Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 ✝ Hanna Lísafæddist á fæð- ingardeild Land- spítalans 15. sept- ember 1997. Hún varð bráðkvödd mánudaginn 13. júlí 2015. Foreldrar Hönnu Lísu eru Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, f. 28.11. 1969 og Haf- liði Þorsteinn Brynjólfsson, f. 21.10. 1967. Þau skildu. Systkini Hönnu Lísu eru Sigurlaug Mán- ey, f. 25.2. 1996, Benóný Berg- mann, f. 4.8. 2001 og Hlynur, f. 13.11. 2005. Hálfbróðir Hönnu Lísu er Hafliði Þór, f. 8. júní 1988. Móðuramma er Sigurlaug Þóra Hermanns- dóttir, f. 10.10. 1947 og móðurafi er Hlynur Tryggvason, f. 23.10. 1945. Hanna Lísa lauk grunnskólagöngu í Höfðaskóla á Skagaströnd og fór þaðan í dreifnám á Blönduósi. Frá ára- mótum stundaði hún nám við Verkmenntaskól- ann á Akureyri og var á leið í rafvirkjanám. Síðastliðin tvö sumur vann Hanna Lísa í Blönduvirkjun. Útför Hönnu Lísu fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, 24. júlí 2015, kl. 14. Að þurfa að kveðja barnið sitt er erfiðasta hlutverk móður. Elsku yndislega stelpan mín sem mér þykir svo undur vænt um er farin. Hversu ósanngjarnt getur lífið verið? Elsku Hanna mín sem lang- aði til að læra rafvirkjun, fara í stelpuferð til útlanda með mér og systur sinni, vera í sveitinni með dásamlega kærastanum sínum, dúllast með bræðrum sínum, stríða stjúpa sínum, knúsa hundinn sinn og bara vera til. Hanna Lísa var afar ákveðin þegar hún var yngri. Skapstór lít- il kona. Hún elskaði að sitja með mömmu sinni og spjalla og vissi fátt betra en að fá ofurlítinn kaffi- sopa eins og hún orðaði það. Hún elskað sláturgerð og allskyns stúss í eldhúsi. Systurnar Silla Máney og Hanna Lísa áttu ekki skap saman þegar þær voru litl- ar. Aðeins 18 mánuðir á milli þeirra og stundum erfitt að vera litla systirin og mega ekki það sama og sú eldri. Þær voru eins og svart og hvítt. En eftir að þær urðu eldri urðu þær meira en vin- konur og systur. Þær voru sem eitt. Heyrðu hvor í annarri nokkrum sinnum á dag og þegar Hanna Lísa fór í Verkmennta- skólann á Akureyri þá var ekki sjaldan sem hún hringdi í stóru systur til að athuga hvað væri í matinn hjá henni þegar henni lík- aði ekki við það sem var á boð- stólum á vistinni. Benni bróðir hennar fæddist þegar hún var fjögurra ára og þá fékk litla mamman eins og við kölluðum hana að blómstra. Hún var ekki gömul þegar hún skipti á fyrstu bleyjunni, mataði og druslaðist með hann hvert sem hann vildi fara. Fjórum árum seinna eða þegar Hanna var 8 ára fæddist svo Hlynur. Það var sama sagan. Hún dúllaðist með litla bróður sinn og dekraði við hann eins og henni var einni lag- ið. Hún var fljót að eignast vini og var sannur vinur vina sinna. Ef slettist upp á vinskapinn var hún yfirleitt sú fyrsta að rétta fram sáttarhönd. Hún fékk vinnu í Blönduvirkjun í fyrra- sumar og betri vinnustað hafði hún ekki kynnst. Þar endurnýj- aði hún vinskap við bekkjarsyst- ur sína síðan hún var í 1. bekk í Blönduskóla og betri vinkonu en Guðrúnu Dóru gat hún ekki fengið. Þær töluðu saman dag- lega yfir veturinn enda hvor í sínum landshlutanum. Hanna Lísa var mikil mömmustelpa og var endalaust að gefa mér lítil hjörtu með fallegum orðum, sms, faðmlag og knús. Við töl- uðum oft um að það ætti eftir að klippa naflastrenginn á milli okkar. Þegar Árni Halldór kom inn í líf mitt og auðvitað okkar allra, tók hún honum opnum örmum og var ekki lengi að tala um hann sem pabbann. Hún kúrði á milli okkar á morgnana og spjallaði við okkur um það sem henni lá á hjarta. Hún hlakkaði óendanlega til að flytja með okkur