Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA jq Fimmtudagur 26. nóvember 1992 --- ------ ------------------------ --------- -----------\ FKt?TT4BLAÐH) L ■ Björn E. Hafberg: Hvers vegna leita hugsanir á saklaust fólk? Erum við ennþá hamingjusamasta þjóð í heimi? Á síðustu vikum hefur ríkt meiri spenna og óvissa í þjóðfélaginu en um langa hríð. Máttarstólpar samfélagsins hafa setið á fundum daglangt og nátt- langt, leitandi að úrræðum til að draga sauðsvarta alþýðuna út úr ógöngunum sem allt á að vera komið í. Og nú hafa herlegheitin venð opinberuð, og sitt sýnist hverjum. Ég ætla ekki að þreyta lesendur á því að gera grein fyrir öllu því sem á að breyta og, betrumbæta, aðrir eru færari um það. Ég ætla heldur að reyna að hughreysta þá sem eru daprir og sjá fram á léttari buddu og meira strit. Ég ætla að rifja upp fáein atriði úr nokkurra mánaða gamalli skýrslu sem staðfestir, að við erum þrátt fyrir allt svo gott sem hamingju- samasta þjóð í heimi, og það skiptir væntanlega meira máli en hærri skatt- ar og minni kaupmáttur. Og rétt er að undirstrika, að rannsóknin sem vitnað er til er aðeins fáeinna mánaða gömul og þykir bæði afar vísindaleg og á- reiðanleg. Það sem helst varpar þó skugga á þessar merkilegu rannsóknamiður- stöður, er að þeir sem við töldum mesta frændur vora, þ.e.a.s. Danir, hafa fast að því slegið okkur út. Og annað sem hlýtur að teljast fremur sárt, er að þeir virðast ekki lengur muna eftir okkur sem frændum, hver sem ástæðan kann að vera. Danir hafa sem sagt með aðeins 0,2 stiga mun rutt íslendingum úr sæti hamingjusömustu þjóðar heims, og nú tróna þessir fornu herrar okkar á toppnum, væntanlega ánægðir með sitt hlutskipti. Að vísu geta menn huggað sig við að hlutfallslega erum við hamingju- samastir allra þjóða, þó flestir Danir séu hlutfallslega mest hamingjusamir. Að þessari merkilegu niðurstöðu komst landskunnur talnaspekingur þegar hann hafði lagt saman meðalút- komu hamingjuspuminganna og deilt með fjöldanum. Það er hægt að reikna sig bæði til himnaríkis og helvítis Þessi snjalla reikningsregla kann að hljóma' nýstárleg í eyrum sumra. Ég læt liggja milli hluta hvort menn skilja þessa reglu almennt. Það skiptir ekíci meginmáli. því töframáttur reglunnar er ótvíræður. Ekki þarf að láta hugann reika langt aftur til að minnast þess, að oftar en ekki hafa ólíklegustu aðilar, gjaman svamir fjendur, hrósað happi að loknum kosningum, kjarasamning- um og álíka átökum, og allir telja sig hafa gengið með sigur af hólmi. Það er að segja, ef þeir hafa kunnað að nota deilingarregluna góðu, sem alltaf gef- ur góða útkomu ef rétt er að farið. Mér hefur orðið tíðrætt um þessa merkilegu reglu, eða töfraformúlu, sem með réttu ætti ekki að kallast annað en þjóðarhamingjureglan, vegna þess að í henni kann að felast skýringin á því hversu hamingjusöm við erum. í stuttu máli má segja, að takist mönnum sífellt að telja sér trú um að þeir séu ávallt að sigra, þá hlýtur slíkt að hjálpa mönnum til að vera hamingjusamir. Og þá er ég kannski kominn að kjarna málsins. Gætum við ekki, til að byrja með, sent til dæmis Einar Odd, Ásmund og fleiri forystukappa í fyrirlestraferð um ver- öldina til að kenna mönnum þessa kúnst og látið þá taka ærlegt gjald fyrir kennsluna? Síðan gætum við gengið skrefi lengra og tekið að okkur að verða alþjóðlegir sáttasemjarar og þannig skapað frið og ró í veröldinni. Einar Oddur og Ásmundur gætu stýrt námskeiðum til að þjálfa fleiri í kúnstinni. Landinn er undrandi á hamingju sinni En aftur að lífsgildakönnuninni. Flestir munu sammála um að þegar niðurstöður úr sambærilegri könnun voru birtar árið 1984 hafi það komið fólki hér á landi fullkomlega í opna skjöldu, að á íslandi bjó hamingju- samasta þjóð í heimi. Hver sá sem látið hefði út úr sér slíka tilgátu án þess að hafa á bak við sig stóra og viða- mikla vísindarannsókn hefði verið talinn fullkomlega brjálaður. Hvernig gátu menn ímyndað sér að fólk sem ekki gat fengið keyptan bjór, ekki gat legið á hvítum sólarströndum um helgar, og þurfti að strita myrkr- anna á milli til að eiga í sig að éta, gæti verið hamingjusamasta þjóð í heimi? Þrátt fyrir allt rausið og röflið voru menn feikilega hamingjusamir, en það þurfti vísindalega rannsókn til að segja fólki þessi tíðindi. Hverjum dettur svo í hug að máttur vísindanna sé ekki magnþrunginn? Eftir að hafa flett í gegnum þessa dásamlegu skýrslu með bros á vör, var mér heldur betur brugðið þegar kom að lokakaflanum þar sem fjallað var um hversu mikið traust fólk almennt bæri til landa sinna. Þar voru Islend- ingar á