Morgunblaðið - 24.07.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015
Björn Bjarnason vekur í pistlisínum athygli á grein for-
manns Samfylkingar sem virðist
telja að hrun
Grikklands sanni
yfirburði evrunnar!
Og Björn bætir við:
Talsmenn ESBhér á landi
láta gjarnan eins
og aðild að sam-
bandinu verði til að
losa landbúnað úr
opinberum viðjum
og ýta undir lágt
verð á landbún-
aðarafurðum. Hlá-
legt er að lesa hug-
leiðingar um þetta
á sama tíma og
Manuel Valls, forsætisráðherra
Frakklands, hvetur franska bænd-
ur til að lama ekki franskt þjóðlíf
með kröfum sínum um hækkun á
verði nautakjöts og mjólkur.
Franskir bændur efndu til mót-mæla fjórða daginn í röð í
dag, fimmtudag, og settu upp
vegatálma við Lyon, aðra stærstu
borg Frakklands. Með framhaldi
mótmælanna hafa bændur í raun
hafnað loforði François Hollandes
Frakklandsforseta um 600 millj-
óna evru aukafjárveitingu til að
létta undir með þeim. Bændur
leggja sig fram um að skapa vand-
ræði á vinsælum ferðamannastöð-
um eins og við hið fræga Mont-
Saint-Michel við Atlantshafsströnd
Frakklands.
Hollande kvartaði undan notk-un á erlendu hráefni í
frönskum veitingahúsum og sagð-
ist ætla að reyna að selja franska
mjólk í ferð til Kína í nóvember.
Hvað ætli ESB-aðildarsinnarsegðu um svona tal íslenskra
ráðamanna? Að þeir væru aftur-
haldssamir þröngsýnismenn? Allt
yrði á annan veg með ESB-aðild?“
Börn
Bjarnason
Svart er víst hvítt
STAKSTEINAR
Árni Páll
Árnason
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
9.600 manns komu hingað til lands
með skemmtiferðaskipum 30. júní
sl. Á þeim degi má gera ráð fyrir að
fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi sam-
anlagt þurft 130-140 rútur ef miðað
er við að um 60-70% farþega nýti
sér hópferðir á ferðamannastaði.
Að sögn Kristínar Sifjar Sigurðar-
dóttur, framkvæmdastjóra ferða-
skrifstofunnar Atlantik, er hlutfall
farþega sem nýtir slíkar ferðir á
því bili. Á þessum tiltekna degi
komu 5.100 manns til Reykjavíkur,
1.800 manns til Ísafjarðar og 2.700
manns til Seyðisfjarðar. „Á stærstu
dögum sumarsins koma fleiri þús-
und manns. Það eru allt að 80 far-
artæki sem þurfa að vera tiltæk,
eingöngu í Reykjavík,“ segir Krist-
ín Sif.
Hafnirnar samþykkja komur
Að sögn hennar eru flestir far-
þegar frá Þýskalandi, Bandaríkjun-
um og Bretlandi. Alla jafna bóki
80% Þjóðverja á skemmtiferðaskip-
um skipulagðar hópferðir á áfanga-
staði, 60% Bandaríkjamanna og 60-
70% Breta. „Við gerum ráð fyrir að
um 4.000 farþegar fari með rútum
frá sumum höfnum á tilteknum
dögum og 50 farþegar sem fara
með hverri rútu að meðltali,“ segir
Kristín. Hún segir mikillar skipu-
lagningar þurfi við til að að safna
saman rútum af góðum
gæðum. „Við erum að
glíma við takmarkað
framboð. Þótt mikil
endurnýjun hafi átt sér
stað er enn viðvarandi
skortur á stórum dög-
um. Ef við í ferða-
þjónustunni myndum
hafa meira um það að
segja hvar skemmti-
ferðaskipin eru á
ákveðnum dögum, þá væru erfið-
leikarnir minni,“ segir Kristín en
hafnirnar sjá um að samþykkja
komur skipanna. Hún segir að hjá
Atlantik séu í boði 50 ólíkar ferðir,
sem eru allt frá því að vera tveir
tímar innan Reykjavíkur, yfir í að
vera dagsferðir um landið. „Þær
fara ekki allar af stað á sama tíma.
Fyrst fara dagsferðirnar af stað og
svo er þetta skipulagt eftir lengd
ferðanna,“ segir Kristín. Hún segir
aðstöðu fyrir rútur á Skarfabakka
í Reykjavík góða og því verði
sjaldnast kraðak á bílastæðinu
nema þegar fleiri en eitt skip eru í
höfn á sama degi. Þannig voru
t.a.m. 8.000 farþegar á þremur
skipum í Reykjavík 18. júní árið
2012.
Mikið álag fylgir komum
skemmtiferðaskipa
130-140 rútur þurfa að vera tiltækar um allt land á álagsdögum Mest komið
átta þúsund manns til Reykjavíkur á sama degi 60-70% nýta sér hópferðir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Aidal Luna Skemmtiferðaskipið Aidal Luna kom til Ísafjarðar í júlí. Dæmi eru um að á fimmta þúsund manns hafi
komið til bæjarins í einu. Kristín Sif Sigurðardóttir segir hætt við því að innviðir bresti við komu svo margra.
Um 2.300 manns komu á Ísafjörð síðastliðinn mánudag á tveimur skipum
Búið var að gera ráð fyrir komu 2.500 manna skips sem sigldi hjá þar sem
óhagstæð skilyrði voru til að sigla inn í höfnina. Engu að síður var búið að
panta rútur þangað til að ferja um 4.700 manns. „Innviðir eiga til að
bresta þegar svo margir koma í einu. Erfitt er t.a.m. að koma fólki á
veitingastaði. Rútur eru keyrðar þangað frá Reykjavík og Akureyri og
kostnaður er gífurlegur við það að keyra tóma leggi aðra leið. Svo var
ekkert skip á Ísafirði á þriðjudaginn en á miðvikudag komu 4.300 far-
þegar. Á milli þessara daga voru mjög margir í Reykjavík eða 5.500
og 5.000 á Akureyri og það hefur ábyggilega verið skortur á rútum
einhvers staðar,“ segir Kristín Sif. Hún segir að farþegi geti upplifað
að hann komist ekki í ferðir sökum þess að ekki sé nægt framboð á
rútum. „Það gerist oftar en við viljum,“ segir Kristín.
Komast ekki í ferðirnar
UPP GETUR KOMIÐ RÚTUSKORTUR
Kristín Sif
Sigurðardóttir
Veður víða um heim 23.7., kl. 18.00
Reykjavík 15 skýjað
Bolungarvík 9 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 16 skýjað
Kaupmannahöfn 18 skýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Helsinki 16 skúrir
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 22 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 skýjað
London 21 heiðskírt
París 22 heiðskírt
Amsterdam 20 heiðskírt
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 23 léttskýjað
Vín 27 skýjað
Moskva 18 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 37 léttskýjað
Barcelona 30 heiðskírt
Mallorca 31 léttskýjað
Róm 28 þrumuveður
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 23 alskýjað
Montreal 22 léttskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 28 léttskýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:09 23:00
ÍSAFJÖRÐUR 3:46 23:34
SIGLUFJÖRÐUR 3:27 23:18
DJÚPIVOGUR 3:32 22:37