fjölskyldunni í húsið hans Árna pabba eins og hún sagði svo oft. Hún verður alltaf með okkur og ég vil koma á framfæri kærri þökk til allra í Blönduvirkjun, sjúkraflutninga- fólks og lækna sem reyndu sitt besta til þess að bjarga lífi henn- ar. Ég kveð þig, elsku litla stelpan mín, með sorg í hjarta en hlýja mér við dásamlega minningu um gullmola sem aldrei gleymist. Ég elska þig. Þín, mamma. Ég hitti Hönnu Lísu fyrst þegar ég var rúmlega eins árs gömul. Ég var óendanlega stolt stóra systir og þótti ofboðslega vænt um hana. Svo þegar hún varð eldri og fór að geta talað og svarað fyrir sig, þá var mjög stuttur þráðurinn á milli okkar. Stundum máttum við ekki horfa hvor á aðra án þess að fara að rífast. En svo með tímanum þá þroskuðumst við og sennilega áttuðum við okkur á því hversu gott það var að eiga hvor aðra að, einhvern sem maður getur alltaf leitað til og er alltaf til staðar. Það var svo gott að geta talað við hana um allt og ekkert. En ég vil meina að öll rifrildin í gegnum tíðina hafi mótað þetta sterka samband sem við höfðum. Ég á eftir að sakna þess að heyra ekki röddina hennar á hverjum degi. Því ég held að það hafi ekki liðið sá dagur sem við töluðum ekki saman. Ég er ekki bara að kveðja litlu systur mína heldur er ég að kveðja bestu vin- konu mína og í rauninni hinn helminginn af mér. Ef það er eitthvað sem Hanna hefur kennt mér þá er það það að vera aldrei ósáttur við neinn. Að vera alltaf opin og jákvæð og að- stoða þá sem minna mega sín. Þetta er án efa eitthvað sem ég mun einsetja mér að lifa eftir. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín systir, Sigurlaug Máney. Elsku Hanna Lísa okkar. Hvernig gat þetta gerst? Hvað kom fyrir? Af hverju þú? Af hverju er þessi tilvera svona ósanngjörn? Þetta eru allt spurningar sem vakað hafa yfir okkur, ömmu þinni og afa, stóru frændum þínum, litlu frændum þínum og fjölskyldunni okkar allri. Engin svör virðast þó fást við þessum spurningum og eftir sitjum við með sorgina eina í höndunum. Fá verða því orðin að þessu sinni. Við biðjum þó fyrir þér, elsku stelpan okkar, og höldum við í vonina að eftir sorg- ina komi allar fallegu minning- arnar okkar um þig sem við munum varðveita þar til við fjöl- skyldan sameinumst aftur á nýj- um stað. Við kveðjum þig með tregatárum og látum lítið ljóð eftir Gumma frænda þinn til þín fylgja hér með. Fljóðið okkar svo falleg og blíð, svo stutt var þín lífsins ganga, eftir svörunum ég bíð og bíð, hví svæfð varstu svefninum langa? (Guðmundur Sveinn) Guð geymi þig, elsku Hanna okkar. Alda Björnsdóttir (amma), Benóný Bergmann Viggós- son (afi), Guðmundur Sveinn Einarsson (frændi), Valdi- mar T. Einarsson (frændi) og fjölsk. Í dag kveð ég 17 ára frænku mína í hinsta sinn og fylgi henni til grafar og á morgun laugardag fer ég í brúðkaup. Það er skammt stórra högga á milli, stutt á milli hláturs og gráts, vitum aldrei hvað morgun- dagurinn ber í skauti sér. Elsku hjartans fallega, ljúfa og vel gerða frænka mín. Mikið er ég þér þakklát fyrir stundina sem við áttum saman aðeins sól- arhring áður en þú kvaddir þennan heim. Það segir svo mik- ið um þig sú stund! Biður Sillu Máneyju systur þína að stoppa bílinn strax, stekkur út og kallar á mig. Silla Máney lendir svo í því að það var flautað á hana þar sem bíllinn stoppaði umferðina. Segir um leið og þú knúsaðir mig „vissi að þetta varst þú, þekkti afturendann á þér“. Síð- an stóðum við þrjár saman í faðmlögum og hlógum fyrir framan Bónus á Smáratorgi, fórum yfir hvað þið voruð að gera í bænum þessa helgi. Sú saga