Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA IQ Fimmtudagur 5. nóvember 1992 -- ------- -------------- \ g«ÉTTABLABH) j i Björn E. Hafberg: Hvers vegna leita hugsanir á saklaust fólk? Börn eða fullorðnir - spurning hvað hentar (fyrri hluti) Fyrir skömmu var haldinn :sérstakur "unglingadagur" til að vekja athygli á þessum hópi einstaklinga, sem einhvern veginn lendir svo oft utangátta í umræðum dagsins. Eg ákvað því að hvila mig, og þig, örlítið á efnahagsumræðunni og í staðinn velta upp til umhugsunar fáeinum atriðum sem hollt gæti verið fyrir foreldra að huga að varðandi börnin sín og unglingana. Það er gömul saga og ný að trúa þvf að unglingar samtímans séu ómögulegri, lat- ari, frekari og uppivöðslusamari en nokkru sinni fyrr. Ýmislegt bendir til þess að kynslóðimar sem em að vaxa úr grasi, unglingamir sem verða hinir fullorðnu áður en við vitum af, eigi í vanda með að finna kröftum sínum útrás. Sífellt fleiri þeirra lenda í vanda vegna misnotkunar fíkniefna, og heimurinn sem við lifum í, með auknu atvinnuleysi og öðmm hörm- ungum, er svo sem ekkert spennandi fyrir óharðnaða unglinga. Það kann nefnilega svo að vera, að það hafi einu sinni verið auðveldara að vera unglingur, þrátt fyrir að þá hafi ekki boðist öll þau tækifæri sem að nafninu til eiga að standa öllum opin í dag. í samfélögum fyrri tíma bendir flest til þess, að hlutverk unglinga hafi verið aug- ljósara en í dag. Þeir voru hlekkir í samfé- lagskeðjunni ekki síður en fullorðnir. Jafnvel má ímynda sér að hugtakið ung- lingur hafi ekki verið til í eiginlegri merk- ingu fyrr en á þessari öld, að minnsta kosti hér á landi. Böm tóku þátt í störfum þeirra fullorðnu strax og kraftar leyfðu. Fyrirmyndimar vora fáar og hlutverkaval takmarkað. í rauninni má segja að fæstir hafi haft nokkurt raunverulegt val. Störf, völd og virðing gengu gjaman í erfðir og kyrrstáða ríkti á flestum sviðum. Gífurlegar breytingar hafa orðið á okkar þjóðfélagi á þessari öld, og á síðustu ára- tugum hafa orðið byltingarkenndar breyt- ingar á hlutverkaskipan. í dag lftum við gjaman á unglinga sem sérstakan þjóðfé- lagshóp. Ýmist er litið á þá sem lítt þroskuð börn, eða ábyrga einstaklinga, allt eftir því hvað hentar hinum fullorðnu hvetju sinni. Unglingur nútímans þarf að takast á við mörg viðfangsefni, og það reynir verulega á hæfileika hans til aðlög- unar. Unglingur er hvorki barn né fullorð- inn og oft veit hann ekki hvorum hópnum hann stendur nær. Ósamræmi í kröfum sem gerðar eru til unglinga valda jafnan jafnvægisleysi og vanstillingu. Slíkt leiðir oftast til árekstra, sem orsaka síðan á- framhaldandi vanlfðan og öryggisleysi. Viðfangsefni unglingsáranna Þegar fullorðnir minnast unglingsár- anna kveður við misjafnan tón. Sumir minnast þessara tíma sem tíma heillandi ævintýra, skemmtana og gleði. Aðrir eiga sárar minningar þar sem allt var auðmýkj- andi og tilgangslaust; stöðugur ótti og vanlíðan einkenndu allt. Og enn aðrir minnast þessara tíma án sérstakra átaka eða umskipta. Viðfangsefnum unglingsáranna má skipta í nokkra flokka eða þætti, þar sem unglingurinn verður að takast á við breyt- ingar og reyna að ná jafnvægi og sáttum. Helstir þessara þátta eru átök vegna breytinga á líkamsþroska, vitsmuna- þroska, félagsþroska og mótun sjálfs- myndar. Unglingurinn þarf að sættast við útlit sitt