Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 28. apríl 1994
w ŒSTFIRSKi U
1 FRÉTTABLAÐIÐ I
Listi Sjálfstæðis-
flokksins
í Bolungarvík
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík til
bæjarstjórnarkosninganna 28. maí er þannig skipað-
ur:
1. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri.
2. Ásgeir Þór Jónsson, verslunarstjóri.
3. Örn Jóhannsson, verkstjóri.
4. Ágúst Oddsson, héraðslæknir.
5. Anna G. Edvardsdóttir, kennari.
6. Gunnar Hallsson, kaupmaður.
7. Jón S. Ásgeirsson, verkstjóri.
8. Signý Þorkelsdóttir, verkstjóri.
9. Jósteinn Bachmann, aðalbókari.
10. Magnús Hávarðarson, veitingamaður.
11. Þóra Haljsdóttir, skrifstofumaður.
12. Kristján Ágústsson, bifreiðastjóri.
13. Sigurður B. Hjartarson, útgerðarmaður.
14. Hildur Einarsdóttir, húsmóðir.
Framboðslisti al-
mennra borgara
á Hólmavík
Framboðslisti almennra borgara á Hólmavík, H-
listinn, er kominn fram, en sveitarstjórnarkosningar
fara fram 28. maí.
Listann skipar eftirtalið fólk:
1. Jón Ólafsson kennari.
2. María Guðbrandsdóttir leiðbeinandi.
3. Rósmundur Númason sjómaður.
4. Jónína Gunnarsdóttir húsmóðir.
5. Björgvin Gestsson sjómaður.
6. Helgi S. Ólafsson formaður Verkalýðs- og sjó
mannafélags Hólmavíkur.
7. Eysteinn Gunnarsson línumaður.
8. Jóhanna B. Ragnarsdóttir húsmóðir.
9. Birgir Hafsteinn Rétursson, sjómaður.
10. Aðalheiður Steinsdóttir verkakona.
Fimm fulltrúar sitja í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps
og í sveitarstjórnarkosningunum 1990 komu fram tveir
listar, listi almennra borgara og listi sjálfstæðis- og
framsóknarmanna. Almennir borgarar hlutu 72 at-
kvæði og einn mann kjörinn og listi framsóknar- og
sjálfstæðismanna hlaut 160 atkvæði og fjóra fulltrúa.
H-listann vantaði þá aðeins 8 atkvæði til að fá tvo
menn kjörna og að fella fjórða mann andstæðinganna.
-GHj.
Frakkur skrifar um sambúðarmál:
Var svindlað fyrir
Héraðsdómi?
Til þess að verða frægur þarf
einhvern til að ófrægja mann,
og því nteira sem maður er
níddurniður, því frægari verður
maður. Eitthvað á þessum nót-
um voru ummæli sem Frakkur
heyrði Guðberg Bergsson við-
hafa í sjónvarpsþætti fyrir
nokkru. Þessi ummæli komu
upp í hugann við lestur á grein
í Mogganum 17. apríl sl. þar
sem kona ein á ísafirði rekur
sambúðarsögu sína og ekki
síður sögu sambúðarslitanna.
Konan kemur fram undir nafni,
og þó hún nefni ekki í greininni
nafn sambýlismanns síns, er
mjög auðvelt í því upplýsinga-
þjóðfélagi sem við lifum í að
nálgast slíkar upplýsingar, þó
svo að kunnugir menn á svæð-
inu viti sjálfsagt strax við hvern
er átt.
Konan rekur í sögu sinni
hvernig fundum þeirra bar fyrst
saman, hvernig sambúðin fór af
stað og þróaðist upp í jafngildi
hjónabands að hennar rnati og
svo loks hvernig upp úr sam-
búðinni slitnaði eftir 23 ár.
Síðan eru raktir erfiðleikar
konunnar við að ná fram
eignaskiptum og er nokkuð víst
að slík mál eru miserfið eins og
þau eru mörg. Um það efast
enginn.
I lok greinarinnar prísar
konan sig sæla fyrir að hafa átt
því láni að fagna að hafa
nokkurn stokk af Kvennalista-
konum á Isafirði á bak við sig,
ásamt góðum lögmanni í sinni
píslarvottsgöngu í sambúðar-
slitamálinu.
