtækja í Reykjavík en 105% hjá þeim minni sem flesteru á landsbyggðinni. Eins og áður sagði er öldungis útilokað, að verslun á Vestfjörðum sem í allra stærsta skilningi getur talið sig hafa um 6500 manna markað geti keppt i verði við matvöruverslun á 180 þúsund manna markaðssvæði í Reykjavík. . Beinn verðsamanburður við ódýrar og oft lélegar'afgangsvörur í ódýrum mörkuðum í Reykjavík og þær vörur sem velupplýstur og kröfuharður neytandi hér krefst er út í hött. Rétt er að benda á í því sambandi að aðeins um 15% ibúanna sem búa á markaðssvæði Bónus vill kaupa þær vörur sem þar fást. 85% íbúanna á Reykjavíkursvæðinu vill heldur versla í stórmörkuðum eða hverfaverslunum þar sem verð er hverfandi lægra en í verslunum hér við Djúp. Vinnum saman Verslun hér vestra á nú mjög undir högg að sækja og óhætt er að fullyrða að hún þolir hvorki samdrátt í viðskiptum né lægri álagningu en hún nú hefur. Ef fólk telur hag sínum betur borgið með því að takast á hendur margra daga ferð til vöruinnkaupa í þessum ódýru afsláttarbúðum þá stendur það einfaldlega frammi fyrir því að hafa engan kaupmann við hendina sem hefurtil sölu það úrval neysluvara sem staðreyndirnar sýna að fólk vili hafa. Hinu má heldur ekki gleyma, að fjöldi manna sem nú starfa hér við verslun gætu misst vinnu sína. Væri ekki heppilegra en að leita suður að fólk sem vill búa við þann góða kost sem í flestum tilfellum er fyrir hendi hér vestra taki höndum saman og leiti saman leiða til að ná niður vöruverði hér til samræmis við það sem gerist í Reykjavík? Það er ijóst, að ef landsbyggðarfólk tekur ekki höndum saman um að fordæma þessa oft ósiðlegu viðskiptahætti, sem draga viðskiptin í stórum stíl til Reykjavíkur, þá veikist enn staða dreifbýlisins og ekkert blasir við annað en byggðahrun. Verðmunur á neysluvöru milli smárra viðskiptasvæða og stórra verður alltaf vel sjáanlegur. Látum það ekki villa okkur sýn, drögum sjálf fram í dagsljósið alla þá miklu kosti sem bjóðast í bæjum og þorpum landsinns fjarri firringu þeirri sem við daglega sjáum í sjónvarpinu af mannlífinu í stórborginni. Matvöruverslanir við Djúp. Til jólagjafa: Fjölfareytt úrval af föndurpakkningum fyrir alla aldurshópa. Ótrúlega gott verð! Einnig plattar, könnur, bolir og aUs konar minjagripir fyrir vinina erlendis, svo og íslenskar lopapeysur og værðarvoðir. í tilefni af auknu litaúrvali á vinsæla Dalagarninu gefum við 10% afslátt af því fram að jólum. Notið tækifærið og kaupið í jólapeysuna! En sjón er sögu ríkari. Lítið inn og kynnð ykkur úrvalið. Munið að opið er á laugardögum frá kl. 10 tU 16. Föndurloftið, Mjallargötu 5, sími 3659 og 3539. - Eisting og verslun - Bryndís Schram í opnuviðtali í næstu viku i Vestfirska fréttablaðið GERVIGÆSIIR TIL SÖLU 11 gervigæsir eru til sölu. Seljast allar saman á kr. 10 þúsund, en annars kr. 1.000 stk. S. 4463. Við byggjum tónlistarhús Flugbátur Þessi mynd er tekin í fjörunni við Fjarðarstrætið á ísafirði, bak við Salem, að öllum líkindum haustið 1948. Myndina tók Sverrir Gíslason, sem nú er búsettur á Hellu á Rangárvöllum. Flugvélin er Grumman flugbátur, TF-RVK. Skömmu seinna tóku Catalina flugbátar við af Grumman hérlendis. Maðurinn sem bendir flugmanninum að leggja í'ann er Óli toll, sem svo var nefndur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.