Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ J^^^^^^^^^^^^^^^Miðvikudagu^^únn995 Hagur ísafjarðarkaupstaðar batnar með hverju árinu - meðan hagur íslenskra sveitarfélaga fer almennt versnandi ár frá ári í Vestfirska fréttablaðinu í síðustu viku var greint ítar- lega frá batnandi afkomu bæjarsjóðs ísafjarðar milli ára. Til frekari fróðleiks má geta um samantekt í Morg- unblaðinu í síðustu viku undir fyrirsögninni „Sveitar- félög rifa seglin“. í undirfyrir- sögn segir: „Staða sveitar- félaga versnaði á síðasta ári og rekstrarkostnaður þeirra þrengir æ meir svigrúm til greiðslu skulda." Kópavogs, Seltjarnarness ur farið stöðugt versnandi á allt síðasta kjörtímabil. stöðu ofangreindra fimm í blaðinu er gerður sam- og ísafjarðar. Þar kemur undanförnum árum hefur Við leyfum okkur að birta kaupstaða á árunum anburður á fjárhagsstöðu fram, að á meðan hagur staða bæjarsjóðs ísafjarðar hér mynd af súluritum Morg- 1990-94. Akureyrar, Garðabæjar, fjögurra hinna fyrsttöldu hef- farið batnandi jafnt og þétt unblaðsins yfir fjárhags- Fjárhagsstaða Akureyrar 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 Fjárhagsstaða Garðabæjar 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 í mtlljónum Kr. á verðiagi í árslok 1994 Fjárhagsstaða ísafjarðar 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 í milljómim kr. á verðlagi i árslok 1994 Fjárhagsstaða Kópavogs 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 Fjárhagsstaða Seltjarnarness 1990-94 1990 1991 1992 1993 1994 (miUjónum kr. á verðtagi í árslok 1994 Oddur brotínn? Eftir að fiskveiðifrumvarp Þorsteins Pálssonar hafði náð lendingu á Alþingi í vor þar sem nánast var valtað yfir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, einkanlega Einar Odd Kristjánsson, sem gefið hafði stórar yfirlýsingar en studdi síðan frumvarpið, orti Sighvatur Björgvinsson: Einar braut af sér oddinn, umbun hlaut ekki neina. Kaldur þykir þeim koddinn, sem kúra til fóta hjá Steina. -GHj. Fjórðungssamband Vestfirðinga: Lög og reglur í endurskoðun Skipuð hefur verið nefnd til þess að endurskoða lög og reglur Fjórðungssambands Vestfirðinga. í henni eiga sæti Kristinn Jón Jónsson, ísafirði, for- maður, Drífa Hrólfsdóttir, Ytra-Ósi í Steingrímsfirði, Björn Birkisson, Botni í Súgandafirði, Jón Guð- mundsson, Bíldudal, og Stefán Magnússon, Reyk- hólum. Varamenn eru Gunnar Grímsson, Hólmavík, Árni Brynjólfsson, Vöðlum í Önundarfirði, Björgvin Sigurjónsson, Tálknafirði, og Bjarni P. Magnússon, Reykhólum. VESTFIRÐINGAR! Y'feksij' íínirtgtirstsiðitr / fj öýii r)/> ct rg^/ rt n i ÍHJARTA REYKJAVÍKUR NÝTT SÍMANÚMER 5 11 11 55 Fagranesið: Ovissa og neikvæð umræða hafa skaðað okkur mikið - segir Reynir Ingason, framkvæmdastjóri Hf. Djúpbátsins Fjölmiðlaumræðan, og reyndar almenn umræða und- anfarin misseri, uni óvissa framtíð Djúpbátsins Fagraness á Isafirði, hefur skaðað rekstur skipsins mikið, að sögn Reynis Ingasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Þessi neikvæða umræða sem hefur verið um framtíð Fagranessins hefur greinilega skemmt mikið fyrir okkur í