Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 05.11.1992, Blaðsíða 7
l\ mmm L 1 FRÉTTABLAÐH) 1 A\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\N Útvegum barnagæslu ef þess er óskað Losun herbergja eftir kl. 5 ó sunnudegi Miðsvæðis en samt: rólegu umhverti Þar sem börnin eru í fyrirrúmi Sigtúni 38 - Upplýsingar í síma 91 -689000 - Fax: 91 -680675 Lesendur: Föndurloftið auglýsir: Allt í jólaföndrið hjá okkur! Jóladúkar, svuntur og fleira komið aftur, ný munstur. Frauðhringir7 vattkúlur, hattar7 I bast, bönd og borðar og allt sem þarf í föndrið/ jafnvel áhöld/ lím og litir. Lítið inn og kynnð ykkur úrvalið. -- * Munið- að opið er á laugardögum I * frá kl. 1D til 1B. Föndurloftið/ Mjallargötu 5, sími 3659 og 3539. - Gisting og verslun - FM 97,9 Hlustandi FM 97,9 skrifar: Mig hefur oft langað til að hlusta á þátt sem er á sunnu- dögum kl. 11 og nefnist Dans- hornið, í umsjá Sveins O. Paulsson á FM 97,9 sem hóf göngu sína fyrir nokkrum vik- um. Úr því rættist núna sunnu- daginn 1. nóvember. Stjóm- andi þáttarins og ég þekkjumst dálítið, vegna þess að við höf- um unnið hjá sama fyrirtæki í mörg ár. Þess vegna finnst mér í lagi að gagnrýna hann svolítið ájákvæða vísu. Hann Svenni vinur minn hefur spilað dálítið af suður- amerískri tónlist í þáttum sín- um að undanfömu. Allavega þótist hann spila suður- ameríska tónlist í þeim þætti sem ég hlustaði á. En ég vil benda á, að ekki er til suður- amerísk samba ættuð frá Aust- ur-Evrópu, svo ég viti til, eins og kom fram hjá honum. Einnig vel ég benda honum Svenna á það, að öll suður- amerísk tónlist er ekki bara sungin og spiluð í Perú, heldur einnig um alla Suður- og Mið- Ameríku. Öll suður-amerísk tónlist er sungin á spænsku í Suður-Ameríku nema í Brasil- íu. I Brasilíu er samba þeirra tónlist og er hún sungin á portúgölsku. Mér fínnst allt í lagi að Svenni spilaði tónlist frá Suð- ur-Ameríku með enskri tungu ef hann segði hlustendum hvað lögin hétu á spænsku og hvaðan þau em komin, og þýddi síðan heiti laganna á íslensku. Þjóð- dans Perú er svo dansaður eftir suður-amerískri tónlist og sunginn á spænsku. P.S. Með þessum skrifum mínum vona ég að Svenni vandi sig næst þegar hann kynnir tónlist frá Suður- Ameríku. Þinn vinur, Össur. Kvöld eitt í fyrri viku var stór og föngulegur hópur kvenna í leikfimi á Silfurtorgi á ísafirði. Kváðust konurnar vera að hita sig upp fyrir gönguferð. íþróttakennararnir Guðríður Sigurðardóttir og Rannveig Pálsdóttir stjórnuðu hópnum. "Við erum með leikfimishóp kvenna á besta aldri og í tilefni göngudagsins ákváðum við að í stað leikfimistíma færum við út að ganga. Við fengum okkur svo þessa finu gönguferð inn Seljalandsveginn og inn að Brúarnesti og til baka aftur. Við vorum mjög margar og þegar við komum til baka tókum við teygjuæfingar á Austurvelli. Við fengum hið besta veður. Við göngum á sumrin en á veturna förum við inn í sal og förum í leikfimi", sagði Rannveig Pálsdóttir í samtali við VESTFIRSKA. -GHj. Fimmtudagur 5. nóvember 1992 Verð ó herberai fyrir sólarhringinn 4.900,- meö morgunmat me bö ormn a oeroi turir tvo Stór herbergi og stór rúm er só staóall sem Holiday Inn byggir ó. Við á Holiday Inn höfum því ákveðið að bjóSa "Fjölskyldupakka" um helgar í vetur, þar sem hjón geta komið með börnin og átt notalega helgi þar sem ýmislegt er á boðstólum s.s. frítt í sundlaugarnar í Laugardal, Húsdýragarðinn og skautasvelliS. En þessir staðir eru allir í næsta nágrenni við hótelið. Fjölskyldan getur nýtt sér allan sunnudaginn því þab þarf ekki að losa herbergið fyrr en síSdegis á sunnudegi í stað hádegis eins og tíðkast á hótelum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.