Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 205. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Íþróttinni til skammar“ 2. Pamela Anderson er óþekkjanleg 3. Smitaðar af HIV-veirunni 4. Grunaður um að smita konur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listasumar á Akureyri hófst í gær, en fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni. Má m.a. nefna finnsku listakonuna Lauru Miettinen sem sýnir verk sín. Dagskrá hátíðarinnar er á www.listasumar.is Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteins Listahelgi framundan á Akureyri  Hljómsveitin Bárujárn kemur fram ásamt Sindra Eldon and the Ways á Bar 11 í kvöld. Þetta eru fyrstu tónleikar sem Bárujárn heldur í rúm tvö ár en sveitin tók sér langt og gott hlé eftir útkomu breiðskífu sinnar sumarið 2013. Sindri Eldon and the Ways stíga á svið um kl. 22.30 og því næst kemur Bárujárn. Fyrstu tónleikar Bárujárns í tvö ár  Í dag klukkan 14.00 heldur Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sig- urðsson píanóleikari tónleika í Hömrum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri en Ásdís og Jón byrjuðu að spila saman í Tónlistarskól- anum í Reykjavík. Á efn- isskrá eru verk eftir Beethoven, kven- tónskáldin Paradis, Clarke, Jórunni Viðar og Björk og argent- ínskur tangó eft- ir Piazolla. Selló- og píanótónar í Hofi á Akureyri Á laugardag, sunnudag og mánudag Hæg breytileg átt eða haf- gola, skýjað með köflum og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 6 til 14 stig. Á þriðjudag og miðvikudag Útlit fyrir svipað veður áfram. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Súld eða lítilsháttar væta eystra, annars skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum, einkum syðra. Hiti 7-15 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐUR Fyrsti hringur Íslandsmóts- ins í höggleik fór fram á Garðavelli á Akranesi í gær. Þórður Rafn Gissurarson hefur tveggja högga forskot í karlaflokki en hann fékk sjö fugla og er alls fimm höggum undir pari. Í kvennaflokki eru þær Sunna Víðisdóttir og Signý Arnórs- dóttir efstar og jafnar á einu höggi undir pari og hafa tvo tvöfalda Íslands- meistara á hælunum. »1,4 Þórður var höggi frá vallarmetinu Þátttöku íslensku liðanna á Evr- ópumótunum í knattspyrnu er lokið þetta árið. FH og KR féllu bæði úr leik í Evrópudeild UEFA í gærkvöld. KR-ingar steinlágu í Þrándheimi fyr- ir öflugu liði Rosenborgar og FH- ingar féllu úr leik eftir 2:2 jafntefli við Inter Bakú í Aserbaídsjan þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnu- keppni. »2-3 KR og FH féllu úr leik í Evrópudeildinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngleikurinn Billy Elliot hefur kveikt í mörgum og nú stendur yfir annað af þremur söngleikjanám- skeiðum Borgarleikhússins fyrir börn og unglinga, þar sem þátttak- endur læra grunnspor í ballett, steppi og nútímadansi auk þess sem þeir læra dansspor úr sýningunni og fá leiklistar- og söngkennslu. Hlynur Páll Pálsson, fræðslu- stjóri Borgarleikhússins, segir að þessi nýbreytni leikhússins hafi mælst vel fyrir. Námskeiðin séu hugsuð fyrir 8 til 14 ára krakka og strákarnir, sem fara með hlutverk Billy Elliot í söngleiknum, taki þátt í þeim og hvetji jafnaldra sína til dáða. Þegar auglýst var eftir krökkum til að taka þátt í söngleiknum Billy Elliot buðu hátt í 2.000 ungmenni fram krafta sína. Tveir hópar skiptast á að taka þátt í sýningunum og fara samtals 34 krakkar með hlutverk. Söngleikurinn sló í gegn hérlendis í vor. Boðið var upp á 61 sýningu og var uppselt á þær allar, en sýningar hefjast aftur í sept- ember. Steppdansinn slær í gegn Chantelle Carey, aðstoðardans- höfundur söngleiksins, og Guð- mundur Elías Knudsen, sem þjálfa Billy-strákana, sjá um danskennsl- una á námskeiðunum, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, raddþjálfari Billy-strákanna, sér um söngkennsl- una og Björn Stefánsson, sem leikur í sýningunni, er leiklistarkennarinn. Hlynur Páll segir að eftir frum- sýninguna í mars hafi stjórnendur leikhússins gert sér grein fyrir því að þeir væru með ákveðna þekkingu í höndunum sem æskilegt væri að miðla áfram. Því hafi verið haldið vornámskeið með áherslu á dans og í kjölfarið hafi söngleikjanámskeiðin orðið að veruleika. „Þetta hefur gengið mjög vel og sérstaklega hef- ur verið áhugavert að fylgjast með áhuganum á steppdansi,“ segir hann. Bætir við að Chantelle Carey hafi haldið sérstök námskeið í stepp- dansi og þau hafi verið vel sótt. Billy Elliot hefur ekki aðeins hrif- ið börn og unglinga. „Það hefur ver- ið gaman að sjá hvaða áhrif söng- leikurinn hefur haft og ekki síst á stráka, en fullorðnir hafa líka spurt hvort ekki verði boðið upp á svona námskeið fyrir þá,“ segir Hlynur Páll. Hann bætir við að til standi að halda námskeið í haust á svipuðum nótum og námskeiðið var í vor með áherslu á dans. „Við viljum miðla af reynslunni með því að bjóða upp á frekari og fjölbreyttari námskeið fyrir börn og fullorðna,“ segir hann. Í fótspor og anda Billy Elliot  Söngleikjanámskeið haldin fyrir börn og unglinga í Borgarleikhúsinu  Í umræðunni að bjóða upp á sambærileg námskeið fyrir fullorðna Morgunblaðið/Golli Ánægja Krakkarnir á söngleikjanámskeiðinu í Borgarleikhúsinu léku við hvern sinn fingur á vel heppnaðri og skemmtilegri æfingu sem fór fram í gær. Birgir Leifur Hafþórsson fór ágæt- lega af stað á móti í Frakklandi í gær sem er hluti af Áskorendamótaröð- inni. Birgir Leifur kaus að sleppa Ís- landmótinu í höggleik sem hófst á Garðavelli á Akranesi í gær en þar átti hann titil að verja. »1 Ágæt byrjun hjá Birgi í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.