Feykir


Feykir - 15.08.1984, Page 4

Feykir - 15.08.1984, Page 4
4 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Atvinnumál á Sauðárkróki í haust: r Utlit fyrir samdrátt í byggingariðnaðinum Misjafnt hljóð er nú í mönnum varðandi horfur í byggingaiðnaðin- um á Sauðárkróki í haust og vetur. Ástandið í sumar hefur verið mjög gott og skipta þar miklar fram- kvæmdir við Steinullarverksmiðju sköpum en þrjú stærstu bygginga- fyrirtækin á Sauðárkróki hafa haft allan sinn mannskap í vinnu þar síðan í júníbyrjun. Þeim áfanga við byggingu verksmiðjunnar sem unn- ið hefur verið við í sumar lýkur nú í september og horfurnar óljósar á hvað við tekur. Guðmundur Guðmundsson hjá trésmiðjunni Borg vildi þó heldur draga úr svartsýni manna og hvað ýmsa hluti vera í athugun, bæði varðandi næsta áfanga við Steinull- arverksmiðjuna, sem er reising stálgrindar og klæðning bæði utan og innan. „Stálverkið hefur þegar verið boðið út og tilboði verktaka fyrir sunnan var tekið en ekki er loku fyrir það skotið að þeir taki til sín undir- verktaka. Klæðningin á bygging- unni hefur enn ekki verið boðin út og þvi ástæðulaust að vera of svartsýnn. Það hefur alls ekki komið til tals að segja upp mann- skap hér hjá okkur. Margir þeir sem Mjög góður afli hjá togurum US undanfarið, en... Kvótíim að fyllast Togarar Útgerðarfélags Skaglirð- inga liafa aflað vel af þorski undanfarnar vikur og var saman- lagður afli þeirra í júlímánuði tæp 1.200 tonn. Þar af var þorskur 1.019 tonn í síðustu viku bárust á land yfir 500 tonn og hefur komið fyrir að togararnir yrðu að hægja sóknina meðan vinnsluhúsin ynnu úr þeim fiski sem fyrir er. Afli togaranna frá áramótum er nú orðin þessi: Drangcy 2.050 tonn, Skafti 1.890 tonn (Skafti mun hafa landað nú uppúr helginni svo liklega eru tonnin orðin uni 2.000). Hegranesið hel'ur enn vinninginn með 2.370 tonn. Bjarki Tryggvason hjá ÚS sagði í samtali við Feyki að farið væri að saxast á kvótann, Hegranesiðætti ekki eftir nema um 400 tonn af sínunt kvóta, þar af um 200 tonn af þorski. Skafti á eftir tim 900 tonn, þar af 150 tonn þorskurog Drangey, á nú eftir urn 770 tonn, þar af tint 210 tonn af þorski. Bjarki sagði að ef togararnir héldu áfram að afla jafn vel og undanfarið gæti farið svo að Hegrancsið fyllti sinn kvóta í lok mánaðarins og Skafti og Drangey myndu hugsanlega afla upp í sinn kvóta fyrir lok september. Bjarki sagði að enn hefðu ekki verið teknar neinar ákvarðanir innan ÚS varðandi þennan vanda, en hugsanlega yrði einn togarinn tekinn frá veiðum og kvóta hans skipt niður á hina tvo. Drangey þyrfti t.d. í viðgerð og því mögulegt að koma þessu við. ,,En þetta skýrist allt á næstu vikum og verður ljóst í lok ágúst,” sagði Bjarki Tryggvason hjá ÚS að lokum. Hjá Skagstrendingi hf. á Skaga- strönd voru aðrar tölur ekki handbærar en um afla síðustu túra; Arnar landaði 130 tonnum og Örvar um 200 tonnum. AIIi togara Þormóðs ramma hf. var um 660 tonn í júlímánuði. Þar af um 479 tonn af þorski. Kvóti þeirra er langt kominn og eiga Sigluvík og Stálvík ekki nema um 200 tonn eftir af þorskkvóta sínum, hvort skip. Sigluvík mun nú fara í slipp og Stálvík því ein á veiðum á næstunni. Hjá Siglfirðingi hf. höfðu menn ekki upplýsingar urn afla á reiðurn höndum. Blönduós: Vinna hafin við íþróttamiðstöð Lokið er við að grafa fyrir nýju íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og ganga frá jarðvegsvinnu. Þá hafa verið opnuð tilboð í sökkla og plötu hússins. Tvö tilboð bárust í verkið frá trésmiðjum á Blönduósi, Stíg- anda og Eik. Tilboðin voru mjög svipuð að krónutölu eða nálægt 4,5 millj. kr. Ekki Irefur verið tekin ákvörðun um það hver fær verkið. Þessum áfanga byggingarinnar á að vera lokið í júní á næsta ári. Landsmótsferð LOVISS tókst vel Dagana 13.-15. júlí síðastliðinn var 18. Landsmót Ungmennafélags ís- lands, haldið í Keflavík og Njarð- vík. UMSS sendi fimmtíu manna hóp til mótsins. Voru þar keppendur i knattspyrnu, körfuknattleik, skák, sundi og frjálsum íþróttum. Gengi keppenda UMSS var nokk- uð mismunandi þó svo að í heildina hafi útkoman vcrið góð. Ef við rennum í gegn uni útkomu hinna ýmsu greina þá unnu skákmenn vorir u.