eftirminnileg, sérstaklega útilegusagan. Ég kvaddi ykkur með því að segja „jæja farið nú varlega norður elskurnar, pass- ið ykkur á bílunum, við getum nú aldeilis spjallað á Húnavök- unni því gamla ætlar að mæta á svæðið“. Elsku Hanna Lísa, frænka er svo óendanlega þakklát í dag fyr- ir þessar mínútur með þér. Flest- ir unglingar hefðu látið duga að flauta og veifa nú eða bara segja við farþegana í bílnum, nei þarna er Þurý frænka. Minningarnar brjótast fram. Þegar þú gistir fyrst hjá mér í Drangakór, hringdir í vinkonu þína og sagðir henni að þú værir að gista hjá frænku sem byggi í höll og öll yndislegu lýsingarorð- in sem þú notaðir yfir allt sem í kringum þig var, bara dásamlegt. Það hefur líka verið yndislegt að fylgjast með því hversu samrýnd þið systkinin og móðir ykkar haf- ið verið sem er alls ekki sjálfgefið og leyst ýmis stór verkefni svo vel af hendi. Daginn eftir að ég hitti Hönnu Lísu var hún farin frá okkur. Á svona stund þegar lífið slokknar án fyrirvara eins og hjá frænku minni, þá staldrar maður aðeins við og hugsar hvað kærleikurinn, vináttan og jákvæðnin eru mik- ilvæg. Mikilvægt fyrir okkur öll að hafa það alltaf hugfast, hver kveðja getur orðið sú síðasta að hvert knús getur orðið það síð- asta að hver andardráttur getur orðið sá síðasti. Nú er hún Hanna Lísa okkar á meðal engla Guðs og vakir yfir ástvinum sínum ásamt öllum hin- um yndislegu englunum okkar. Hugur okkar fjölskyldunnar er hjá Giggu og aðstandendum og megi Guð styrkja ykkur öll á erf- iðum stundum. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Minningarnar munu varðveit- ast í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Sjáumst síðar, krúttan mín. Knús og kossar. Þuríður G. Aradóttir. Elsku Hanna Lísa okkar, mik- ið er sárt að kveðja þig, yndislega frænka. Það var ólýsanlega sárt að fá þær sorglegu fréttir að þú værir farin frá svo ung og í blóma lífs þíns. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og við eigum svo góðar minningar tengdar þér sem við munum ætíð varðveita í hjarta okkar. Hugur okkar er hjá þér, elsku Þorgerður frænka, og fjölskylda á þessum erfiðu tím- um. Hvíldu í friði, yndislegi eng- ill, þú munt ávallt vera í huga okkar. Orri, Eva, Hanna Katrín, Brynja Lind og Baldur Orri. Við erum búin að þekkja Hönnu Lísu síðan við munum eftir okkur. Allt okkar líf hefur hún verið til staðar og verið okk- ur afar kær vinkona. Ótal minn- ingar koma upp í hugann þegar við hugsum til hennar. Allar dýr- mætu stundirnar sem við eydd- um saman, fíflast og hafa gaman, munu aldrei gleymast. Hún var alltaf svo hress og glöð og stutt í húmorinn. Við gleymum því aldrei þegar við spiluðum laumu og horfðum á Svínasúpuna sam- an. Hún kunni meira að segja sum atriðin utan að. Við gleym- um því heldur aldrei þegar hún sagðist ætla að giftast Bubba Morthens þegar hún yrði stór. Þegar við hugsum um barnæsk- una er hún alltaf þarna, bros- andi, hlæjandi, alltaf eitthvað að grínast í okkur. Hanna Lísa var vinur sem hægt var að treysta á og leita til hvenær sem er. Það var mjög gott að eiga hana að. Verið góð hvert við annað og hlúið að ykk- ar nánustu, því að við vitum aldr- ei hvernig lífið tekur á móti okk- ur. Við vottum fjölskyldu og ást- vinum hennar dýpstu samúð okk- ar. Takk fyrir allar góðu minn- ingarnar sem þú skildir eftir. Þín verður sárt saknað. Þú verður alltaf í hjörtum okkar. Hvíldu í friði. Dagmar Ósk Guðmunds- dóttir og Sigurjón Þór Guðmundsson. Í dag kveðjum við góða vin- konu og vinnufélaga. Elsku Hanna Lísa. Það var alltaf gott að vera í kringum þig. Þú