Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA 8 Fimmtudagur 26. nóvember 1992 ---------- j FR^TTABLAÐH) Bréf úr Reykjanesi I VESTFIRSKA um daginn var sagt frá heimsókn blaðsins í Grunnskólann í Reykjanesi. Nú hafa nemendur skólans skrifað biaðinu og þakkað fyrir komuna og birtum við bréf þeirra hér: m vav Aoiw'an a lojlcx Vl’ð J^kut ð íd JcJcur i Iieirnóókoi :kur. J 1 ^tSkÍLÖZ H<y\\ó Vestf/rska • \/i% áWWurrx ab ófindcK ujkur ttcx bnéP tll oh j^akto. heirasóKn ykkav ) (WvWcL RfcjkjOJJ&S L. rióvember. - tö °9 6PJ' hakha rjfW tyrv biaJi5 sm\ ^jpA Sð.b<\u5 okkur fyo£> váfóur götmvx jWtta btó- Ptó v/Æri <xr>«xjuleg‘ tS fá ykkur f hewóókn d \itW jóluruvn Þá Koma Kmkkarfvir öll jaVTiO^ btó Y^rW' leikrit , SlXTuý tó kdmuv jóla 5/6100 <Jví5 hóJckiAm ac5 Ira'O’O koíói ÓxV Granaavi'Jc^ öq ýmis óhnur SfCcrnt\~l atn'ði'.. öítur aK/Ca jjKKur snn og rurír WmQría SUeá tíess kraVWw 1 (X06S! . Nemendur Grunnskólans í Reykjanesi í teiknitima. Fíkniefnamál upplýst - neysla og dreifing efna á ísafirði og í Bolungarvík Á fimmtudag voru tveir menn handteknir á Isafirði í tengslum við fíkniefnamál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík og lögreglan á Isa- firði unnu að sameiginlega. Á sama tíma voru tveir menn teknir í Reykjavík og yfir- heyrðir þar. Á föstudag var svo einn til viðbótar tekinn höndum í tengslum við málið í Bolung- arvík í samvinnu við Bolung- arvíkurlögreglu. Á sunnudag var svo sjötti maðurinn tekinn fastur í Bolungarvík í sama máli. Það upplýstist í þessu máli að tveir menn höfðu komið hingað vestur til Isafjarðar og Bolungarvíkur um fyrri helgi í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Þeir sem handteknir voru hér vestra eru kaupendur efnanna og höfðu keypt nokkur grömm af amfetamíni. Lagt var hald á rúmlega 10 grömm af hassi í Reykjavík og var það pakki sem átti að fara vestur. Annar mannanna, sem handteknir voru í Reykjavík, var héðan að vestan og var að sækja pakkann suður. Hér vestra var lagt hald á tvö grömm af amfetamíni og tæki og tól til neyslu fíkniefna. -GHj. Sameining sveitarfélaga Nýjasta heilagsandahoppið Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður skrifar: 12% fækkun síðustu sex ár Sameining sveitarfélaga er ekkert nýtt mál. Frá því að ný sveitarstjórnarlög tóku gildi fyrir sex árum hefur sveitarfé- lögum fækkað urn 12% og það hefur gerst með sameiningu. Þá voru sveitarfélög í landinu alls 223 en eru nú 197. Þessi þróun er enn í gangi á grundvelli nú- verandi laga og að óbreyttu mun sveitarfélögum halda á- fram að fækka. Mest hefur fækkunin orðið á Vestfjörðum, en þar eru nú 24 sveitarfélög og hefur fækkað um átta. Á Suð- urlandi hefur fækkað um 5 sveitarfélög, fjögur á Norður- landi eystra og Austurlandi hvoru um sig, þrjú á Norður- landi vestra og tvö á Vestur- landi. Engin fækkun hefur hins vegar orðið í Reykjaneskjör- dæmi. Sameining sveitarfélaga er því engin ný uppfinning. I þeim efnum er löngu búið að finna upp hjólið. Nýleg lög um verkaskiptingu og tekjustofna Tilfærsla verkefna frá ríki til sveitarfélaga og tekjustofnar með er heldur engin ný bóla. Fyrir tæpum þremur árum tóku gildi ný lög um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og einnig ný lög um tekjustofna sveitarfélaga. Undirbúningur hafði staðið í nokkur ár í sam- ráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Sérstök verka- skiptinganefnd skilaði af sér á- litsgerð 1980, önnur nefnd skilaði skýrslu 1983 og tvær nefndir skiluðu skýrslu 1987, þar sem voru beinar tillögur um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og úttekt á fjár- málalegum áhrifum breyting- anna. I framhaldi af starfi síð- astnefndu nefndanna voru áðumefnd lög sett og eru þau í meginatriðum byggð á tillög- unum frá 1987. Verkefnatilflutningur og breyting á tekjustofnum sveit- arfélaga er því ekki heldur nein ný uppfinning, þvert á móti er nýlega búið að framkvæma slíka breytingu og menn eiga eftir að meta árangurinn af henni. Fámenni sveitarfélaga ekki hindrun fyrir nýjum verkefnum I skýrslu nefndar félags- Kristinn H. Gunnarsson. málaráðherra frá 1987, sem fjallaði um breytingar á verk- efnum sveitarfélaga, er bent á að sveitarfélög hafi mikla reynslu af samvinnu og þar segir orðrétt: „Sú samvinna hefur yfirleitt gengið vel þrátt fyrir mismun- andi íbúafjölda og fámenni margra sveitarfélaga. Ekki verður því séð, að fámenni sveitarfélaga sé sá Þrándur í Götu, að það komi í veg fyrir framkvæmd tiliagna nefndar- innar.