botninum. JafnveJ hjá hinum blóðheitu þjóðum Suður-Evrópu báru menn meira traust hver til annars en hinir upplýstu þegnar sögueyjunnar. Hjá nágrannaþjóðum okkar, þar sem þegnarnir eru langt frá því eins ham- ingjusamir og við, eru að jafnaði helmingi fleiri sem bera fullkomið traust til landa sinna. Þetta hlýtur að vera svo merkileg þverstæða, að félagsvísindarannsókn- armennimir mega hér ekki láta staðar numið, heldur verða að rannsaka hvort hlutfallslega hamingjusamasta þjóð í heimi standi daglega frammi fyrir því að trúa nánast ekki einu einasta orði sem samlandarnir láta út úr sér. Og sagði ekki Davíð t.d. að nú ætti að hlífa þeim lægstlaunuðu, og hverjar urðu svo efndirnar? Það á að hækka tekjuskattinn um 1,5% og sérfræðing- arnir hafa reiknað út að á næsta ári muni alþýðan hafa nærri 5% minna af peningum að spila úr en á þessu ári. Er kannski nokkuð að undra þó þjóðin eigi erfitt með að trúa því sem sagt er? Tekinn með hass Á miðvikudag handtók lög- reglan á Isafirði Bolvíking á Isafjarðarflugvelli, en maður- inn var að koma að sunnan með flugi. Maður þessi var með í fórum sínum lítils háttar af hassi til eigin neyslu. Mannin- um var sleppt eftir yfirheyrslur lögreglu. -GHj. Óveðurs- fyllirí Að sögn lögreglunnar á Isa- firði var margt skipa í Isafjarð- arhöfn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun vikunnar. Talið er að um 200 manns hafi verið á pöbbnum á mánudagskvöldið og mikil ölvun var í bænum. Allt gekk þó tiltölulega ró- lega fyrir sig og þurfti lögregla lítil sem engin afskipti að hafa af fólki, nema hvað aðstoða þurfti nokkra sjómenn við að finna skip sín í höfninni. -GHj. NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJOÐSOGUR Guðmundur Marinósson, Buxna-Sigga og söluskatturinn Guðmundur Marinósson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði og varabæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, vann lengi hér fyrr á árum á Skattstof- unni á ísafirði og sá um söluskattinn. Þótti Guðmundur nokkuð harður og óvæginn við þá sem reyndu að skjóta undan. Gengu sögur um dugnað Guðmundar í starfinu, bæði sannar og lognar. Til dæmis átti hann að hafa komið á Elliheimilið til að kynna sér prjónaskap elliærra gamalmenna, en heyrst hafði að sum þeirra seldu sjó- mönnum sokka og vettlinga. Einnig átti Guðmundur að vera að eltast við kellingar á sveitabæjum í Skutulsfirði vegna gruns um eggjasölu á heimili á Isafirði. Eitt sinn frétti Guðmundur að Sigríður Jónsdóttir, sem gekk undir nafninu Buxna-Sigga, saumaði og seldi buxur á ísfirska karlmenn og hefði töluverð umsvif í þeim efnum. Þarna þóttist hann hafa komist í feitt. Til þess að negla Siggu keypti Guðmundur sér efni í buxur í Kaupfélaginu og mætti hjá henni og bað hana sauma á sig buxur. Sigga var til í það og bað hann að sækja buxurnar á tilteknum degi. í fyllingu tímans fór Guðmundur svo að sækja á sig buxurnar. Sigga var þá tilbúin með forláta buxur á hann. Guðmundur spurði um verðið. „Ég er ekki vön að taka fyrir það þó ég saumi buxur á kunningja mína. Þú mátt eiga þær, Guðmundur minn“, svaraði Buxna-Sigga. -GHj. Aðventumessa í Hólskirkju á sunnudag - tónverkið „The Old Hundredth Psalm Tune“ verður flutt á íslensku Michael Arthur Jones, organisti í Hólskirkju, á æfingu fyrir aðventumessu Á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu, verður flutt í Hólskirkju í Bolungarvík tónverk fyrir orgel, hljómsveit og kór. Tónverkið verður síðan endurflutt á aðventukvöldi annan sunnudag í aðventu. VESTFIRSKA leit inn á æf- ingu í Hólskirkju á dögunum og hitti að máli Michael Arthur Jones, kennara við Tónlistar- skóla Bolungarvíkur og org- anista við Hólskirkju. „Mér datt í hug að reyna nokkuð mjög óvenjulegt", sagði Michael Arthur Jones í samtali við blaðið, „og einnig mjög erfitt. Það var að flytja tónverk eftir Vaughan Willi- ams. Það var samið fyrir kór, hljómsveit og orgel fyrir krýn- ingu Bretadrottningar 2. júní 1953 og var frumflutt þá. Text- inn er efir W. Kethe og var saminn 1560. Sigurður Ægis- son, sóknarprestur í Bolungar- vík, hefur þýtt hann á íslensku. Við höfum verið að æfa þetta verk hér og ætlum að flytja það fyrsta sunnudag í aðventu og einnig á aðventukvöldi. Trompetleikaramir eru fimm og em nemendur mínir í Tón- listarskóla Bolungarvíkur." Kirkjukór Hólskirkju syngur textann undir stjóm organista og blásturhljóðfæraleikamir em undir stjórn Jan Homan, kennara við Tónlistarskóla ísa- fjarðar. Messan verður kl. 14. og em Bolvíkingar og aðrir tónlistarunnendur hvattir til að fjölmenna. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.