Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Qupperneq 7

Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Qupperneq 7
VESTFIRSKA Fimmtudagur 28. apríl 1994 | FBFTTABLAÐIÐ KFÍ á raunhæfa möguleika á sigri í úrslitakeppni 2. deildar um helgina: Keppt í nýja íþróttahúsinu á ísafirði um veglegan íslandsbikar - viöurkenning frá KKÍ fyrir vel unnin störf í körfunni á ísafirði í vetur, segir Halldór Sveinbjörnsson - sterkur bandarískur leikmaður kominn til liðs við ísfirðinga Leikmenn Isfirðinga 4. Magnús Gíslason, 170 cm 5. Egill Fjeldsted, 190 cm 6. Gunnar M. Jónsson, 181 cm 7. Róbert D. Jónsson, 180 cm 8. Unnar Hermannsson, 200 cm 9. Finnur Þórðarson, 185 cm 10. Sæþór Harðarson, 182 cm 11. Jón A. Sigurþórsson, 184 cm 12. Halldór Sveinbjörnsson, 193 cm 13. Jóhannes B. Guðmundsson, 192 cm 14. Sean Gibson, 202 cm 15. Geir Þorsteinsson, 193 cm 16. Shiran Þórisson, 171 cm 17. Ómar Ómarsson, 170 cm Þjálfari: Geir Þorsteinsson Liðsstjóri: Guðjón M. Þorsteinsson Formaður KFÍ: Jón Kristmannsson „Með þeirri ákvörðun sinni að halda þessa úrslitakeppni hér á Isafirði en ekki á Reykja- víkursvæðinu er Körfuknatt- leikssamband íslands (KKI) að veita okkur viðurkenningu fyrir vel unnin störf í körfunni á Isa- firði í vetur“, segir Halldór Sveinbjörnsson, einn af mátt- arstólpunum í Körfuboltafélagi ísafjarðar, en úrslitakeppnin í 2. deildinni verður haldin í í- þróttahúsinu á ísafirði núna um helgina og hefst annað kvöld, föstudagskvöld. Að sögn þeirra sem til þekkja á KFÍ raunhæfa og mjög góða möguleika á sigri, en það byggist eins og alltaf í körfunni mjög mikið á stuðningi og hvatningu áhorf- enda. Sigrinum í þessari úr- slitakeppni fylgir Islandsmeist- aratitillinn í annarri deild ásamt stórum og veglegum bikar, sem mundi sóma sér vel í hinu nýja og glæsilega íþróttahísi á ísa- firði. KFÍ hefur fengið til liðs við sig tímabundið bandarískan leikmann, Sean Gibson. „Þetta er mjög sterkur leikmaður. Hann er 2,02 á hæð og sá lang- sterkasti sem hingað hefur komið“, sagði Halldór. „Við höfum æft á hverjum einasta degi að undanförnu og ætlum að berjast til þrautar. Við vilj- um hvetja allt áhugafólk um körfubolta á Isafirði og í nær- liggjandi byggðarlögum að fjölmenna í húsið um helgina og styðja okkur." Sjö lið taka þátt í úrslita- keppninni. Atta lið höfðu unnið sér rétt til þátttöku, en eitt féll út. Til stóð að nokkrir leikir yrðu leiknir í Bolungarvík, en vegna þess að liðin urðu aðeins sjö og leikjunum fækkaði því um þrjá gerðist þess ekki þörf. A laugardaginn (30. apríl) leikur KFI tvo leiki, gegn Sel- fyssingum kl. 10.00 og gegn Laugamönnum í Þingeyjar- sýslu kl. 13.00. Önnur lið í úr- slitakeppninni eru frá Þorláks- höfn, Hafnarfirði, Borgarfirði og Sauðárkróki. A sunnudaginn (1. maí) verður leikið um 5.-6. sæti kl. 10.30, um 3.-4. sæti kl. 12.00 og um Islandsmeistaratitil ann- arrar deildar og tilheyrandi bikarkl. 14.00. Nú er að fjölmenna í nýja í- þróttahúsið, hvetja sína menn og koma upp ekta körfubolta- úrslitastemmningu á Isafirði um helgina! 