varst hress og kát og við söknum þess að hafa þig ekki hjá okkur í Blöndu. Við þökkum þér fyrir góðu stundirnar og munum halda fast í allar góðar minningar sem við eigum saman. Fallið lauf undir fótum mér Minningin dauf er það sem óttast ég ég lýt höfði er ég hugsa þýtt um þig Og líkt og fallið lauf færist kuldinn um mig Minning þín stendur eftir hér Er vindur hvín finnst ég heyr’í þér Það er sárt að kveðja elsku hjartans vinur minn en með þungum harmi ég kveð þig um sinn Ég hugs’um þig og ég sé minningar sem elska ég og sama hvert ég mun fara veit ég að þú vakir yfir mér, þú vakir yfir mér Fallið lauf er fokið burt það þögnina rauf þó svo smátt og þurrt en það mun skilja sporin eftir sig þegar fellur lauf, þegar fellur lauf, þegar fellur lauf sé ég þig (Sverrir Bergmann.) Þínir vinir úr Blönduvirkjun. Fyrir hönd vina og vinnu- félaga, Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir og Melkorka Ægisdóttir. Það er einhvern veginn þannig að þegar flóðbylgja sorgar, sökn- uðar og vanmáttar skellur á manni, þá stendur tíminn í stað og þannig vill maður helst hafa það og allra helst geta farið til baka í tíma. En það er ljóst að svo er ekki, nótt verður að degi og líf- ið heldur áfram sinn vanagang, hjá flestum. Kannski er það ágætt því einhvers staðar segir að tíminn lækni sár en ég held að svo sé ekki, við aftur á móti, með tímanum, lærum flest að lifa með þeim áföllum sem við verðum fyr- ir og reynum að halda áfram, skref fyrir skref, fyrir þá sem næst okkur standa, fyrir okkur sjálf en kannski fyrst og fremst fyrir þá sem horfnir eru á braut og til að halda minningu þeirra á lofti. Það er ekkert sem getur rétt- lætt það að foreldri fylgi barni sínu til grafar og engin trúar- brögð geta boðið mér upp á neina réttlætingu fyrir því að ung stúlka í blóma lífsins falli frá, hvernig svo sem hún hljóðar. Ég hef verið þeirrar gæfu að- njótandi í gegnum lífið að leiðir okkar Giggu hafa ósjaldan legið um svipaðar slóð, inn dimma dali, yfir fjöllin há en oftar en ekki höf- um við safnað saman minninga- brotum um bjarta og fallega daga sem ylja manni þegar lífið vekur mann svona hörkulega eins og nú. Heimili Giggu er jafn opið og hjarta hennar, alltaf jafn hlýtt og fallegt og hún er og þrátt fyrir annríki og stórt heimili þar sem alltaf var pláss fyrir vinkonu í kaffispjall, vini í gistingu, skjald- bökur, kanínur eða hund. Um- hyggjan, eljusemin og ástin sem hún ber til barna sinna fer ekki fram hjá neinum. Öll börnin hennar Giggu hafa sama fallega hjartað og hugann og móðir þeirra og maður er aldrei í vafa um þá væntumþykju og hlýju sem þau bera til manns, þau eru vel af móður gerð í alla staði. Elsku besta Hanna Lísa mín, því verður ekki lýst með orðum hvað mér þykir vænt um þig og á eftir að sakna þín, hvað það var góð lykt af þér og ég veit að þú hefðir eldað góðan mat og aldrei neitað þremur ungum stúlkum um gistingu þegar þær hefðu tek- ið utan um þig og dásamað þig á alla kanta og fengið þig til að finnast þú fallegasta manneskja í heimi. Mikil var gæfa mín að fá að ganga við hlið þér um stund og eiga til minningar myndbrot af bjarta brosinu þínu, hlátrinum og gleðinni sem fylgdi þér, takk fyrir minningarnar, takk fyrir allt. Elsku besta Gigga mín og Árni, yndislega Silla mín, þið hugprúðu og hugrökku bræður Benni og Hlynur og elsku bestu Silla amma og Hlynur afi, ást að eilífu ykkur til handa og megi allt hið góða styðja ykkur og fjölskylduna alla. Kæri Ágúst, mínar innilegustu samúðar- kveðjur, hugur minn er hjá ykk- ur. Anna Kr. Davíðsdóttir. Venjulegur