Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Side 2
Fimmtudagur 28. apríl 1994
VESTFffiSKA
J FRÉTTABLAÐIÐ
Húsmæðraskólinn Ósk ■
vandræðabarnið eða hvað?
Vegna þeirrar umræðu sem
á sér stað á Isafirði þessa dag-
ana um stöðu Húsmæðraskól-
ans og framtíð vill undirrituð
koma á framfæri þeim óskum
og tilmælum til ráðamanna að
athuga vel þá sögu og þá hefð
sem liggur að baki Húsmæðra-
skólanum.
Verður hér rakin í örstuttu
máli þróun skólans og þau af-
not sem hinir ýmsu skólar og
félög hafa haft af húsnæði hans
á Austurveginum í gegnum
árin.
Þróun húsmæðraskólans
á ísafirði
Húsmæðraskólinn Osk á sér
langa og merkilega sögu.
Um stofnun húsmæðraskóla
á Isafirði var fyrst rætt af alvöru
á fundi hjá Kvenfélaginu Ósk
þann 15. mars 1911 og sendu
þá konur áskomn til Alþingis
um stofnun og viðhald hús-
mæðraskólans en jafnframt
skoraði Kvenfélagið Ósk á
bæjarstjórn kaupstaðarins að
beita sér fyrir þessu máli.
Húsmæðraskólinn var svo
settur á stofn 1. okt. 1912 og
starfræktur ýmist í 8 til 9 mán-
uði fram á áttunda áratuginn.
Fyrsta forstöðukonan var frk.
Fjóla Stefáns frá Grásíðu í
Kelduhverfi. Skólinn eignaðist
loks sitt eigið húsnæði við
Austurveg sem vígt var þann 5.
okt. 1948 en hafði fram að þeim
tíma verið starfræktur á ýmsum
stöðum. Sama ár tók frú Þor-
björg Bjarnadóttir frá Vigur að
sér forstöðu skólans og gegndi
því starfi í hartnær fjóra áratugi.
Vegna nemendafæðar og
breyttra þjóðfélagshátta var
skólinn á árunum 1975-1983
rekinn í námskeiðaformi fyrir
áramót en fimm mánaða hús-
stjórnarnám var eftir áramótin.
Eftir það var einungis um ýmiss
konar námskeið að ræða fyrir
fullorðna og voru þau flest vel
sótt. En árið 1990 var gert
samkomulag um heimilis-
fræðinám á Isafirði milli ísa-
fjarðarkaupstaðar og mennta-
málaráðuneytisins þar sem
Húsmæðraskólinn Ösk yrði
sameinaður Menntaskólanum
á Isafirði sem nú heitir Fram-
haldsskóli Vestfjarða.
Þannig má sjá að skólinn
hefur skipað fastan sess í ís-
firsku bæjarlífi um langan ald-
ur.
Grunnskólinn á ísafirði
Með sameiningu Barnaskól-
ans og Gagnfræðaskólans í
einn grunnskóla árið 1985 var
gert ráð fyrir því að Grunn-
skólinn á Isafirði fengi umtals-
verð afnot af Húsmæðraskól-
anum og myndi þá með báðum
tengibyggingunum uppfylla
nokkurn veginn þau norm sem
gerð eru varðandi húsrými
miðað við nemendafjölda.
Með nýju grunnskólalögun-
um 1991 er stefnt að því að
grunnskólar verði einsetnir og
að nemendur eigi kost á máls-
verði á skólatíma en það kallar
á meira rými.
Tónlistarskólinn
Tónlistarskólinn hefur haft
afnot af stórum hluta Hús-
mæðraskólans frá árinu 1986
sem bráðabirgðahúsnæði. Um
svipað leyti hafði bærinn gert
samning við Tónlistarfélagið
um byggingu Tónlistarhúss á
Torfnesi þar sem bærinn ætlaði
Jónína Ó. Einarsdóttir.
að borga helming á móti Tón-
listarfélaginu. Stefnt var að því
húsið yrði tekið í notkun
haustið 1994 en nú er einungis
búið að steypa plötuna.
Kvenfélagið Osk
Eins og komið hefur fram
voru það konurnar í Kvenfé-
laginu Ósk sem knúðu á um
byggingu Húsmæðraskólans
og hafa þær síðan haft veg og
vanda af skólahúsnæðinu.
Húsið sjálft hefur ákveðið
menningargildi og þar sem
Kvenfélagið hefur verið ná-
tengt rekstri þess og gæslu hafa
þær um árabil getað haft þar
aðstöðu til fundahalda og ann-
arra starfa. Tveir fulltrúar frá
Kvenfélaginu Ósk hafa alltaf
verið í skólanefnd.