sumar“, sagði Reynir í samtali við blaðið. „Fólk sem hefur hringt hingað á skrifstofuna og spurst fyrir um ferðirnar í sum- ar, bæði erlendis frá og svo Is- lendingar, hefur staðið í þeirri trú að búið væri að selja hið nýja og stóra Fagranes úr bæn- um og það væri ekki lengur til taks hér. Þarna hefur verið um erlendar ferðaskrifstofur að ræða og einnig einstaklinga." - Hvernig hafa Homstranda- ferðir skipsins komið út það sem af er sumrinu og hvernig útlitið með þær framundan? „Þetta hefur verið mjög lé- legt hingað til. En það virðist þokast uppávið. Þetta er nei- kvæðri umræðu að kenna og hún hefur skaðað okkur mikið. Þess vegna hefur verið minna um pantanir en undanfarin ár. Auðvitað spilar þarna með þessi harði vetur sem var í vetur og sumir standa í þeirri trú að við vöðum snjóinn í klof hérna fyrir vestan ennþá. Fólk heldur því fram að sumarið sé ekki komið hér fyrir vestan. Þetta er bara vitleysa því hér er komið sumar. Snjórinn hefur runnið niður undanfarnar vikur. Ég var að tala við Sjöfn Guðmunds- dóttur, húsfreyju í Reykjafirði, og sagði hún ekki mikinn snjó þar miðað við venjulegt árferði og hefði snjórinn horfið nú á stuttum tíma.“ - Hefur þú nokkrar fréttir af ferjubryggjum fyrir skipið í Djúpinu og hér á Isafirði? „Nei, það er ekkert nýtt í þeim efnum. Við bíðum bara spenntir eftir því að þingmenn Vestfjarða, sem lofuðu miklu um þessa hluti fyrir kosningar, beiti sér fyrir því að koma upp aðstöðu fyrir skipið þannig að það getir rækt hlutverk sitt og hafið bflaflutninga um Djúp af fullum krafti'*, sagði Reynir Ingason. -GHj. Nýr leikskóli í Súðavík: Fyrsta skóflu- stungan tekin - rausnarlegar gjafir Færeyinga Lionsmanna Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Súðavík, en þar er um að ræða viðbygg- ingu við Grunnskóla Súða- víkur, var tekin sl. laugardag. Það gerði Albert Kemp, fjöl- umdæmisstjóri Lionshreyf- ingarinnar á íslandi, og jafn- framt afhenti hann höfðinglega gjöf Lionsmanna á Norðurlöndum til byggingar leikskólans eða liðlega 8 milljónir króná. Stærsta framlagið til leik- skólans kemur þó frá Færey- ingum, eins og kunnugt er, eða 25 milljónir króna. Ekki var neinn frá Færeyjum við at- höfnina á laugardag, en börn í Súðavík tóku þátt í henni fyrir hönd Færeyinga, að höfðu samráði við Paul Mohr, ræðis- mann Islands í Færeyjum. Við athöfnina flutti sr. og norrænna Magnús Erlingsson blessun- arorð. Leikskólabyggingin nýja mun kosta liðlega 50 milljónir króna og vantar lítið á að sú upphæð sé til staðar. Auk þeirra framlaga sem að ofan greinir fást um 12 milljónir króna úr tryggingum vegna gamla leikskólans sem varð fyrir snjóflóðinu. 5 TRIAL BY JURY THE LAST SEDUCTION Videohöllin er eins og lífið - hún kemnr sífellt á óvart Videohöllin S. 456 4853 Númer sem má syngja Gaui alltaffyrstur með myndirnar TIL SÖLU TIL LEIGU THE CROW PASSENGER 57 JURASSICPARK THE PROGRAM THEDARKHALF MYLIFE HARD TARGET MASK ACE VENTURA PELICAN BRIEF MAVERICK og margar margar fleiri MlKltí ÚRVAL AFBARNA- MYNDUM m/íslensku tali TIL SÖLU

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.