Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Síða 5

Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Síða 5
VESTFIRSKA Fimmtudagur 28. apríl 1994 FRÉTTABLAÐIÐ |______________________________1___________ 5 Við sjávarsíðuna Mok í karfanum á Reykjaneshrygg / síðustu viku var hér í Vestfirska fréttablaðinu mynd af 40 tonna hali sem Júlíus Geirmundsson fékk á dögunum á Reykjaneshrygg. Nú fyrir helgina kom Jón Oddsson stýri- maður með myndir til blaðsins sem Steingrímur Einarsson hafði tekið í þessum sama túr. Á þeim getur að líta mun stærra hal, eða hvorki meira né minna en 50 tonn af karfa sem köllunum á Júlíusi tókst að innbyrða. Á neðri myndinni sést hvar pokinn er opnaður og karfinn látinn gossa ofan í fiskmóttöku. Fjöldi togara hefur verið á þessum slóðum að undanförnu og hafa þeir verið í nær látlausri mokveiði. Rúm 60 tonn af Djúprækju í vikunni á land á ísafirði Þrettán rækjubátar sem stunda veiðar í Isafjarðardjúpi lönduðu 60,2 tonnum úr 48 sjóferðum á Isafirði í síðustu viku. Hæst var Kolbrún með 7,9 tonn í fimm sjóferðum, næstur var Halidór Sigurðsson með 7,3 tonn í fjórum sjóferð- um og þriðja var Bára með 7,0 tonn í fimm sjóferðum. Þessar upplýsingar fengust á Hafnar- voginni á Isafirði á mánudag. Guðbjartur með 40 tonn Togarinn Guðbjartur kom inn til ísafjarðar á sunnudaginn og landaði 40 tonnum af karfa á mánudaginn. Skipið var átta daga á veiðurn og byrjaði á grálúðuslóð á Torginu og end- aði í karfanum á Eldeyjar- banka. Skipstjóri á Guðbjarti í þessari veiðiferð var Hörður Guðbjartsson. Dapurt hjá Orra Það var dapurt hjá línuskip- inu Orra í síðustu viku og fékk skipið 22 tonn í fjórum sjó- ferðum. Oni missti úr einn róður vegna smávægilegrar vélarbilunar og var 17 tima á reki á landleiðinni á föstudag- inn. Skipstjóri á Orra er Sveinn Pálsson. Stefnir landaði 50 tonnum Togarinn Stefnir kom inn til Isafjarðar á iaugardaginn og landaði 50 tonnum af grálúðu á mánudag eftir fjögurra daga veiðiferð á Torginu. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Grétar Kristjánsson. Gyllir með 4,2 tonn og rifið troll Rækjuskipið Gyllir kom inn til ísafjarðar á föstudaginn með rifið rækjutroilið og land- aði 4,2 tonnum af úthafsrækju í leiðinni. Gert var við trollið á hafnarkantinum og fór skipið strax út aftur og viðgerð var lokið. Skipið hafði einungis verið að veiðum í einn dag í Kantinum norður af Horni þegar troilið rifnaði. Bergur VE landaði 28 tonn- um af úthafsrækju hjá Bása- felli á Isafirði á mánudag. Al- bert GK var að útbúa á úthafsrækjuna í Isafjarðarhöfn á mánudaginn og mun hann landa hjá Bakka í Hnífsdal. Rækju- og bolfisk- afli í Víkinni Fjórtán línubátar lönduðu 93,5 tonnum úr 52 róðrum í síðustu viku í Bolungarvík. Flosi var hæstur með 18,7 í fimm róðrum og næstur var Jakob Valgeir með 17,6 tonn í fimm róðrum. Einn dragnótarbátur, Páll Helgi, landaði 4,8 tonnum úr fjórum róðrum. Níu rækjubátar sem stunda veiðar í Djúpinu lönduðu 43,2 tonnum úr 36 sjóferðum. Hæst var Hafrún II með 8,7 í fimm sjóferðum og næstur var Arni Ola með 6,2 í íjórum róðrum. Einn bátur, Ásdfs, er byrjaður á handfærunt og fékk eitt tonn í fjórum sjóferðum. Þessar uppiýsingar fengust hjá Hafnarvoginni í Bolungar- vík á mánudaginn. Afspyrnuléleg línuvertíð Línubáturinn Flosi í Bolung- arvík hafði í lok síðustu viku fengið alls 228,9 tonn í 58 róðrum síðan á áramótum. Af þessu má sjá hve léleg línuver- tíðin við Vestfirði hefur verið í vetur því þetta er álfka magn og þótti gott í marsmánuði einum hér áður fyrr. Ekki var óalgengt að bátar færu yfir 200 tonn af steinbft í mars. Dagrún með 60 tonn Togarinn Dagrún landaði 60 tonnum í Bolungarvík á mánu- dag. Aflinn var grálúða sem fékkst í fimm daga veiðiferð á Torginu vestur af Látrabjargi. Skipstjóri á Dagrúnu í þessurn túr var Víðir Jónsson. „Einn lélegasti túrsemégheffar- iðogfiskaégþó aldrei neitt", segir skipstjérinn á Heiðrúnu „Við erunr að koma að Barð- anum á heimleið af miðunum fyrir sunnan land og það er al- veg renniblíða hér fyrir Vest- firðina", sagði Jón Eggert Sig- urgeirsson skipstjóri á togskipinu Heiðrúnu frá Bol- ungarvík í samtali við blaðið