Ríkið/Bærinn
Eignarhlutfall og rekstur
Húsmæðraskólans er 3/4 ríkið
en 1/4 bærinn. A fyrstu árum
skólans sá Kvenfélagið Ósk um
rekstur hans en með lögum um
húsmæðrafræðslu 1946 tekur
ríkið við rekstri skólans og
skiptust þá greiðslur milli ríkis
og bæjar samkvæmt lögunum
eins og áður var getið.
Framhaldsskóli/
fullorðinsfræðsla
I nýju framhaldskólalögun-
um sem eru enn á borði
menntamálaráðherra verður
lögð meiri áhersla á list- og
verkgreinar en verið hefur.
Nauðsynlegt er því fyrir kenn-
ara að fá góða aðstöðu og að-
búnað til að geta sinnt þeirri
kennslu með sóma.
Með vaxandi atvinnuleysi
þarf að huga að fjölbreyttari
námstilboðum með stuttum en
hagnýtum námsbrautum
þannig að sem flestir geti
stundað nám við hæfi. Með
sameiningu sveitarfélaganna
og Vestfjarðagöngum opnast
möguleikar fyrir nágranna-
byggðirnar að nýta sér þau
námskeið sem yrðu í boði.
Hægt væri því að nýta skóla-
húsnæðið fyrir fullorðins-
fræðslu þannig að bæjarbúar
sem og nágrannar fengju afnot
af skólanum eftir að skóla/
vinnudegi lýkur. Það ætti því að
verða okkur metnaðarmál að
halda Húsmæðraskólanum við
og nýta hann sem best sem
verkmenntahús.
Horft til framtíðar
Ljóst er af þessari upptaln-
ingu að skólinn hefur verið vel
nýttur þó að eiginleg hús-
mæðrakennsla sé aflögð. Tvö
góð kennslueldhús eru í skól-
anum, svo góð að þeir sem
sinna heimilisfræðikennslu og
annarri kennslu sem lýtur að
hússtjóm og eldamennsku víða
um land hafa öfundast yfir að-
stöðunni.
Grunnskólinn á ísafirði
hefur haft afnot af honum til að
sinna lögboðinni skyldunáms-
grein, heimilisfræði, og nýtir
vel þá aðstöðu. Einnig hefur
hluti húsnæðisins verið nýttur
sem leirvinnustofa þar sem
nemendur Grunnskólans hafa
fengið aðstöðu til að nema
leirmunagerð. Sömuleiðis hafa
grunnskólanemendur nýtt vef-
stofuna á undanförnum árum.
Þessi sérstaða Grunnskólans að
geta boðið upp á aðstöðu fyrir
kennslu í vefnaði og vinnu með
leir fyrir nemendur er hreint
frábær. Nemendur sem ein-
hverra hluta vegna hefur ekki
gengið vel íbóknámi njóta þess
virkilega að vinna með hönd-
unum og öll verkleg kennsla
fellur þeim betur. Þau skilja
betur orsök og afleiðingu, þ.e.
með höndunum skapa þau og
búa til sín listaverk.
Framhaldsskólinn á Vest-
fjörðum hefur nýtt hann fyrir
nám á hússtjómarbraut auk
þess sem ýmis námskeið hafa
verið haldin þarna. Nú stendur
fyrir dyrum að auka fjölbreytni
í Framhaldsskólanum þar sem
boðið verður upp á matar-
tækninám næsta haust og þá
þarf gott kennslueldhús.
Niðurstaða
Þær sögusagnir eru á kreiki
að ríkið vilji afhenda bænum
Húsmæðraskólann til afnota
fyrir skólahald. Einhverjar
raddir eru síðan í þessu fram-
haldi að bjóða Tónlistarskólan-
um húsnæðið.
Mín niðurstaða er sú að
Grunnskólanum beri að fá þetta
hús undir verk- og listgreinar.
Þegar skólarnir voru samein-
aðir í grunnskóla var alltaf ver-
ið að tala um það að Grunn-
skólinn fengi Húsmæðra-
skólann sem verkmenntahús.
Það eru til teikningar sem
bornar voru undir kennara á
sínum tíma til að skoða og
gagnrýna, þannig að hægt væri
að nýta vel húsnæðið þegar til
þess kæmi. Það þarf því að
huga vel að þessum málum,
betur en svo að hægt sé að hafa
skiptimyntarbrask með skól-
ana. Því skóli er ekki bara hús-
næði, innan hans er fjöldinn
allur af fólki, fólki sem hefur
áhuga og metnað til að gera
góða hluti og gerir góða hluti
enn betur ef skilningur skóla-
og bæjaryfirvalda er fyrir
hendi.
Áætlað er að grunnskólar
fari undir bæjar- og sveitarfé-
lög 1. ágúst 1995 og þó svo að
það geti hugsanlega dregist þá
myndi einn og sami aðilinn þ.e.
bærinn sjá um rekstur þessara
skóla í framtíðinni.