og hefðbundinn starfsdagur er á enda runninn og skyndilega breytist allt. Dag- legt amstur víkur til hliðar og starfsmönnum Blöndustöðvar er kippt inn í atburðarás sem engan órað fyrir. Skyndilega þurfa vinir og samstarfsmenn að standa saman sem aldrei fyrr og veita fyrstu hjálp með allri sinni víðtæku þekkingu í skyndihjálp og lífgunartilraun- um í þeirri von að bjarga lífi. Allt var gert sem hægt var; fum- laust og af öryggi unnu vinnu- félagarnir saman sem einn mað- ur og allir brugðust hárrétt við. Auk þess barst hjálp frá Blönduósi og að lokum tóku sér- fræðingar í þyrlunni við. Beðið var og vonað en vonin brást. Ískaldur raunveruleikinn blasti við. Hanna Lísa fékk ekki lengri tíma í þessu lífi. Hanna Lísa var afar hæfi- leikaríkur starfsmaður sem var á leið í rafvirkjanám í VMA á Akureyri. Hún hafði sýnt okkur og sannað að hér var efnilegur rafvirkjanemi á ferð. Henni leið afskaplega vel í amstri virkjana- lífsins og hafði mikinn áhuga á raforkunni. Hanna Lísa féll afar vel inn í okkar hóp og var fljót að kynnast nýju félögunum í hópi sumarstarfsmanna. Hún skrapp til vinnu með litlum hópi bæði í Laxárstöð og Kröflustöð ásamt því að sinna ýmsum verk- um hér í Blöndustöð af mikilli samviskusemi og vildi gera allt afar vel. Hún var lífsglöð, kát og létt í lund. Mikið skarð er höggvið í okkar sumarstarfs- mannahóp og er söknuður okkar mikill. Starfsmenn Blöndu- svæðis þakka Hönnu Lísu skemmtilegar stundir og ánægjulegt samstarf síðastliðin tvö sumur. Þá sendum við að- standendum öllum innilegar samúðarkveðjur á erfiðum stundum sem þessari. Guðmundur R. og starfsmenn Blöndusvæðis. Sorgarfréttir berast frá kæra þorpinu mínu Skagaströnd og mig setur hljóða. Eitt af ferm- ingarbörnunum mínum, ung og hæfileikarík stúlka er á einu vetfangi hrifin burt úr þessu jarðlífi. Hvernig getur slíkt gerst? Hvernig má það vera? Fátt er um svör. Eitt er víst að englar Guðs gráta með þeim sem nú eiga um sárt að binda og það er ekki vilji kærleiksríks Guðs að ungt fólk deyi. En við mennirnir erum börn þessarar brothættu tilveru, stundum sem titrandi smáblóm í haga. Hanna Lísa var ein af börnunum á Skagaströnd sem tóku á móti mér þegar ég kom þangað norð- ur. Hún var hæglát og prúð stúlka en alltaf glöð og kát og gat verið skemmtilegur prakk- ari ef því var að skipta. Hún var ein af kirkjukrökkunum mínum í Hólaneskirkju og var leiðtogi þegar haldið var í Vatnaskóg með yngri krakkana og þar stóð hún sig með mikilli prýði, ábyrgur og úrræðagóður leið- togi. Fyrir þá aðstoð og allar góðu stundirnar sem við áttum í kirkjunni, í fermingarfræðsl- unni og í daglegu lífi, vil ég þakka. Litla þorpið mitt í norðri á um sárt að binda. Þegar áföll verða í litlu samfélagi snertir það alla. Allir eru í áfalli og sorg, börn og fullorðnir. Ég bið þess að góður Guð vaki yfir íbú- um Skagastrandar, blessi og styrki foreldrana, elsku systk- inin og alla sem eiga um sárt að binda. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð! (Jóhannes úr Kötlum) Ursula Árnadóttir, fv. sóknarprestur Skaga- strandarprestakalls. Hanna Lísa Hafliðadóttir HINSTA KVEÐJA Við kveðjum elsku yndis- legu og góðu systur okkar sem við söknum svo mikið með þessu fallega ljóði. Þeir segja þig látna, þú lifir samt og í ljósinu færð þú að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið þú þurftir að kveðja. Í sorg og í gleði þú senda munt ljós, sem að mun okkur gleðja. (Guðmundur Ingi Guðmundsson.) Ástar- og saknaðarkveðja. Þínir bræður, Benóný og Hlynur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.