Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 11

Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 11
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |^^^^^^^^^^^^^^^^^^FimmtudaguiM3Janúar^994 11 Ekki veiða það sem þú getur ekki drepið HÆTTULEGT SKOTMARK UNIVÉRSAL Dúndur mynd eins og þær gerast bestar með VAN DAMME, full af krafti og ótrulegum áhættuatriðum. rrrpT j T1T" [ / M { § 1 J M [ j Árshátíð hílstjóra Árshátíð allra bílstjóra verður haldin í Félagsheimil- inu Hnífsdal laugardaginn 15. janúar kl. 20.00, húsið opnar kl. 19.00. Matur, skemmtun og dansleikur, Margrét og BG leika fyrir dansi. Allir með ökuskírteini velkomnir og takið með ykkur gesti. Rúta að loknum dansleik. Miðapantanir í síma 7148 Bára og 4340 Sigga, á kvöld- in frá kl. 20 - 22 og á daginn í síma 7548. Látið vita um þátttöku fyrir mánudagskvöld 10. janúar. Húsið opnað fyrir almennan dansleik eftir kl. 23.00. Aldurstakmark 18 ár. Nefndin Aðalfundur Bl Aðalfundur Boltafélags ísafjarðar verð- ur haldinn þriðjudaginn 18. janúar 1994 í íþróttahúsinu Torfnesi kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin. Fimmtud. 20-1 Pöbbinn opinn Föstud. 20-03 Pöbb+diskó frítt til 12 Laugard. 20-24 Pöbbinn opinn Sunnud.-miðvikud. eins og vanalega 18 ár. 1 GULLNÁMAN Freistaðu gæfunnar í kössunum frá HHI í Sjallanum ílokkurinn Hagræðing hjá Rit hf. - 39 manns sagt upp störfum Þrjátíu og níu manns sem vinna í rækjuverksmiðju Rits hf. á Isafirði fengu uppsagnar- bréf nú um áramótin. Að sögn Halldórs Jónssonar hjá Rit er verið að fækka störfum hjá verksmiðjunni um 10 til 13 vegna þess að verið er að færa rækjupillunina frá húsi Niður- suðverksmiðjunnar sálugu yfir í húsnæði Rækjustöðvarinnar sálugu. Verður framvegis ein- ungis pillað á einum stað. Verður þessari hagræðingu lokið í lok þessa mánaðar. Flestir þeirra sem fengu upp- sagnarbréf verða endurráðnir og var einungis sagt upp fólki sem hefur mánaðar uppsagnar- frest eða styttra. I húsi Niður- suðuverksmiðjunnar verður fyrst um sinn einungis soðin niður rækja en í húsi Rækju- stöðvarinnar verður pillun, hreinsun, pökkun og frysting. Það liggur fyrir að um 10 ti 1 13 manns verða ekki endurráðnir. -GHj. SMÁ- AUGLÝSINGAR STÝRIMANNi VANTAR á Tjaldanes ÍS 522. Þorskanet á Breiða- firði. Tímabundið eða til frambúðar. S. 91- 15610 eða 985-22999. ÓSKA EFTIR Kvenna- fræðaranum eftir El- ínu Briem. Guðrún, s. 4811. SNJÓSLEÐI til sölu. Arctic Cat EXT1991. Nánari uppl. í s. 7316 eða 7554. FUNDARTÍMI OA- Samtakanna er á sunnudagsmorgnum kl. 11 í húsnæði Fram- sóknarflokksins við Hafnarstræti. OA á ísafirði. ÍBÚÐ TIL LEIGU. 2ja herb. íbúð til leigu á besta stað á eyrinni. Laus nú þegar. Á- hugasamir hringi í síma 4365. TIL SÖLU HRAÐFISKI- BÁTUR með króka- leyfi. 180 ha BMW vél, nýleg, 2 DNG, lóran og dýptarmælir, gúmmíbátur og vagn. S. 3181. TIL LEIGU stór 3ja herb. íbúð á annarri hæð í Aðalstræti 20. Laus nú þegar. S. 91- 678010. SÚ SEM TÓK í mis- gripum kuldaskóna mína en skildi eftir sína (2 númerum minni), á HSÍ í hádeg- inu á þriðjudaginn þann 4.1 er vinsam- iegast beðin um að hafa samband í s. 4031 svo að skipti geti farið fram. PENNAVIN Á ÍS- LANDI. Kona á góðum aldri (35-40 ára) óskar eftir pennavin á ís- landi, hún skrifar á ensku og finnsku. Nafn hennar er: Eeva Hyvönen, Puutarhatie 10 c 8, 81100 KONTI- OLAHTI, Finnland. ÁHÖFN RÚSSNESKA skipsins „Romb“ sem liggur í Bolungarvíkur- höfn óskar eftir að kaupa notaða bíla. GRÁSLEPPUNET til sölu. S. 95-13227. ER EINHVER sem vill selja ódýrt, t.d. þvotta- vél, ísskáp, sjónvarp og húsgögn s.s. sófa- sett, eldhússtóla o.fl. s. 3967 Józefa. SKÍÐI Til sölu eru skíði Atomic 140 cm. með bindingum og Kastle 165 cm. Upp- lýsingar gefur María s. 4669. TIL SÖLU Mercedes Benz 250 árg. 1977 og AMC Eagle árg. 1981. Vs. 3223 og hs. 4554.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.