Morgunblaðið - 24.07.2015, Síða 30

Morgunblaðið - 24.07.2015, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 2015 Við Ragnar kynntumst í gegnum evrópska verkefnið UPStrat-MAFA sem hófst árið 2012 og stóð í tvö ár. Við vorum í reglu- legu sambandi og heyrði ég síð- ast í Ragnari tveimur dögum fyrir andlát hans þegar hann hringdi í mig varðandi grein sem á að birtast í sérstakri út- gáfu af Bulletin of Earthquake Engineering. Þetta sýnir að hann gafst aldrei upp. Hann var fullkomlega trúr vinnunni sinni og ábyrgðinni sem hann hafði sem borgari við að draga úr jarðskjálftaáhættu. Nákvæmari mann væri vart hægt að finna, hann gætti þess að séð væri fyrir hverju smáat- riði og hann var mikil fyrirmynd samstarfsmanna sinna og okkar allra. Hann nefndi það nokkrum sinnum hversu mikil samlegð- aráhrif UPStrat-MAFA verk- efnið hefði haft á starfsemi jarð- skjálftamiðstöðvarinnar. Hann var framúrskarandi vísindamað- ur og einstaklega ljúfur maður sem gat tjáð sig á afar einfaldan hátt en samt komið öllu til skila. Hann var gæddur þeim eigin- leika að geta látið öllum líða vel í kringum sig og til marks um það þá færði hann mér einu sinni óvænt fána Háskólans sem þakklætisvott til mín þegar ég heimsótti hann á Selfossi og þótti mér vænt um það. Hann gaf sér líka tíma til að finna bók fyrir börn samstarfsmanns míns því honum fannst mikilvægt að börnin myndu læra um íslensku jólasveinana. Því miður greindist Ragnar með krabbamein í september 2013 en hann barðist af miklum eldmóð og jákvæðni. Hann sagði við mig: „Mér var bjargað af læknavísindunum.“ Hann var vísindamaður allt til enda. Við elskuðum að hlusta á hann vegna þess að þá gátum við allt- af lært eitthvað nýtt og litið á verkefnin frá nýjum sjónarhorn- um. Við elskuðum þessa mjúku rödd og brosandi andlitið sem gerði hann að blíðum en jafn- framt ákveðnum manni. Hjarta mitt er fullt af sorg og það er sorg meðal allra félaga hans í verkefninu. Ég sendi fjölskyldu Ragnars mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og einnig íslenskum samstarfsfélögum hans. Gaetano Zonno. Þær sorgarfréttir bárust mér að prófessor Ragnar Sigbjörns- son væri fallinn frá. Mínar inni- legustu samúðarkveðjur, hlýjar hugsanir og bænir sendi ég til Ragnars og fjölskyldu hans. Ég á einungis góðar minn- ingar um Ragnar. Og þegar ég hugsa til baka, þá fyllist ég minningum um hlýja yfirvegun hans, samúð og einlægan áhuga á fólkinu í kringum hann, mann-, vísinda- og verkfræði- visku hans og þann einstaka eig- inleika sem hann hafði við að hvetja fólk áfram og veita inn- blástur. Við náðum ekki að hittast eins oft og mig hefði langað og ég harma það mjög í dag að hafa ekki þegið boð hans um að koma í heimsókn til Íslands. Hann var engu að síður meira en bara samstarfsaðili, hann var vinur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum og þeim inn- blæstri sem kynni okkar höfðu á mig. Ragnar Sigbjörnsson ✝ Ragnar Sig-björnsson fædd- ist 7. maí 1944. Hann lést 15. júlí 2015. Ragnar var jarð- sunginn 23. júlí 2015. Núna, þegar ég hripa niður þessi orð, sit ég á bekk í almenningsgarði við hliðina á leik- skóla þar sem hópur af þriggja ára krökkum er að leika sér og losa um óbeislaða orkuna með klifri í klifurgrindum og rólum. Nærvera þeirra fær mig til að óska að þessi börn (já og við fullorðna fólkið líka) muni fá sama inn- blástur og hvatningu sem var svo sjálfsagður hluti af lífsvið- horfum Ragnars, ég mun reyna mitt besta að feta í fótspor hans og margra afreka hans. Minning um mikinn mann lif- ir. Með samúðarkveðju frá Bri- stol, Colin Taylor. Leiðir okkar Ragnars lágu fyrst saman í landsprófsdeild Eiðaskóla veturinn 1960-1961. Þaðan urðum við samferða næstu fjóra vetur í