7 Hnífsdælingahá- tíð í Mosfellsbæ Nú er komið að því að brottfluttir og núverandi Hnífs- dælingar ætla að hittast. I hvert sinn sem brottfluttir hittast, er það oftast við jarðarfarir. Þá eru rifjaðir upp gömlu góðu dagarnir í Hnífsdal og alltaf er talað um það hve gaman væri að hóa þessu fólki saman. Nú erum við hætt að tala bara um þetta og ætlum að láta verkin tala. Harðsnúinn hópur brottfluttra Hnífsdælinga hefur komið saman og hefur ákveðið að skipuleggja hátíð- ina. Verður hún haldin föstudaginn 6. mal nk. í Hlégarði í Mosfellsbæ og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsið verður opnað kl. 19.30. Veislustjóri verður Kristján Rálsson. Allar tegundir veitinga verða í húsinu. Allir Hnífsdælingr eru hvattir til að mæta með maka sfna og hvetja jafnframt börnin sín og maka þeirra, eldri en 16 ára, að mæta á þessa einstæðu hátíð í tilefni af ári fjöl- skyldunnar. Aðgöngumiðar verða seldir laugardaginn 30. apríl kl. 14.00-18.00 í Húsi og lögnum, Réttarhálsi 2 í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar fást hjá eftirtöldum: Ingigerði Friðriksdóttur í síma 91-667096, Óla Hermannssyni í síma 91- 666500, Maríu Friðriksdóttur í síma 91-667409, Gísla Hermannssyni I síma 91-75390, Jóhönnu Jóakimsdóttur I síma 91- 884941 og Hilmari Sölvasyni í símum 92-12341 og 92-15566. Fólk er vinsamlegast beðið að tilkynna þátt- töku sem fyrst. Hópurinn. ISAFJARÐARLEIÐ, VÖRUFLUTNINGAR Aðalstræti 7 • ísafirði S 94-4107 // © 985-31830 © 985-25342 ^5 I Helgarskákmót á Suðureyri í Súgandafirði um aðra helgi: Teflir Karpov Suðureyri? - viðræður við heimsmeistarann standa yfir Á 44. helgarskákmóti Tímaritsins Skákar (Jóhanns Þóris Jónssonar) sem haldið verður á Suðureyri um aðra helgi (6.-8. maí) má vænta mikillar þátttöku íslenskra skákmeistara og verða þar á meðal einhverjir af stór- meisturunum. í gær var rætt við Anatoly Kaipov heims- meistara í skák um möguleika á því að hann komi til Suður- eyrar og taki þátt í mótinu. Karpov er að athuga málið og niðurstöðu að vænta næstu daga. Ef af þessu verður munu enn fleiri af allra sterk- ustu skákmönnum landsins (og jafnvel einhverjir fleiri erlendir skákmeistarar) taka þátt í mótinu. Að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar skákfrömuðar hef- ur lengi staðið til að halda helgarskákmót á Suðureyri. Tefldar verða ellefu umferðir, þar af þrjár á föstudeginum 6. maí, fimm á laugardeginum og þrjár á sunnudeginum. Mótinu lýkur með sameiginlegu borð- haldi á sunnudagskvöldið. Af hálfu heimamanna munu þeir Sigurður Ólafsson skipstjóri og skákmaður og Halldór K. Her- mannsson sveitarstjóri hafa helst unnið að undirbúningi mótshaldsins, einnig Óðinn Gestsson, Sveinbjörn Jónsson og Siggi Dan. Mótið verður með atskáka- sniði, þ.e. umhugsunartími er hálftími á mann. Öllum er vel- komið að taka þátt í mótinu. Hvatt er til þess að sem allra flestir Vestfirðingar komi og tefli, ungir jafnt sem gamlir, sterkir og lítið sterkir, enda er tilgangur helgarmótanna sem Jóhann Þórir hefur staðið fyrir um land allt með þátttöku sterkustu skákmeistara landsins einmitt að glæða skáklífið heima fyrir ásamt því að koma svolitlu skemmtilegu róti á til- veruna. Karpov er um þessar mundir í feiknagóðu formi og betra en nokkru sinni fyrr. Á stórmeist- aramótinu í Linares seinnipart- inn í vetur sigraði hann með meiri yfirburðum en dæmi eru um í sögunni á svo sterku móti. Má segja um Karpov nú líkt og hausinn á Agli Skallagrímssyni forðum, að hann muni eigi auðskaddaður fyrir höggum smámennis.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.