Vestfirska fréttablaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 3
VESTFISKA
FRÉTTABLAÐIÐ
3
Vaxandi
atvinnu-
leysi á
ísafirði
Samkvæmt upplýs-
ingum sem fengust hjá
Ölmu Rósmundsdóttur á
bæjarskrifstofunum á
ísafirði voru 29 Isfirð-
ingar skráðir atvinnu-
lausir á þriðjudag, 21
karl og 8 konur. Elsti at-
vinnuleysinginn er
fæddur 1932 og sá yngsti
1976. Sagði Alrna að
alltaf væri nú að bætast
á skrána og vissi hún
ekki hvort um tíma-
bundið atvinnuleysi væri
að ræða eða langvarandi.
Þetta eru hæstu tölur um
atvinnuleysi á Isafirði
sem blaðið hefur fengið
uppgefnar á síðustu
árunt.
-GHj.
„Kiddi er enginn dóni“
Kristinn H. Gunnarsson með hattinn.
í tilefni af frétt í Vestfirska í byrjun desember, þar sem
birt var mynd af Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni,
og sagt frá því að hann hefði fengið sér hatt og frakka
og væri býsna líkur Jóni Baldvin í þeirri múnderingu, orti
Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
Kiddi brosir í kampinn glaður,
Kiddi er enginn dóni,
Kiddi, hann er heldri maður,
með hatt og frakka af Jóni.
-GHj.
80 fengu verðlaun í jólagetraun
Fyrir jólin fór fram á veg-
um lögreglunnar á Isafirði og
umferðarráðs umferðaget-
raun í 1. til 7. bekk grunn-
skólanna á Vestfjörðum.
Dregið var úr hundruðum
lausna á Þorláksmessu og
hlutu um 80 börn verðlaun.
A aðfangadag óku lögreglu-
menn verðlaunum, sem voru
bækur, til barnanna. Verð-
launin voru keypt fyrir fé
sem ýmis fyrirtæki á Isafirði
gáfu. Lögreglan vill þakka
þeim fyrirtækjum sem
studdu þetta verkefni og
einnig börnunum sem tóku
þátt í keppninni.
-GHj.
Jólagjafir
í óskilum
Á lögreglustöðinni er tveir
jólapakkar í óskilum. Þetta eru
tveir mjúkir pakkar sem fund-
ust í Mánagötu, gengt Hjálp-
ræðishershúsinu. Annar pakk-
inn er merktur „drengur 9 ára“
og hinn „drengur sex ára“.
Eigandi þessara síðbúnu jóla-
gjafa hefur eflaust saknað
þeirra og getur vitjað þeirra til
lögreglunnar.
-GHj.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og sonar,
Kristins Guðmundssonar,
Hafnargötu 7, Bolungarvík.
Minning hans er Ijós í lífi okkar.
Sigríður Þórarinsdóttir
Kristinn Þór Kristinsson Bára Guðmundsdóttir
Jóhann Kristinsson
Arnar Már Kristinsson
Áslaug Sigurðardóttir
Athugið!
Sundnámskeið sundfélagsins Vestra
hefjast mánudaginn 10. janúar 1994
Ungbarnasund:
12 tíma námskeið fyrir börn 3-12 mánaða ásamt foreldrum.
12 tíma framhaldsnámskeið fyrir börn og foreldra af fyrri námskeið-
um.
12 tímar 4.000 kr.
Aðlögun og leikir 1-2:
Námskeið fyrir byrjendur á aldinum 3-6 ára, aðlögun í vatni, leikur í
vatni, grunnkennsla í hreyfingum handa og fóta, lega og fleira. Köfun,
leikir og fleira.
Tvisvar í viku í sex vikur 3.500 kr.
Sundæfingar fyrir byrjendur:
Grunnþjálfun barna á aldrinum 6-12 ára, tveir aðskildir hópar.
Kennsla allra sundaðferða, grunnþolþjálfun, tæknivinna á öllum að-
ferðum. Undirbúningur fyrir keppnisþjálfun og grunnkennsla.
Tvisvar í viku í átta vikur 3.000 kr.
Þrisvar í viku f átta vikur 3.600 kr.
Innritun og allar frekari upplýsingar veittar í síma 5269 (Óli Þór).
Sundféiagið Vestri
*
6 MILLJONIR ÓSKIPTAR Á EINNMIÐA 12. JANÚAR
UMBOÐ A VESTFJORÐU
Hæsti vinningurinn í hverjum mánuði leggst við
pann hæsta í næsta mánuði efhann gengur ekki lít.
Þannig hleðst spennan upp koll afkolli par til
sá heppni hreppir pann stóra... þú?
jæk-
■UTI
Tnjggðu þér möguleika
... fyrir lífið sjálft
KRÓKSFJARÐARNES:
Halldór D. Gunnarsson,
sími 93-47759
PATREKSFJÖRÐUR:
Gestur I. Jóhannesson,
Þórsgötu 4, sími 94-1356
TÁLKNAFJÖRÐUR:
Jónína Haraldsdóttir,
Esso-Nesti, sími 94-2599
BÍLDUDALUR:
Bryndís Björnsdóttir,
Brekkustíg 3, sími 94-2123
PINGEYRI:
Guðrún Bjarnadóttir,
Vallargötu 12, sími 94-8393
FLATEYRI:
Ágústa Guðmundsdóttir,
Bókaverslun Jóns Eyjólfssonar,
Hafnarstræti 3, sími 94-7697
SUÐUREYRI:
Söluskáli Esso,
Rómarstíg 10, sími 94-6262
BOLUNGARVÍK:
Gunnhildur Halldórsdóttir,
Holtabrún 15, sími 94-7160
ÍSAFJÖRÐUR:
Myndás,
Aðalstræti 33, sími 94-4561
SÚÐAVÍK:
Salbjörg Olga Þorbergsdóttir,
Aðalgötu 56, sími 94-4929
SNÆFJALLASTRÖND:
Engilbert Ingvarsson,
Tyrðilsmýri, sími 95-13213
ÁRNESHREPPUR:
Pálína Þórólfsdóttir,
Finnbogastöðum, sími 95-14038
DRANGSNES:
Guðmundur B. Magnússon,
Kviabala 3, sími 95-13220
HÓLMAVÍK:
Jóhann Björn Arngrímsson
Höfðagötu 1, sími 95-13185
BITRUFJÖRÐUR:
Agla Ögmundsdóttir,
Bræðra-Brekku, sími 95-13354
BORÐEYRI:
Pálmi Sæmundsson, ||
sími 95-11123
EIN A STORHAPPDRÆTTIÐ
I SEM HÆSTI VIN NIN G U RI
GENGUR ÖRUGGLEGA ÚT.
Verð miða er aðeins 600 kr.
Utmlúsinvar um næsta umhnðsmann í síma 91-22150 nv 25150