Frakkur velti því fyrir sér
eftir lestur greinarinnar hvort
markmið konunnar með sögu
sinni væri að þjappa þjóðinni
saman að baki sér í málinu,
gegn þeim manni sem hún bjó
með í öll þessi ár og ekki hefur
nú verið við eina fjölina felldur
ef ykkar einlægum er ekki farið
að förlast við að lesa hálf-
kveðnar vísur, því ekki verður
annað séð en maðurinn hafi sótt
sér hjásvæfu austur fyrir járn-
tjald strax eftir að það féll. Og
til að bæta gráu ofan á svart er
látið í veðri vaka að hann hafi
stolið undan skiptum einhverj-
um ótilgreindum prósentum
eignanna. Já, það þarf einhvern
til að níða mann niður, sagði
skáldið.
Það voru hugtök eins og
möndl við kerfið og svindl sent
eftir stóðu í huga Frakks eftir
lestur greinarinnar í Moggan-
um.
Konan upplýsir nefnilega
mjög skýrt að hún hafi átt lög-
heimili við Breiðafjörð í meira
en áratug eftir að hún segist
hafa tekið upp sambúð við
manninn sem átti lögheimili
langt frá Breiðafirði; skýringin
er að hennar sögn sú að þau
voru í sameiningu að svindla á
kerfinu. Greiðslur barnabóta
miðuðust við að konan væri
einstæð móðir og auk þess með
börn undir 7 ára aldri að hluta
til á tímabilinu, sem aftur gáfu
hærri greiðslur. Konan segist
hafa flutt lögheimili sitt til
mannsins og skráð sambúð eftir
að hann tók við starfi oddvita í
sinni heimabyggð 1982. Hins
vegar kemur ekkert fram sem
segir óyggjandi hvort svindlinu
lauk þar með.
Þeirri spurningu er því ó-
svarað hvort hið opinbera starf
sem maðurinn tók að sér leiddi
til þess að ákveðið var að hafa
nú heiðarleika í öndvegi, eða
hvort þau hafi verið búin að
finna aðra leið til að svindla á
kerfinu sem gaf meira í aðra
hönd í peningalegu tilliti heldur
en gamla leiðin að skrá lög-
heimili sitt í hvoru Iagi og
svindla á barnabótum.
I upphafi greinarinnar í
Mogganum er þess getið að mál
þessa fólks hafð nokkru fyrir
jól verið til meðferðar í Hér-
aðsdómi Vestfjarða og dómur
gengið.
Því er sú spurning mjög á-
leitin hvort konan hafi sagt
sögu sína um svindlið á sama
hátt fyrir dómi og í Mogganum.
Ef hún hefur gert það, áminnt
um sannsögli, væri mikill fróð-
leikur í því að vita svarið við
eftirfarandi spurningu: Hvernig
tók dómari málsins á þessum
þætti?
Verðum við meðaljónarnir
ekki að treysta því, að ef fólk
lýsir sig svindlara og að hafa
náð fé út úr kerfinu með rang-
indum, þá sé því sarna fólki gert
skylt að bæta fyrir gerðir sínar?
Frakkur sér ekki betur en
svindlað hafi verið á sameigin-
Iegurn sjóði allra landsmanna.
Því stendur upp á konuna og
héraðsdómara að segja okkur
hinurn hvort þessar upplýsingar
lágu inni í málinu og hvað var
með þær gert.
Væntanlega er dómurinn
opinbert skjal.
Þá er líka ómaksins vert að
velta þvf fyrir sér hvort lög um
lögheimili gildi ekki á Vest-
fjörðum, og berst þá hugurinn
enn að Héraðsdómi. Hvernig
tók hann á því máli? Ef dæma
má af sögu konunnar fékk hún
dóm sér í hag um að hafa búið
hjá manninum frá 1969, þó hún
færði sjálf ekki lögheimili sitt
fyrren 1982 er sambýlingurinn
varð oddviti. Þetta þýðir með
öðrum orðum, að oddvitinn í
þeirri sveit þar sem konan átti
lögheimili í við Breiðafjörð,
oddviti heimasveitar sambýl-
ingsins fyrir 1982, svo og for-
eldrar konunnar, en þar segist
hún hafa skráð sig til heimilis,
hafa því allir lagst á eitt um að
hjálpa til við svindlið. Þetta er
það sem konan segir í raun.
Þurfum við að kyngja því, að
Héraðsdómur dæmi afturvirkt
um lögheimilisflutning og
verðlauni þannig þá sem lýst
hafa sig svindlara á kerfinu?
Það þarf ekki að taka það
fram, að í Mogganum hefur
konan sett fram sína hlið á
málinu einhliða.