“ Helstu baráttumálin í höfn og fámenn sveitarfé- lög geta veitt þá þjónustu sem krafist er Þá segir í skýrslu stjómar Sambands íslenskra sveitarfé- laga til XIV. landsþings sem haldið var í september 1990 eða fyrir tveimur árum: „Um ára- mótin 1989-1990 voru gerðar víðtækar breytingar á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga til verulegs hagræðis í stjóm- kerfinu. I kjölfar þeirra breyt- inga öðluðust gildi ný lög um tekjustofna sveitarfélaga með ákvæðum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem að flestra dómi getur skipt sköpum urn að gera minni sveitarfélögunum fjárhagslega kleift að sjá íbúum sínum fyrir þeirri þjónustu, er samfélagshættir nútíma þjóðfé- lags krefjast. Með þeim ár- angri, sem náðst hefur í þessum efnum, hafa helstu baráttumál sambandsins fyrir hönd sveit- arfélaga landsins komist í höfn.“ Það er hvorki meira né minna, breytingamar gera sveitarfélögunum kleift að veita þá þjónustu sem krafist er í dag og öll helstu baráttumál sveitarfélaga hafa komist í höfn, og sveitarfélögin geta leyst úr verkefnum sínum með samvinnu. Vantar rökin Með þessa forsögu málsins í huga er að mínu mati eðlilegt að efast um gildi þeirra full- yrðinga, sem nú er slegið fram, að stórfelldar sameiningar sveitarfélaga strax séu lífs- spursmál fyrir landsbyggðina og forsenda frekari verkefna- tilfærslu. Það vantar allan rökstuðning fyrir þeirri trúboðsherferð sem nú stendur yfir um sameiningu sveitarfélaga og í skýrslu sveitarfélaganefndar er vikið til hliðar ýmsum niðurstöðum sem samtök sveitarfélaga höfðu áður komist að og það nýlega. Eg tek því með varúð við þessu nýjasta heilagsanda- hoppi félagsmálaráðherrans og tel nauðsynlegt að rökræða forsendur að tillögugerð nefndarinnar og beina umræð- unni inn á annað spor. Þar þarf fyrst að gera upp reynsluna af síðustu breytingum og fjalla um efnið út frá því sjónarhorni að leita að leiðum sem styrkja samfellda byggð um landið. Fyrsta skrefið er að endurskoða alla stjómsýsluna, bæði ríkis og sveitarfélaga, markmið hennar og leiðir. I þeirri um- ræðu er sameining sveitarfé- laga ekkert tabú, en samein- ingin verður að vera afleiðing öflugrar byggðastefnu en getur ekki verið bjargráð lands- byggðarinnar ein og sér. Hvað ber að gera? Fyrsta skrefið til skaplegrar umræðu er að leggja til hliðar öll áform um lögþvingun og í stað þess að virða rétt íbúa hvers sveitarfélags til að ráða sinni framtíð. Til þess að ná því fram verður að slá af þau áform að keyra málið í gegn sveitar- félagamegin frá á tveimur mánuðum. Sá hraðakstur gerir ekkert annað en að spilla fyrir málinu. I næstu grein mun ég fara yfir tillögur nefndarinanr, leggja mat á þær og skýra af- stöðu mína. Kristinn H. Gunnarsson. Reiðhjólin í hús og notið endurskinsmerkin Lögreglan á ísafirði vill koma þeim skilaboðum til for- eldra að þeir brýni fyrir bömum sínum að vera ekki að renna sér á sleðum á götum bæjarins. Sérstaklega má nefna þar Bæj- arbrekkuna og Hallabrekkuna. Sagði lögreglan mikil brögð að þessu og renndu bömin sér mikið á plastpokum (mslapok- um). Einnig em tilmæli til for- eldra að þeir fylgist með að börn þeirra noti endurskins- merki og séu ekki að hjóla á götunum í myrkri og snjó. Reiðhjólin á að taka úr umferð og geyma inni í húsi á vetuma. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.