og líkamsgerð og það hlutskipti að vera annaðhvort karl eða kona. Hann þarf að hefja nýja gerð samskipta við jafnaldra af báðum kynjum og öðlast sjálfstæði gagnvart foreldrum sínum og öðrum full- orðnum. Hann þarf að öðlast tryggingu fyrir efnahagslegu sjálfstæði og velja og búa sig undir lífsstarf. Unglingurinn þarf að öðlast þá þekkingu og þjálfun sem með þarf til þess að verða fullgildur þegn og temja sér félagslega ábyrga hegðun. Og unglingurinn þarf að búa sig undir hjúskap og sjálfstætt fjölskyldulíf og finna skoð- unum sínum og áhugamálum farveg þar sem hann getur átt samstarf við aðra. Meðan unglingurínn er að glíma við þessi viðfangseíhi og ná valdi á þeim gengur hann oft í gegnum erfitt tímabil sem ein- kennist gjaman af kvíða, þunglyndi, við- kvæmni, reiði o.s.frv. Þær útlínur sem hér eru dregnar upp eru aðeins grófur rammí sem á við um ung- lingsárin og af þeim má draga ýmsar á- lyktanir. f seinni hlutanum verður m.a. fjallað um áhrifavaldana sem keppa um athygli unglingsins, þarfir unglingaima og fíkniefnavandann. !; VESTFIRSKA FRETTABLAÐIÐ I STÆRRA OG FJÖLBREYTTARA i NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Þeir voru víst dauðir greyin Grímur Finnbogason (Eggjagrímur) frá Bolungarvík á Hornströndum, seinna bóndi á Höfðaströnd í Jökulfjörðum og síðast á ísafirði, var um margt sérkennilegur maður. Þótti honum gaman að fara til eggja norður í fuglabjörgin tvö á Homströndum, Hælavíkur- bjarg og Hombjarg, og gerði það reyndar mest allt sitt líf. Dró hann viðumefni sitt af þessu. Þegar Grímur var orðinn gamall og bjó á fsafirði komst hann ekki norður sakir þess hve hrumur og fótfúinn hann var orðinn. Þegar eggjamenn voru svo að fara bað Grímur þá að skjóta fyrir sig nokkra æðar- blika ef þeir gætu, en það var uppáhaldsmatur hans. Bræð- umir Kjartan og Trausti heitinn Sigmundssynir lofuðu að gera þessa bón Gríms. Þegar svo eggjakarlar koma til baka á Heklutindi, báti Kjartans, hófu þeir eggjasölu upp úr bátnum við Bæjar- bryggjuna á ísafirði svo sem venja var á þeim árum. Nokkrar fuglakippur voru í lestinni og þar á meðal nokkrar kippur af æðarblika handa Grími. Grímur kom á bryggjuna og fékk egg og spurði um fuglinn. Sögðu þeir bræður honum að fuglinn væri í lestinni og yrði að setja hann í poka áður en hægt væri að fara með hann heim, eins og siður var um slíka veiði. f hádeginu tók svo Grímur eina kippu og gekk með hana óvarða upp bryggjuna, út Austurveg og Norðurveg að húsinu þar sem hann bjó. Þá hittist svo á að sveitungi hans, Halldór heitinn Jónmundsson yfirlögregluþjónn á ísafirði, var á leiðinni í mat af lög- reglustöðinni, sem þá var í Fjarðarstrætinu. Mættust þeir á Norðurveginum og rak Hall- dór augun í æðarblikana. „Hvar fékkst þú þessa blika, Grím- ur?“ spurði Halldór byrstur. Grímur svaraði af bragði: „Strákamir skutu þá fyrir mig.“ Síðan áttaði hann sig á því að þetta mætti hann ekki segja, því æðarfugl var alfriðaður og þung viðurlög við að skjóta hann, og bætti því við: „Þeir voru víst dauðir greyin.