sömu bekkj- ardeild Menntaskólans á Akur- eyri til stúdentsprófs vorið 1965. Þá skildi leiðir að mestu í 35 ár eða til vors 2000. Þá varð til Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi og fékk húsnæði í hluta gamals pakkhúss á baklóð húss Kaupfélags Árnesinga fyrrum. Í austurenda jarðhæðar og kjall- ara þess kaupfélagshúss er Héraðsskjalasafn Árnesinga sem undirritaður veitti þá for- stöðu. Ragnar, forstöðumaður hinnar nýju háskólastofnunar, birtist fljótlega sem gestur á héraðsskjalasafninu og hófst þá þegar samvinna sem varð okkur báðum ánægjuleg og gagnleg þeim stofnunum sem við þá stýrðum. Í febrúar árið 2001 var sérstakur samstarfssamn- ingur gerður á milli þessara tveggja stofnana og í skjóli hans var hægt að ráða aðstoðarmann sem deildi vinnutíma sínum á milli þeirra. Þá fékk ég tíma- bundna aðstöðu í húsi rann- sóknarmiðstöðvarinnar vegna fræðaverkefnis og naut m.a. öruggrar hjálpar Ragnars við að breyta löngum talnatöflum í léttlæsilegt myndrænt form. Það verkefni, sem mér var nær óskiljanlegt, leysti hann á ör- skotsstund með fáum snerting- um á lyklaborð tölvunnar. Gott verkskipulag Ragnars vakti einkum aðdáun mína og hversu vel honum gekk að styða und- irmenn sína til góðra verka. Í fyrirlestrasal stofnunarinnar hlýddi ég oft á gagnmerk erindi en þar var hann sjálfur sjaldn- ast í hlutverki ræðumanns. Í einkasamræðum um hin fjöl- breyttustu málefni s.s. náttúru- vernd, sem var mér ofarlega í sinni, voru skoðanir okkar ekki alltaf hinar sömu. Það varpaði hins vegar aldrei skugga á vin- áttu okkar en gaf viðræðunum aðeins meiri dýpt enda Ragnar fróður, víðsýnn og víðförull. Góður samferðamaður er horf- inn af vettvangi og söknuður í huga mínum. Þakklæti yfir að hafa átt Ragnar að vini og sam- starfsmanni síðustu fimmtán ár- in er mér þó ofar í huga. Kæra Bjarnveig. Ég og Lilja, eigin- kona mín, vottum þér, börnum og barnabörnum ykkar Ragnars og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Björn Pálsson. Fundum okkar Ragnars bar fyrst saman í Kaupmannahöfn vorið 1970. Hann var þar í hópi vaskra ungra sveina frá Ís- landi, kominn til að ljúka námi í byggingarverkfræði við Danska tækniháskólann. Ég starfaði þá sem kennari við skólann, og varð úr, að Ragnar skráði sig í doktorsnám hjá okkur á burðarvirkjadeildinni. Hann rannsakaði áhrif storma á mannvirki og var ég leiðbein- andi hans. Notuðum við m.a. hið nýreista Hótel Scandinavia í Kaupmannahöfn sem tilraun- verkefni fyrir ákvörðun á vindálagi á byggingar. Strax kom í ljós að Ragnar var fram- úrskarandi námsmaður og efni í góðan vísindamann. Doktors- ritgerð hans um storma og áhrif þeirra á byggingar var án efa tímamótaverk í Evrópu á þeim tíma. Við hittumst síðan aftur á Íslandi 1980, er hann kom til starfa við Verkfræði- stofnun Háskóla Íslands frá Noregi, þar sem hann hafði verið við störf við vísinda- og tæknistofnun Norska tæknihá- skólans í Þrándheimi að loknu doktorsprófi sínu. Við Ragnar áttum síðan afar gott og far- sælt samstarf í verkfræðideild Háskóla Íslands næstu áratug- ina. Þegar ég settist á þing vorið 1987 tók Ragnar við öll- um rannsóknum mínum á áhrif- um jarðskjálfta á mannvirki og byggði á næstu árum upp öfl- uga rannsóknamiðstöð fyrir áhrif jarðskjálfta á samfélag, fólk og mannvirki. Ragnar var í röð fremstu vísindamanna á þessu sviði í heiminum og var duglegur við að kynna rann- sóknir sínar á erlendum vett- vangi. Við áttum oft góðar stundir saman með mökum okkar og vinum. Þá kom fram enn önnur hlið á Ragnari sem var allra manna kátastur í góð- um félagsskap. Hann átti það jafnvel til að taka upp gítarinn og syngja fyrir okkur. Með honum er góður drengur og fé- lagi á braut genginn. Ég og Sigríður María sendum