þ.b. helming sinna skáka. Körfu- knattleiksliðið tapaði öllum sínum leikjum og knattspyrnan skilaði einu jafntefli. Hinsvegar var gengið í sundi gott. Þar náði t.d. Ingibjörg Guðjóns- dóttir iiðru sæti í 100 m bringusundi og 200 m Ijórsundi, svo og fimmta sæti í 400 m skriðsundi. Alls fékk UMSS 14 stig í sundkeppninni. Flest stig hlaut svo UMSS í frjálsum íþróttum, eða 26,5. Náðu átta einstaklingar úr okkar liði þar stigum og verður það að teljast gott. UMSS hafnaði í fimmta sæti í frjálsíþróttakeppninni og í tíunda sæti í heildarstigakeppnni. Eins og gefur að skilja er ferð sem þessi fjárfrek. Var því gripið til þess ráðs að leita til fyrirtækja ásambands- svæðinu um fjárstuðning. Erskemmst frá því að segja að við mættum þar jákvæðni og kunnum við viðkomandi aðilum bestu þakkir fyrir. iuu nyir nemenaur Um 100 nýir nemendur munu hefja nám í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki í haust. Nemendur verða alls 280 að tölu á hinum ýmsu hrautum skólans. Að sögn Jóns F. Hjartarsonar skólameistara er nú búið að ráða kennara í allar stöður við skólann á vetri komanda og hefur þeim öllum verið tryggt húsnæði. Einhverjir ncntcndur munu enn vera á höttunum eftir húsnæði en heimavistin rúmar enn sem komið er ckki alla þá ncmcndur sem þess óska. Vonandi rætist þó úr þessu fyrir vcturinn hjá öllum svo enginn verði frá að hverfa vegna húsnæðisleysis. A myndinni sjást þeir 22 nýstúdentar er útskrifuðust frá skólanum í vor ásamt skólamcistara, Jóni F. Hjartarsyni. Ingibjörg Guðjónsdóttir og Ragna Hjartardóttir, keppendur i sundi. vinna hér í sumar eru skólamenn og hætta því sjálfkrafa í lok september og fastamennirnir verða áfram.” Björn Guðnason hjá Hlyn hf. sagðist heldur óhress með útlitið eins og stæði. Engin verkefni tryggð eftir að Steinullarverksmiðjuáfang- anum lýkur. „Það kemur að vísu margt til greina. Verkefnin eru þó nokkur en hvort þau verða boðin út nú á næstunni er heldur óljósara. Það má nefna næsta áfanga við Heilsugæslustöð- ina, iþróttahúsið, og dvalarheimili aldraðra, þarna eru verkefni en hvort þau bjóðast vitum við ekki. Ástandið í byggingu íbúðarhúsa er mjög slæmt, helst að menn séu að dunda þetta sjálfir en um verkefni á því sviði er varla að ræða. Fasta- mennirnir hjá okkur eru 22 ogef svo fer sem horfir verða þeir verkefna- lausir í lok september. Við gerum okkur að vísu vonir um einhver áframhaldandi verkefni við Stein- ullarverksmiðjuna en þau verða aldrei af sömu stærðargráðu og áfanginn í sumar og útheimta mun minni mannskap.” Blaðið hefur einnig frétt að á Trésmiðjunni Björk hafi nokkrum smiðum þegar verið sagt upp svo einhversstaðar eru menn farnir að finna fyrir minnkandi verkefnum. Vonandi rætist þó úr þessu áður en ástandið verður mjög alvarlegt. Skagaströnd: Metafli af rækju Metafli af rækju barst á iund á Skagaströnd í síðustu viku. Þá var landað rúmlega 50 lcstuni á tveimur dögunt. I Rækjuvinnslunni var unnið frá klukkan fjögur á nóttunni til (iu á kvöldin til að bjarga þessum mikla afla. Unnið var á vöktum. Að sögn Jóns Jónssonar fram- kvæmdastjóra Rækjuvinnslunnar hf. á Skagaströnd hefur verið góð rækjuveiði i stimar og að jafnaði unnið 8-10 tíma á dag í verk- smiðjunni. Ástæða aflahrotunnar kann að vera sú að fyrir nokkru lá ís yfir öllum miðum á Húnafióa og miðin því friðuð fyrir veiðum. Á meðan sóttu bátarnir austur undir Kol- beinsey og Grímsey. Blönduvirkjun: Heima- menn fengu ekki verkefnið Ekki var samið við heimamenn um gerð botnrásar og loku- virkja í Blöndustíflu þrátt fyrir að tilboð þeirra væri aðeins 0,7% hærra en tilboð lægst- bjóðanda. Landsvirkjun samdi hins vegar við Arnardal og Ola ísaksson um verkið, en þeir aðilar áttu lægsta tilboðið, eins og áður hefur komið fram í Feyki. Reikna má með að fram- kvæmdir við þennan verkþátt hefjist í þessari viku, en verkinu á að Ijúka síðari hluta næsta árs.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.