laust fyrir hádegi á þriðjudag- inn. „Þetta er einn lélegasti túr sem ég hef farið og fiska ég þó aldrei neitt. Við erum nieð 25 tonn og vorum fyrir sunnan land. Þar er enginn fiskur. Þetta er karfi, 14 stórlúður, ýsa og 3- 4 tonn af þorski. Þetta er bara bland. Það er vika síðan við fórum frá Reykjavík á veiðar. Við höfum ekki komið heim til Boiungarvíkur í þrjár vikur. Við erunr búnir að landa tvisvar í Reykjavík og við hlökkum til að koma heim“, sagði Jón Eggert. Páll Pálsson iand- aði 50 tonnum Páll Pálsson kom inn til ísa- fjarðar á mánudag og landaði 50 tonnum af gráiúðu eftir sex daga veiðiferð á Torginu. Skipstjóri á Páli í þessari veiðiferð var Kristján Jóakimsson. Bessi landaði 100 tonnum Togarinn Bessi kont inn til Súðavíkur á sumardaginn fyrsta með 100 tonn, uppistað- an grálúða og slatti af karfa, sem skipið fékk í átta daga veiðferð á Torginu. Skipstjóri var Jói Sím. 75 tonn af rækju á land í Súðavík - og nóg aö gera Þrír rækjubátar sem stunda veiðar f Djúpinu lönduðu 22,6 tonnum af innfjarðarrækju f Súðavík úr 14 sjóferðum í síð- ustu viku. Hæstur var Valur með 9 tonn í fimm sjóferðum. Kofri landaði 22 tonnum af úthafsrækju í Súðavík á mánu- daginn eftir vikuna norður í Kanti og Haffari landaði 30 tonnum af úthafsrækju á þriðjudag eftir vikuna á sama stað. Að sögn Steins Inga Kjart- anssonar hjá Frosta hf. hefur verið nóg að gera í rækju- vinnslunni í Súðavík í vetur og hefur verið unnið á vöktum. Gegnumgangandi er unnið 18 tíma á sólarhring við rækjuna. Góður línuafli á Norðurfirði Góður afli var í síðustu viku hjá línubátunum tveimur, Stekkjarnesi og Sigurósk, sem róa frá Norðurfirði á Ströndum. Fengu bátarnir allt upp í tvö hundruð kíló á balann og þar yfir, að sögn Guðnrundar á Munaðarnesi. Róa bátarnir með 16 til 20 bala og hæsti róðurinn var 3,3 tonn hjá Sig- urósk. Algengur afli er um 100 kg á balann. Aflinn er aðallega stór og fallegur þorskur. Guðmundur Pét- urs fékk 17 tonn í basltúr Rækjuskipið Guðmundur Péturs landaði 17 tonnum af úthafsrækju á ísafirði á þriðju- dag eftir sex daga útiveru. Skipið var einungis fjóra daga við veiðar og að sögn Pálma Stefánssonar skipstjóra var þetta basltúr vegna þess að trollið rifnaði illa. Voru menn við viðgerðir á trollinu á þriðjudag. Sagði Pálmi besta veður hafa verið allan túrinn en þeir hefðu verið að veiðum á svokölluðum Ostahrygg um 100 sjóm. norður af Skaga. Rækjan, sem er falleg og um 140 stykki í kílóið, fór til vinnslu í Básafelli hf. Hálfdán kominn úr fyrsta frystitúr vorsins Togarinn Hálfdán í Búð kom inn til Isafjarðar í fyrr- inótt úr fyrsta frystitúrnum á vorinu ineð 66 tonn af frystri grálúðu að aflaverðmæti 14,8 milljónir króna eftir 12 daga útivist. Skipið var að veiðum fyrir austan land og aflinn var 87 tonn upp úr sjó. Skipstjóri á Hálfdáni er Skarphéðinn Gíslason. Framnesið með rækju af Dohrn- banka Framnesið kom inn til Isa- fjarðar á þriðjudagsmorgun eftir liðlega viku útivist. Aflinn var 32,5 tonn af rækju sem fékkst á Dohrnbanka, þar af voru 7,5 tonn fryst um borð. Skipstjóri í túrnum var Sigþór Valdimar Elíasson. UMSJON MEÐ SJÁVARSÍÐU: GHj. VIDEO So I married an axe murderer Hvað er eiginlega að Charlie Mackenzie? Hvers vegna er hann svona hrapallega óhepp- inn í ástum? Charlie (Mike Myers) hefur átt í gífurlegum erfiðleikum með að finna hina full- komnu ástkonu, en svo ætlar hann að giftast Harriet (Nancy Travis). Hvað ætli sé skelfileg- asta leyndarmál hennar? Gæti hún til dæmis verið axarmorðingi. I stað þess að óttast að lenda í hnappheldunni ævilangt, óttast Charlie nú að verða hakkaður í spað. Benny & Joon Ef þú hefur kunnað að meta Edda klippikrumlu, þá eru Benny og Joon að þínu skapi... Þrír af hæfileikaríkustu og vinsælustu leikurunum af yngri kynslóðinni leika aðalhlutverkin, Johnny Depp („Eddi klippi- krumla)", Mary Stuart Masterson („Steiktir grænir tómatar") og Aidan Quinn („Desperately Seeking Susan“). Kúnstug og „rörende“ rómantísk kómedía. „Sui- table only for persons of 15 years and over...“ IR VÍDEÓ S 4299 Opið alla daga frá 16 til 19 og 20 tll 23:30. )

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.