Bjarn- veigu og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur frá Berlín og hörmum að geta ekki verið við- stödd útför Ragnars. Edvarð Júlíus Sólnes. Ég kynntist Ragnari þegar ég var að ljúka námi í raf- magnsverkfræði við Háskóla Ís- lands og hann ásamt Sigfúsi Björnssyni leiðbeindi mér í lokaverkefninu. Í framhaldi hóf ég störf með Ragnari við rann- sóknir. Eftir það var erfitt að hugsa sér annan starfsvettvang því Ragnar hafði lag á að hrífa aðra með sér með brennandi áhuga sínum á rannsóknum. Þegar Ragnar kom heim til Íslands frá Noregi hóf hann störf við Verkfræðideild Há- skóla Íslands, en hann hafði þegar getið sér gott orð við Tækniháskólann í Þrándheimi og verið leiðandi fræðimaður á sviði aflfræði. Hann hafði meðal annars þegar skrifað kennslu- bók í samvinnu við Ivar Lang- en, „Dynamisk analyse af konst- ruksjoner“, sem hefur verið mikið notuð við verkfræði- kennslu í Noregi. Það var því mikill fengur fyrir Háskóla Ís- lands að fá Ragnar heim. Með harðfylgi og útsjónarsemi tókst honum að setja saman rann- sóknarhóp innan Verkfræði- stofnunar, Aflfræðistofu, sem flutti árið 2000 á Selfoss og nefndist eftir það Rannsóknar- miðstöð í jarðskjálftaverkfræði. Undir stjórn Ragnars (2000- 2014) náði Rannsóknarmiðstöð- in að sanna gildi þess að hafa sem bestar upplýsingar um áhrif jarðskjálfta á mannvirki, í landi þar sem stór hluti þjóð- arinnar og eignir hennar eru í námunda við upptakasvæði stórra jarðskjálfta. Í Ragnari fóru saman miklir hæfileikar, vinnusemi og mikið vinnuþrek enda vitna afköstin um það. Auk þess var hann fylginn sér og harður af sér. Þrátt fyrir að rannsóknarþátt- urinn í starfi hans sem prófess- ors hafi verið honum hjartfólg- inn, þá var hann mjög áhugasamur um kennsluþáttinn og var t.d. afkastamikill í út- gáfu kennsluefnis. Enda var hann vinsæll kennari og margir leituðu til hans. Þeir eru fjöl- margir stúdentar í lokaverk- efnum, meistara- og doktors- nemar, sem hafa notið leiðsagnar hans, bæði hérlendis og erlendis. Hann var einnig mjög virkur í alþjóðlegu sam- starfi enda naut hann viður- kenningar og var orðinn þekkt- ur alþjóðlega fyrir störf sín. Það var gott að leita ráða hjá Ragnari enda bjó hann yfir mikilli þekkingu og var fljótur að sjá lausnir sem öðrum komu ekki til hugar. Hann var fljót- ur að setja sig inn í flókin mál og skilaði manni alltaf upp- byggilegum athugasemdum. Það var merkilegt að það var aldrei eins og Ragnar væri að flýta sér þegar maður ræddi málin við hann, hann virtist alltaf geta gefið sér tíma fyrir mann, einnig þegar öll spjót stóðu á honum vegna mikilla anna. Það var gott að eiga Ragnar að og alltaf hægt að treysta á hann ef einhver áföll bar að. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með honum öll þessi ár, sem virðast hafa liðið svo fljótt. Við sem störfuðum með hon- um munum reyna okkar besta til að halda merki Ragnars á lofti. Hans skarð verður vand- fyllt en við munum minnast hans með hlýhug fyrir leiðsögn- ina, samvinnuna og vináttuna sem hann sýndi okkur. Eigin- konu Ragnars, Bjarnveigu, dætrum þeirra Önnu Birnu, Sól- veigu og Bryndísi og fjölskyld- um þeirra sendi ég innilegar samúðarkveðjur fyrir hönd samstarfsfólks á Rannsóknar- miðstöð í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Símon Ólafsson, forstöðumaður. Þann 15. júlí síðastliðinn bár- ust okkur þau miklu sorgartíð- indi að vinur okkar og sam- starfsfélagi, Ragnar Sigbjörnsson, væri látinn. Ragnar var alþjóðlega viður- kenndur vísindamaður. Hann kom til Tækniháskólans í Þrándheimi (NTH) árið 1974 sem rannsóknarverkfræðingur til að starfa við rannsóknar- stofnun okkar, SINTEF, og hafði þá nýlega lokið doktors- prófi við Tækniháskóla Dan- merkur (Technical University of Denmark). Ragnar bjó yfir yfirgripsmik- illi þekkingu á tölfræðilegum aðferðum til að lýsa áraun af völdum ýmissa náttúrufyrir- brigða (t.d. vinds, sjávaralda og jarðskjálfta) og greiningu á hvernig mannvirki hegða sér undir slíkri áraun. Ragnar varð þess vegna mjög mikilvægur við rannsóknir á öryggi mannvirkja úti á sjó í olíu- og gasiðnaði. Annað svið þar sem þekking Ragnars nýttist var við gerð langra hengibrúa; þetta leiddi til náinnar og langvarandi sam- vinnu við norsku vegagerðina. Ragnar nýtti hæfileika sína og beitti fræðilegri þekkingu til að gera mannvirki öruggari gagn- vart áraun af völdum öfga nátt- úruaflanna. Eftir sex ár við rannsóknir hjá NTH/SINTEF, hélt hann til starfa heima á Íslandi; upphaf- lega í rannsóknarstöðu en varð síðar prófessor við Háskóla Ís- lands. Samband hans við NTH/ NTNU (Norges teknisk-nat- urvitenskapelige universitet) hélst hins vegar áfram traust og rofnaði aldrei. Frá árinu 2009 höfum við verið svo lánsöm að hafa Ragn- ar starfandi sem prófessor við NTNU. Hann hefur verið mikils metinn leiðbeinandi fjölda MSc- og PhD-nemenda. Mjög mikil- vægt viðfangsefni rannsókna Ragnars Sigbjörnssonar á síðari árum við NTNU hefur tengst mjög löngum brúm, hengibrúm og flotbrúm, sem er ætlað það hlutverk að koma í stað ferju- siglinga meðfram vesturströnd Noregs. Samstarf við Ragnar hefur alltaf verið ánægjulegt, ekki að- eins vegna yfirgripsmikillar þekkingar hans á sínu fræða- sviði, heldur einnig vegna þess hve vel hann starfaði með öðr- um og hve örlátur hann var að deila sinni miklu þekkingu. Við vottum eiginkonu Ragn- ars, Bjarnveigu, og nánustu fjölskyldu, okkar innilegustu samúð. Fyrir hönd vina og sam- starfsmanna við byggingarverk- fræðideild NTNU, Svein Remseth. Frá því að ég hitti Ragnar fyrst, fyrir sjö árum, þá hef ég sífellt gert mér betur grein fyr- ir þeim miklu mannkostum sem hann bjó yfir. Hann var frábær kennari sem var alltaf reiðubú- inn að deila þekkingu sinni og reynslu með öðrum. Hann kunni einnig þá list að koma til skila því sem hann vildi að nemend- urnir lærðu. Hann var einnig óeigingjarn leiðbeinandi; veitti alltaf góð ráð, hafði alltaf tíma til að ræða málin, hafði alltaf heildarmyndina í huga og vissi nákvæmlega hvernig best var að hvetja mig til dáða. Hann reyndist mér einnig góður vinur sem stóð alltaf með mér. Það má í raun segja að hann hafi verið mér eins og faðir. Hann deildi ekki aðeins með mér sinni miklu þekkingu á fræðunum, heldur einnig lífsgildum. Af honum lærði ég að vera jákvæð- ur, að draga lærdóm af gagn- rýni, að horfast í augu við hindranir og komast yfir þær. Hann kenndi mér einnig að stefna hærra og vera opinn fyr- ir nýjum hugmyndum. Ragnar gerði sér far um að hjálpa öðrum og kom fram við fólk af sanngirni. Ragnar var vinnusamur, bjó einnig yfir svo mikilli orku, löngun til að læra meira, uppgötva meira og skrifa meira. Ragnar var ekki aðeins frábær verkfræðingur, heldur einnig góður vísindamaður. Í verkum sínum var hann ná- kvæmur, óhlutdrægur og ein- lægur. Ragnar hafði trú á þver- faglegum rannsóknum og hann gerði sér far um að vinna með vísindamönnum á ólíkum svið- um. Framlag Ragnars á sviði þverfaglegra rannsókna er öðr- um til eftirbreytni. Hann er sár söknuðurinn þegar séð er á bak góðum leið- beinanda, samstarfsmanni og vini eins og Ragnari. Ég er stoltur af því að hafa unnið með Ragnari og átt hann að vini. Minningarnar munu lifa með mér alla tíð og vísa mér áfram veginn. Ég mun sakna Ragnars en það sem hann kenndi mér og minningarnar um hann munu halda áfram að leiðbeina mér við að leggja fáeina steina á braut þekkingarinnar sem hann fetaði sleitulaust. Rajesh Rupakhety. Það voru sorgarfréttir sem