Feykir


Feykir - 15.08.1984, Side 6

Feykir - 15.08.1984, Side 6
6 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 1«g»'8í,H0RNIÐ UMSJÓN: INGIBJÖRG JÓNASDÓTTIR DÍANA SIGURFINNSDÓTTIR íþróttastarf hér á Sauðárkróki hefur verið blómlegt í sumar og því ákváðum við að kanna starfsemina betur. Viðmælendur okkar voru María Kr. Sxvarsdóttir sundþjálfari, Guðmundur Sigurðsson frjálsíþrótta- þjálfari og Sigurborg Gunnarsdóttir þjálfari kvenna-fótholtans. María ersundþjálfari Tindastóls í sumar. Hún þjálfar krakka á aldrinum 7-14 ára. Við spurðum Maríu hvernig henni likaði starfið og fannst henni það alveg frábært, sérstaklega af því hún kvaðst vera með svo áhugasama og efnilega nemendur og mjög góða aðstöðu. „Krakkarnir hafa farið í Varmahlíð og keppt þar og svo fóru þau í Varmaland í Borgarfirði og gistu þar eina nótt og á héraðsmóti UMSS var Tindastól! með tvær boðsundssveitir. S.l. laugardag, 11. ágúst, fóru krakkarnir í keppnis- ferðalag til Siglufjarðar og 16. ágúst stendur Kiwanis-klúbburinn Drang- ey fyrir árlega bikarmótinu. Sunddeild Tindastóls hefur stað- ið sig mjög vel undanfarið og sýnt mjög miklar framfarir og náð glæsilegum árangri. Þrír keppendur frá Tindastóli kepptu í sundi á Landsmóti UMFI í Keflavík og Njarðvík og stóðu sig mjög vel, t.d. nældi Ingibjörg Guðjónsdóttir sér í verðlaunapeninga. Þá hefur mikið borið á góðvild í garð sunddeildar- innar, t.d. hafa krakkarnir í bænum tvívegis haldið hlutaveltu og einu sinni kökubasar, og látið allan ágóða renna til deildarinnar.” Eftir spjallið við Maju töluðum við við tvær stelpur sem hafa náð áberandi góðum árangri. Þær eru Bryndís Eva Birgisdóttir 12 ára og Ingibjörg Óskarsdóttir 13 ára. — Stelpur, hvað eruð þið búnar að æfa lengi? Ingibjörg: „Eg er búin að æfa í þrjú ár.” Bryndís: „Eg hef æft reglulega í eitt og hálft ár.” Báðar sögðust þær æfa vegna þess að þeim þætti það gaman og alls ekkert svo erfitt. Þærbyrjuðu báðar að keppa á mótum fljótlega eftir að þær hófu æfingar. Uppáhaldsgrein Ingibjargar er 100 m bringusund og þar hefur hún náð bestum árangri, 1:35 mín. Hins vegar er skriðsund uppáhaldsgrein Bryndísar, en best- um árangri hefur hún náð í 50 m bringusundi, sem hún synti á 0:48 mín. Báðar eru staðráðnar í að halda æfingum áfram og stefna eindregið að því að bæta sig. Guðmundur Sigurðsson er annað árið í röð þjálfari í frjálsum íþróttum á Króknum og hann sagði að fastar æfingar væru einu sinni í viku, þó áhuginn væri því miður frekar takmarkaður, en þeir sem hefðu áhuga æfðu mjög vel. Eitt unglingamót var haldið í sumar með sæmilegum árangri, annað mót verður haldið 21.-22. ágúst í Vestur Húnavatnssýslu og verða þar kepp- endur af Norðvesturlandi. Sigurborg Gunnarsdóttir hefur haft umsjón með kvennafótbolt- anum nú í tvö sumur, en kvenna- fótbolti hefur verið æfður hér í þrjú ár. I sumar hafa stelpurnar aðeins keppt einu sinni, en þann leik léku þær mjög vel og unnu Ólafsfirðinga 5:1.1 næstu viku keppa þær við KA á Akureyri og vonum við að sá leikur gangi eins vel um leið og við óskum öllum íþróttamönnum Tinda- stóls góðs gengis. Oddvitinn: „Betur sjá augu en eyra.” Bílarnir okkar eru tilbúnir í ferðalag hvert á land sem er. Áralöng reynsla. Við höfum bíla af öllum stærðum. Hafðu samband. STEINDÓR SIGURÐSSON NJARÐVlK PÓSTHÓLF 100 SlMAR: 92-4444, 3550 og 2040 @ raf sjá hf Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Sími95-5481 Laus staða Á skattstofu Norðurlands vestra er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 10. ágúst. n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.