Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA
Miðvikudagur 28. júní 1995
FRÉTTABLAÐIÐ L-------- ---- ---------------- -------------
3
- segir Gaui Þorsteins
Óshlíðarhlaupið fór fram á
laugardaginn í þriðja sinn og
var gnðarleg þátttaka og þótti
hlaupið ekki hafa getað tekist
betur. Blaðið hafði samband
við Guðjón Þorsteinsson og
spurði hann um hlaupið.
"I undirbúningsnefnd Ós-
hlíðarhlaupsins voru Jónas
Gunnlaugsson og Björg Aðal-
heiður Jónsdóttir", sagði Guð-
jón. "Þau voru í undirbúnings-
vinnu við hlaupið og að koma
upplýsingunt um það suður og
fá fólk til að koma að hlaupa.
Ég kom inn í þetta frá IBI. Það
má segja að Jónas og Björg eigi
allan heiðurinn af því hvað
hlaupið tókst vel. Hlauparar
voru yfir 180 að tölu, veðrið
var mjög gott sem betur fer og
mætingin á Silfurtorg var
framar öllum vonum. Það er
greinilegt að Óshlíðarhlaupið
verður árviss viðburður í fram-
tíðinni.
Óshlíðarhlaupið er þrjár
vegalengdir. Það er 4ra km
skemmtiskokk, 10 km hlaup
sem hefst í Hnífsdal og endar
á Silfurtorgi eftir að búið er að
hlaupa inn á Skeiði, og síðan
hálft maraþonhlaup sem hefst
í Bolungarvík og endar á Silf-
urtorgi eftir að hlaupið hefur
verið inn á Skeiði. "Ég veit að
hlaupið tókst virkilega vel
núna og voru allir mjög á-
nægðir með hlaupið og viðtök-
urnar í heild sinni. Ég er líka
alveg viss um að við gerurn enn
betur næst, hvernig sem við
förum að því. Þetta er að þakka
samvinnu milli margra aðila,
ísfirðinga og Bolvíkinga,
Björgunarsveitarinnar Tinda,
Sundfélagsins, Skíðafélagsins,
félaga innan ÍBÍ og Hjálpar-
sveitar skáta", sagði Guðjón
Þorsteinsson í samtali við
blaðið.
-GHj.
4 km skokk karla. Fyrstur var Friðrik Ómarsson, á 18,14
mínútum, annar Óskar A. Friðbjarnarson á 18,42 og jafnir í
triðja sæti á 19,03 voru Matthías Vilhjálmsson og Hlynur
í 10 km hlaupi 15 ára og yngri stúlkna varð fyrst Jóhanna
Jakobsdóttir á 53,11 mínútum, Sigrún S. Halldórsdóttir á
53,12 og Kolbrún Eva Viktorsdóttir á 54,43.
Fyrstu þrír í hálf-maraþoni. Nr 1 Daníel Jakobsson á 1 klst.
14,04 mínútum, nr. 2 Árni Ármann Árnason á 1 klst. 24,16
mínútum og nr. 3 Gísli E. Árnason á 1 klst. 25,00 mín.
I 4 km hlaupi kvenna sigraði Rakel Ingólfsdóttir á 17,56
mínútum. Önnur varð Hafdís Gunnarsdóttir á 19,54 og þriðja
María Kristjánsdóttir á 20,03.
I 10 km hlaupi í flokki kvenna 16-39 ára sigraði Stella
Hjaltadóttir á 46,34 mínútum, önnur varð Rósmunda Bald-
ursdóttir á 53,44 mín. og þriðja var Margrét Tryggvadóttir
á 56,02.
Arnór Magnússon og Stella Hjaltadóttir voru spretthörðust
í 10 km kvenna- og karlahlaupi, Arnór á tímanum 41,56 mín.
og Stella á 46,34 mínútum.
I 10 km hlaupi í
flokki 15 ára og
yngri hljóp Ólafur Th.
Árnason á 46,27
mínútum.
Þess má til viðbótar geta, þó ekki hafi náðst myndir af við-
komandi, að ein kona, Sólveig Aðalsteinsdóttir, var skráð í 10 km
hlaupi kvenna40-49 áraoghljóp húná 62,37 mínútum. Þá vareinn
karl skráður í 10 km 50 ára og eldri, en það var Halldór Asgeirsson
og hljóp hann á tímanum 56,17 mínútum. Styrmir Sigurðsson var
fljótastur í 10 km hlaupi 16-39 ára karla á 44,22 mínútum, Símon
Þór Jónsson var annar í sama flokki á 48,54 og Gunnar Þór Sig-
urðsson varð þriðji á 49,53 mín.
í hálf-maraþoni karla 40-49 ára varð Tryggvi Aðalbjarnarson
fyrstur á 1 klst 36,32 mín. Annar varð Gunnar Þórðarson á 1 klst
38,40 og þriðji Árni Aðalbjarnarson á 1 klst 46,54.
I hálf-maraþoni karla 50 ára og eldri hljóp Gísli Gunnlaugsson
á 1 klst. 45,09 og Grétar Guðni Guðmundsson á 2 klst. 10,37.
I hálf-maraþoni kvenna 16-39 ára hljóp Fjóla Þorkelsdóttir á
1 klst. 42,08 og Lára Sturludóttir á 1 klst 54,19.
í hálf-maraþoni kvenna 40-49 ára hljóp Svava Oddný Ásgeirs-
dóttir á 1 klst. 40,01 og Rósa Þorsteinsdóttir á 1 klst. 43,39.
Til áskrifenda Vestfirska
fréttablaðsins!
Enn eru nokkrir sem eiga eltir að borga
eldri áskriftargjöld.
Endilega gerið skil sem fyrst svo blaðið
haldi áfram að berast til ykkar.