bárust mér að minn kæri vinur, prófessor Ragnar Sigbjörnsson, væri látinn. Ég kynntist Ragn- ari í gegnum „The Institute of Earthquake Engineering and Engineering Seismology (IZI- IS)“. Hann var því búinn að vera vinur minn í langan tíma, frábær vísindamaður og ein- stakur maður. Ragnar kom til Skopje árið 2013, þar sem okkur gafst góð- ur tími til að tala saman. Hann sagði mér þá að hann væri ekki heill heilsu en ég var bjartsýnn á að hann myndi ná bata að nýju. Við hittumst að nýju í Ist- anbul í fyrra, það voru gleði- legir endurfundir og Ragnar var fullur af eldmóð eins og venjulega. Hann tjáði mér þá að hann myndi koma á ráðstefnu IZIIS sem yrði haldin um borð í skemmtiferðaskipi á siglingu um Eystrasaltið (Baltic sea). Ráðstefnan var haldin í maí síð- astliðnum og Ragnar kom eins og hann hafði lofað. Við töluðum ekki um veikindi hans í þeirri ferð og ég hélt því að allt væri á uppleið. Það kom því sem reið- arslag þegar hann skrifaði mér fyrir stuttu og tjáði mér að hann væri kominn inn á spítala og vonin um bata væri horfin. Ég vildi samt ekki gefa upp vonina og óskaði þess heitt að hann myndi ná bata að nýju. Fréttin af andláti hans hryggir mig því mjög, hann var merkur vísindamaður og að eiga sam- starf við hann var alltaf gefandi og allir hjá IZIIS harma mjög fráfall Ragnars. Prófessor Ragnar var ynd- islegur maður og ég vil nota þetta tækifæri til að senda mín- ar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Ragnars, missir þeirra er mikill og engin orð geta huggað á svona sorgar- stundum. Þinn kollegi og vinur, Mihail Garevski. Kveðja frá Umhverfis- og byggingarverk- fræðideild HÍ Umhverfis- og byggingar- verkfræðideild Háskóla Íslands kveður dr. Ragnar Sigbjörns- son, verkfræðing og prófessor. Ragnar hóf störf hjá Verkfræði- stofnun Háskóla Íslands árið 1979, tók svo við sem forstöðu- maður stofnunarinnar 1983 og gegndi því starfi til 1990 þegar hann varð prófessor í bygging- arverkfræði við Háskóla Ís- lands. Ragnar leiddi deildina (sem þá hét skor) sem skor- arformaður í tvö tímabil. Sér- svið Ragnars í rannsóknum og kennslu var í jarðskjálftaverk- fræði og hagnýtri aflfræði. Ragnar kenndi mörg og fjöl- breytt námskeið í verkfræði á öllum námsstigum. Hann leið- beindi fjölda meistara- og dokt- orsnema bæði heima og erlend- is. Ragnar studdi nemendur sína af miklum krafti og fórn- fýsi og minnast þær kynslóðir verkfræðinga sem hann mennt- aði hans með hlýhug og sökn- uði. Ragnar var með afkasta- mestu prófessorum Háskóla Ís- lands. Eftir hann hafa birst vel á fjórða hundrað ritverka. Hann stofnaði Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálfta- verkfræði og veitti miðstöðinni forstöðu. Brautryðjandastarf Ragnars hefur leitt til mikil- vægra nýjunga á sviði jarð- skjálftaverkfræði. Fjölmargir nemendur, verkfræðingar og vísindamenn, bæði innlendir sem erlendir, nutu aðstöðu mið- stöðvarinnar og leiðbeiningar Ragnars og samstarfsfólks hans í gegnum árin. Ragnar tók virkan þátt í al- þjóðlegri rannsóknarsamvinnu og fjölþjóðlegum verkefnum. Hann var vel þekktur víða um heim fyrir rannsóknir sínar og sérþekkingu. Ragnar hlaut margar viðurkenningar um æv- ina fyrir störf sín, m.a. sæmdi forseti Íslands Ragnar riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2013 fyrir störf í þágu vís- inda og mennta. Það er með djúpri virðingu sem ég kveð dr. Ragnar Sig- björnsson, prófessor, fyrir hönd Umhverfis- og byggingarverk- fræðideildar Háskóla Íslands. Ég sendi fjölskyldu hans, vinum og samstarfsfólki öllu innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Freyr Úlfarsson. Árin 1989-93 stundaði ég nám til lokaprófs í byggingarverk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.