Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Síða 3

Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Síða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ J- Fimmtudagur 28. apríl 1994 3 PÖNNUKÖKUGANGA í HNÍFSDALNUM Síðastliðinn sunnudag fór fram svokölluð Pönnuköku- ganga í Hnífsdal. Þar er um að ræða eins konar skíðaskokk fyrir almenning sem nokkrar konur sem tilheyra óformlegu Vetrarvinafélagi í Hnífsdal áttu frumkvæði að fyrir nokkrum árum, svona til að hressa upp á sálarlífið. Ganga þessi virðist heldur betur vera að festast í sessi sem árlegur viðburður. Valinn er tími síðla vetrar með tilliti til veðurs og baka konur í Dalnum kynstrin öll af pönnukökum af þessu tilefni. A sunnudaginn var gengið bæði á skfðum og á tveim jafnfljótum og meira að segja hjólað frá Bakkavegi og inn að stórum steini innst í dalnum sem kallaður er Aðal- steinn. Sumir fóru þó ekki alla leið heldur áðu í bæjartóftum gamla Hnífsdalsbæjarins í Fremri-Hnífsdal. Þar var sleg- ið upp pönnukökuveislu mikilli fyrir göngufólkið. Ríflega hundrað manns tóku þátt í göngunni á sunnudaginn og var kátt á hjalla í Hnífsdalnum í glampandi sól og hita. Meira að segja var dregið fram dragspil og haldið uppi fjöldasöng við harmoníkuundirleik og teknar léttar æfingar í leiðinni undir stjórn Rannýar Páls. Ekki er laust við að þátt- takendur í göngunni á sunnu- daginn séu strax farnir að bíða eftir Pönnukökugöngunni á næsta ári. -hk. Frændsystkinin Auðunn og Auður fóru í gönguna á sleða og snjóþotu og eru þarna við endastöð göngufólks þar sem stór borði bauð fólk velkomið á Aðalstein. Hjálmar bóndi á Hrauni með tvo þátttakendur af yngstu kynslóðinni í eftirdragi á vélsleða. •Vk. ■> V ' ' s": . ,, •'X-.V '■ >J '•V N v -V - V \ - Ranný Páls og Bjössi Helga fengu fólk til að gera hinar ýmsu kúnstir við harmóniku- undirleik. Það var Ijúft að njóta kyrrðar og útiveru í glampandi sól og góðu veðri í Hnífsdalnum á sunnudaginn. Það var ekki amalegt að tylla sér niður á Aðalstein í sólskininu. Spilað var á nikku fyrir göngufólkið við góðar undirtektir. Þarna voru pönnukökur, kaffi og djús eins og hver gat í sig látið. Köttur sóttur upp í rafmagns- staur I hádeginu á laugardag barst lögreglu á ísafirði til- kynning um kött í sjálf- heldu uppi í staur við Hjallaveg. Þegar lögregla kom á vettvang korn í Ijós að raflínur voru undir straum í staurnum og ekki reyndist unnt að fara upp í hann eftir kettinum. Haft var samband við Orkubú Vesttjarða og komu starfs- menn þess á vettvang, tóku rafmagnið af og sóttu kött- inn upp í staurinn. -GHj.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.