“ Hall- dór lét Grím sleppa með þessa skýringu eftir að hafa ávítað hann fyrir að fara ekki laumu- legar með fuglinn. —GHj. Djúpbáturinn Fagranes við bryggju á Melgraseyri Ferjubryggjur við Djúp veltast fram og aftur í kerfinu - ráöherra spyr Vestfirska fréttablaöið hvað Nauteyrarhreppur eigi mikla peninga f síðasta blaði sögðum við frá því að ferjubryggjumál m/s Fagraness væru enn í biðstöðu. Einnig töldum við okkur hafa fyrir því traustar heimildir að fyrirhugaður hefði verið fundur um málið á föstudaginn og á honum jafnvel ákvörðun tekin í málinu. Enginn virðist nú vita um þennan fund svo VEST- FIRSKA kannaði málið aftur og hafði samband við Halldór Blöndal samgönguráðherra. "Það er ekkert á fjárlögum til þessara mála", sagði Halldór. "Málið er statt hjá okkur og við erum að athuga með allar ferjur í landinu. Það er nú ekki gott ef menn leggja það í vana sinn að kaupa skip sem ekki kemst að neinni bryggju og það er nátt- úrlega vegur inn Djúpið. Það er ekkert af þessu máli að frétta", sagði ráðherra. VESTFIRSKA benti ráð- herra á heimildarákvæði í fjár- lögum íslenska ríkisins fyrir 1992 (á bls. 245) þar sem segir: "Fjármálaráðherra er heimilt að semja við Hafnarsjóð ísafjarðar og hreppsnefnd Nauteyrar- hrepps um kostnaðarhlut ríkis- sjóðs við byggingu ferju- bryggja." Ráðherra spurði blaðamann hvort hann væri með heimildina nákvæmlega eins og þetta væri í fjárlögum og minnti að heimildin væri eitthvað óljós. Ekki var hann viss um að hann væri með fjár- lögin hjá sér. Loks fann hann sér eintak af fjárlögunum og fletti upp á heimildarákvæðinu á bls. 245 eftir ábendingu blaðsins og sagði svo: "Það eru engir peningar þarna og hvað heldur þú að Nauteyrarhreppur eigi mikla peninga? Þetta er ó- ljós heimild og ég hef ekki verið á neinum fundi um þetta mál með Vestfjarðaþingmönn- um." Smári Haraldsson, bæjar- stjóri á fsafirði, sagði í samtali við blaðið, að ísafjarðarkaup- staður teldi ekki hagkvæmt að byrja á ferjubryggju á fsafirði fyrr en hafist væri handa á Nauteyri. "Um leið og það liggur fyrir mun ekki standa á okkur að hefja framkvæmdir", sagði bæjarstjóri. Blaðið sló á þráðinn til Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra og spurði hann um feiju- bryggjur við Djúp. "Við eigum eftir að gera um þetta tillögur. Við sitjum ekki á þeim valda- stóli að við tökum endanlegar ákvarðanir í þessum efnum", sagði Helgi. "Bryggjumar verða liður á vegaáætlun eins og aðrir útgjaldaliðir ríkisins. Við munun gera tillögur til ráðherra og Alþingis um ráð- stöfun þeirra fjármuna eins og annarra fjármuna sem inn á vegaáætlun eru. Gerð þessara tillagna hefur ekki farið fram ennþá. Vegaáætlun stendur í heild sinni þannig að' sam- gönguráðherra og ríkisstjóm eru nú að fjalla um ramma hennar. Við höfum hugsað okkur að við skilum tillögum okkar í framhaldi af þeirri um- fjöllun og þá fyrir áramót. Að lokum taka samgönguráðherra og Alþingi að hluta ákvörðun í þessu máli", sagði vegamála- stjóri. Samkvæmt þessu eru ferju- bryggjur við ísafjarðardjúp enn að veltast í kerfinu milli Pflatusar og Heródusar og hver vísar á annan og ekkert gerist. VESTFIRSKA spyr því hvað þessir sex þingmenn sem sitja á Alþingi fyrir Vestfirðinga séu að aðhafast í þessum málum. Haft er eftir einum þeirra í BB í gær að róðurinn geti orðið þungur og málið hafi verið unnið innan stjómarliðsins. VESTFIRSKA getur ekki komið auga á að málefni bfla- ferjunnar Fagraness geti verið bitbein stjómarandstöðu og stjómarliðs og hvetur alla þingmenn Vestfjarða til að vinna að lausn þessa máls, hvaða flokki sem þeir annars tilheyra. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.