Frakkur skorar á manninn að
upplýsa okkur hin um sína hlið
á málinu og lofar að kaupa
Moggann alla sunnudaga, þar
sem ekki verður öðru trúað en
víðlesnasta blað landsins gefi
honum rúm fyrir sögu sína eftir
að hafa birt aðra hlið málsins,
sem felur í sér þungar ásakanir
um að hafa svindlað á leikregl-
um samfélagsins.
Frakkur hefur af því spurnir,
að nú sé sú kona sem rakti sögu
sína í Mogganum kornin í
framboð til bæjarstjórnar á ísa-
firði fyrir Kvennalistann nú í
vor.
Frakkur telur það móðgun
við kjósendur að einstaklingur
sem sjálfur hefur lýst sig
svindlara á sameiginlegum
sjóði landsmanna bjóði sig
fram til trúnaðarstarfa fyrir Is-
firðinga. Fyrst þarf allt málið að
liggja morgunljóst fyrir.
Ykkar einlægur Frakkur.
Óli ÍS sokkinn í fimmta sinn í Bolungarvíkurhifn
Djúp-
vegur
slæmur
yfir-
ferðar
Vegfarandi um Djúp-
veg hafði samband við
blaðið og kvað veginn
afar slæman yfirferðar
um þessar nmndir og þá
sérstaklega utan við
Gilseyri í Skötufirði og
út að Skarði. Einnig
sagði vegfarandinn kafl-
ann frá Ögri og inn að
Látrum mjög slæman og
segja mætti að vegleysa
væri frá Bjarnastöðum í
Isafirði og inn að vega-
mótunum við veginn
upp á Eyrarfjall
("Hestakleif). Væri
vegurinn holóttur með
afbrigðum og ailan of-
anfburð vantaði í hann.
Óhætt væri hjá Vega-
gerðinni að fara að huga
að því að taka veghefl-
ana úr geymslum og
reyna að gera Djúpveg
akfæran venjulegum
fólksbflum. Sagði veg-
farandinn ekki leggjandi
á bifreiðar að fara um
veginn eins og hann væri
nú því hann hristi allar
bifreiðar í sundur auk
þess sem afar þreytandi
væri að aka við slíkar
aðstæður.
-GHj.
ísafjörður:
23 at-
vinnu-
lausir
Á þriðjudaginn voru
23 á atvinnuleysisskrá á
Isafirði, samkvæmt upp-
lýsingum sem blaðið
fékk á bæjarskrifstofun-
um. Allt eru þetta karl-
menn og er sá elsti
fæddur 1936 og sá yngsti
1977.
-GHj.
- blöðrur sprungu og báturinn heldur áfram sjóferðum í lóðréttu plani
Vélbátur Dusanna í Bolung-
arvík, Óli IS, sem breyta átti í
seglskútu og sigla um heimshöf-
in sjö, hefur allan seinni hluta
vetar legið sokkinn undir flot-
bryggjunni í Bolungarvíkurhöfn
(bryggjan flaut en báturinn ekki,
öfugt við það sem algengast er).
Áður hafði báturinn sokkið víðs
vegar um höfnina a.m.k. þrisvar
og var þetta fjórða skiptið. Und-
anfarið hafa staðið yfir miklar
björgunaraðgerðir til að lyfta Óla
af hafsbotni með því að fylla
hann af blöðrum og blása síðan
í þær lofti og þá átti báturinn að
lyftast. Oftast rifnuðu blöðrunar
og Óli lagðist rólega á botninn
aftur. I síðustu viku lyftist Óli
svo, en ekki nægjanlega til þess
að hann flyti vel. Var hann síðan
dreginn frá flotbryggjunni áleið-
is í naust en svo illa tókst til að
enn sprungu blöðrur og hann
sökk í fimmta sinn, um 30 metra
frá flotbryggjunni.
Þar sem Óli vill frekar verða
kafbátur en skúta, eins og oft
hefur verið bent á hér í blaðinu,
ættu Dusarnir að láta það eftir
honum. Best væri að þeir sökktu
honunt utan hafnarinnar næst.
Vestfirska fréttablaðið mun
hér eftir sem hingað til greina frá
sjóferðum Óla, en ólíkt flestum
öðrum skipum eru þær allar í
lóðréttu plani en ekki láréttu.
-GHj./h.þór
Óli ÍS á nýja hvíldarstaðnum í Bolungarvíkurhöfn.
P0KI
Verkstjórnin ætti að
verða í góðu lagi hjó
íhaldinu í Víkinni...