Það er tími til kominn að
námsgreinar eins og heimilis-
fræði og handmennt fái þann
sess og þá virðingu sem þeim
ber í skólakerfinu. ísfirðingar
ættu að sýna þá framsýni að
vilja veg list- og verkmenntun-
ar sem bestan. Gerum Hús-
mæðraskólann að góðu og vel-
búnu verkmenntahúsi.
Jónína Ó. Emilsdóttir,
kennari
Fossavatns-
göngunni frestað
Fossavatnsgöngunni á skíðum sem vera átti laug-
ardaginn 30. apríl hefur verið frestað um óákveðinn
tíma vegna erfiðra aðstæðna á gönguleiðinni.
Á106 km hraða
Námskeið á Isa-
firði um slysa-
varnir barna
um Oshlíð
Að kvöldi sumardagsins fyrsta var ökumaður tekinn
á 106 km hraða á Óshlíðavegi þar sem leyfður er 70
km hámarkshraði. Sagði lögregla þetta alveg ótækt
að haga sér svona og aka hátt í 40 km yfir hámarks-
hraðann. Auk þess voru akstursskilyrðin slæm, sól-
skin hafði verið um daginn og voru klakablettir hér og
þar á veginum. Ökumaðurinn fær veglega sekt.
-GHj.
Námskeið í slysavömum
bama verður haldið í Sigurðar-
búð á Isafirði laugardaginn 7.
maí ef næg þátttaka verður.
Námskeiðið er ætlað öllum
þeim sem vilja starfa að slysa-
vörnum barna.
Efni meðal annars: Þroski
bama og geta, hjólreiðar
barna.
Námskeiðsgjald er kr. 1500.
Innifalin er kennslumappa.
Nánari upplýsingar og
skráning í síma 94-3505 og í
síma 91-627000.
Dýrt ómerkingsvottorð Undirritaður vill taka fram vegna greinar Indriða á Skjaldfönn í síðasta blaði sem ber yfirskriftina „Blaðamaður í vorverkum", að hann mun ekki svara greininni, enda mun greinarhöfundur hafa, samkvæmt eigin sögn í greininni, „vottorð" upp á vasann frá Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sé ómerkur a.m.k. sumra skrifa sinna. Því er ekki orðum eyðandi á hann til svara við umræddri ritsmíð. Fram kom í grein Indriða að „vottorðið“ hafi kostað hann sex hundruð þúsund krónur (án vsk) og þótti honum það ekki dýrt, þótt hins vegar flestum þyki slíkt nokkuð dýru verði keypt. P.S. Á það skal bent, að samkvæmt lögum á að færa ómerkinga, sem koma af Fjalli, til næsta sláturhúss til slátrunar og andvirði þeirra renna í viðkomandi sveitarsjóð. Aður voru ómerkingar boðnir upp á lögskilaréttum og seldir hæstbjóðanda. Fyrr á tíð áttu kirkjur einnig rétt á ómerkingum. Eins og áður sagði er þeim nú slátrað og er það gert vegna smithættu og ekki talið ráðlegt að setja þá á. -GHj.
Engar kvartanir útaf dimission á ísafirði Dimission nemenda Framhaldsskóla Vest- fjarða á Isafirði var á föstudaginn og óku þeir um götur bæjarins í hey- vagni Jens í Kaldalóni, bónda á Kirkjubæ í Skutulsfirði. Traktor dró heyvagninn og byrjaði dimission kl. 7.45 sem er nokkuð góður tfmi til þess að rífa fólk upp úr fasta svefni. Að sögn lögreglu ber þess að geta sem vel er gert og vildi hún taka fram að engar kvartanir hefðu borist vegna nemendanna og hefði engin afskipti þurft að hafa af þeim vegna ölvunar eða óláta. Allt fór mjög vel fram og var til fyrirmyndar að sögn lögreglu. -GHj. 1& SÝSLUMAÐURINN liil Á ÍSAFIRÐI
ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 28. maí 1994 er hafin hjá sýslumanninum á ísafirði og hreppstjórum í umdæminu samkvæmt XI. kafla laga nr. 80/1987 með síðari breytingum, samanber 12. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986. Fyrst um sinn verður kosið á skrif- stofutíma embættisins, mánudaga til föstudaga kl. 10 til 15. Laugardag 14., sunnudag 15., laugardag 21. og mánu- dag 23. maí (annan hvítasunnudag) verður kosið kl. 10 til 16. Hvítasunnu- dag, 22. maí, verður unnt að kjósa frá kl. 15 til 17 og kjördag 28. maí 1994 frá kl. 10 til 18. Kjósandi, sem vill greiða atkvæði utan kjörfundar, skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Sýslumaðurinn á ísafirði, 12. apríl 1994. Ólafur Helgi Kjartansson