Feykir


Feykir - 09.01.1985, Side 1

Feykir - 09.01.1985, Side 1
— fyrir Norðurland vestra — FlugvöIIur í bígerð við Hofsós Líkur eru á að flugvöllur verði gerður við Hofsós. Undanfarið hafa verið í gangi athuganir á gerð sjúkraflugvallar í landi Grafargerðis, austan þjóðvegar- ins ofan við Hofsós. Gunnar Jón Ásbcrgsson Þorbjörn Arnason Jón Ásbergsson ráðínn forstjórí Hagkaupa r Þorbjöm Amason ráðinn forstjóri hjá Loðslánni hf Jón Ásbergsson, forstjóri Loð- skinns h.f. á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn forstjóri Hagkaupa. Jón sagði í samtali við Feyki að hann myndi hætta störfum hjá Loðskinni 1. júní n.k. og flytja til Reykjavíkur fljótlega eftir það og taka við nýja starfinu. Nýr forstjóri Loðskinns hf. hefur verið ráðinn Þorbjörn Árnason, fulltrúi sýslumanns Skagafjarðarsýslu, og tekur hann til starfa hjá fyrirtækinu 1. mars n.k. Eftirsjá verður að Jóni Ás- bergssyni úr bænum, en hann hefur tekið virkan þátt í bæjar- málum og setið í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann á einnig sæti í stjórn Feykis hf. Feykir óskar bæði Þorbirni og Jóni velfamaðar í nýjum á- byrgðarmiklum stöðum. —GM Hvammstangi og Skagaströnd verða aðilar að rekstri Fjölbrautaskólans Nú er verið að ganga frá formlegri aðild tveggja sveitar- félaga á Norðurlandi vestra að Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki. Eru það Hvammstanga- hreppur og Höfðahreppur á Skagaströnd. Alls verða þá rekstraraðilar F.á.S. orðnir 9; allir þéttbýlisstaðirnir í kjör- dæminu og Hólahreppur, Ríp- urhreppur og Skarðshreppur. Baldvinsson, bifreiðastjóri, hefur haft veg og vanda af því að þessar athuganir hafa verið gerðar og fékk hann Olaf Pálsson, verk- fræðing, til að gera útttekt á kostnaði við flugvallargerð á þcssum slóðum. Ekki náðist í Gunnar til að hann gæti greint frá hugmynd- um um flugvöllinn, en Ofeigur Gestsson, sveitarstjóri á Hofsósi sagði í samtali við Feyki að forsagan væri sú að á árunum 1975-80 hefðu verið gerðar kann- anir á vegum flugmálastjórnar á möguleikum flugvallargerðar norðan við Hofsós. Síðan hefði það legið í láginni til 1982, að Ofeigur spurðist fyrir um þetta og benti á nauðsyn sjúkraflug- vallar með tilliti til stærðar byggðarlagsins og þess að vegur- inn milli Hofsóss og Sauðár- króks er einungis mokaður tvisvar í viku að vetrarlagi. —I þessu bréfi benti ég á að hér fyrir ofan Hofsós er alla jafna mjög snjólétt og m.a. í landi Gunnars Baldvinssonar í Grafargerði. Síðan var lítið gert í þessu þar til Gunnar fékk mikinn áhuga fyrir flugvellinum og þá kom sú hugmynd til viðbótar inn í myndina að hér gæti orðið varaflugvöllur fyrir Siglufjarðarflugið. Reykingar bannaðar Eins og flestum er sjálfsagt orðið ljóst þá gengu í gildi ný lög um áramótin varðandi tóbaksreyk- ingar og meðferð og sölu tóbaks. Lögin fela í sér að reykingar eru ekki lengur leyfðar í opin- berum byggingum og á þeim stöðum sem almenningur á aðgang að, s.s. á afgreiðslum stofnana og fyrirtækja svo og í verslunum og öðrum slíkum stöðum. Reykingar í skólum og á barnaheimilum eru einnig bannaðar og/eða stórlega tak- markaðar og sala á tóbaki til barna og unglinga yngri en 16 ára er bönnuð. Á stórum vinnustöðum er vandalaust að banna reykingar eða takmarka þær og þurfa starfsmenn ekki annað en samþykkja slíkt sín á meðal, þá eru lögin í fullu gildi á þeirra vinnustað. Feyki þótti viðbúið að ýmsum brygði við og spurðist fyrir meðal stórreykingamanna hvort bannið kæmi illa við þá. Sumir sögðust alveg hættir að reykja frá og með áramótum aðrir segjast ekki munu reykja á vinnustað, enn aðrir eru farnir að reykja í laumi og svo eru einstaka sem hafa heypt sér „reyklausa” öskubakka og vona að enginn taki eftir neinu. Lögreglan hefur vopnast vatns- byssum og skýtur á hvern þann sem sést með óþverrann opin- berlega. Við klykkjum út með þessari vísu frá Hilmi Jóhannes- syni sem segist ekki reykja á vinnustað af samviskuástæðum. Mitt bjartsýna lífsþrek er brotið, í bindindishrjáðu landi. Árið er reyklaust og rotið, og raunirnar óteljandi. í greinargerð Ólafs Pálssonar segir að kostnaður við gerð 800 x 30 m flugvallar myndi nema 1,6 millj. kr. Ófeigur Gestsson kvað hrepps- nefnd Hofsóss ekki hafa átt neinn þátt í að þessi áætlun var gerð og ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um aðild Hofs- óshrepps að gerð flugbrautar. —Eg held þó að engum blandist hugur um nauðsyn þess að hér verði komið upp sjúkra- flugvelli í náinni framtíð og 1,6 millj.kr. er ekki stór upphæð þegar um mannslíf er að ræða. Þetta er þó ekki á fjárhagsáætl- un Hofsóshrepps, önnur verk- efni eru brýnni á næstunni. Fjármagn til framkvæmda úti á landsbyggðinni liggur heldur ekki á lausu, þó nóg sé til af peningum annars staðar, sagði Ófeigur. Reynir og Stefán með langlægsta tilboðið í Leiru- veg við Akureyri Verktakafyrirtækið Reynir og Stefán sf. á Sauðárkróki átti langlægsta tilboðið í framkvæmd- ir við Leiruveg innan Akureyrar er tilboð voru opnuð skömmu fyrir jól. Tilboðið reyndist ein- ungis nema um 45% af kostnað- aráætlun Vegagerðarinnar og var því umsvifalaust tekið. Reynir Kárason annar eig- enda fyrirtækisins sagði í sam- tali við Feyki að þessi prósentu- tala segði ekki alla söguna, því áætlun Vegagerðarinnar væri í fyrsta lagi í hærri kantinum og einnig væru þeir með þannig tæki að ef afköstin yrðu sæmileg væri engin hætta á að þeir kæmu útúr þessu með halla. — Við erum ekki að þessu til að tapa á því, sagði Reynir og bætti því við að í sumar hefðu tilboð þeirra farið allt niður í 32% af kostnaðaráætlunum við þau verk er þeir tóku þá að sér. Var þar m.a. um að ræða viðbót við Siglufjarðarflugvöll. — Þetta verk við Leiruveginn er undirbygging 2.7 km langs kafla fyrir varanlegt slitlag í svokölluðum Vaðlareit vestan Vaðlaheiðar. Stærsti liðurinn í þessu er klapparvinna, þ.e. að skera niður úr klöppum utan í hlíðinni. Tilboð okkar var gert í samvinnu við Ytuna s.f. á Akur- eyri og við reiknum með því að byrja á þessu verki í lok febrúar ef veður leyfir, sagði Reynir að lokum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.