Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 7
YESTFffiSKA
FRÉTTABLAÐIÐ L
Miðvikudagur 28. júní 1995
Umdæmisþing rótarýmanna
haldið á ísafirði
- í fyrsta sinn í sögu rótarýhreyfingarinnar á íslandi
- Egill á Hnjóti sæmdur heiðursverðlaunum íslenskra rótarýmanna
Umdæmisþing íslensku
rótarýhreyfingarinnar (Rotary
International á Islandi) var
haldið á ísafírði fyrir og um
síðustu helgi. Þetta var í fyrsta
sinn í liðlega 60 ára sögu
rótarýstarfs hérlendis sem árs-
þingið er haldið á Vestfjörðum.
Á þinginu lét Ólafur Helgi
Kjartansson sýslumaður af
starfi umdæmisstjóra Rótarý á
Islandi, en hann hefur gegnt
embættinu síðastliðið starfsár.
Hátt á annað hundrað gestir
komu til Isafjarðar í tilefni af
umdæmisþinginu. Fundir voru
haldnir í sal Framhaldsskóla
Vestfjarða en kvöldverður var
snæddur í Félagsheimilinu í
Hnífsdal á föstudags- og laug-
ardagskvöld og þar var
lokafagnaður haldinn á laugar-
dagskvöldið og dansað t'ram á
rauða nótt.
Á landinu eru starfandi 25
rótarýklúbbar. Elstur er
Rótarýklúbbur Reykjavíkur,
stofnaður árið 1934, en
Rótarýklúbbur ísafjarðar er
næstelstur, stofnaður árið 1937.
Einu sinni áður hafa ísfirðingar
átt umdæmisstjóra íslenska
rótarýumdæmisins, en það var
Kjartan Jóhannsson héraðs-
læknir.
Árlega veita íslenskir rót-
arýfélagar sérstaka viðurkenn-
ingu úr starfsgreinasjóði sínum.
Að þessu sinni varð Egill Ó-
lafsson á Hnjóti í Örlygshöfn
þessa heiðurs aðnjótandi, fyrir
ómetanlegt starf áratugum
saman við söfnun og varðveislu
íslenskra menningarverðmæta.
í ár eru 90 ár liðin frá stofnun
Rotary International og hefur
afmælisins verið minnst um
allan heim. Fyrsti fundurinn var
haldinn í Chicago í febrúar-
mánuði árið 1905 að frum-
kvæði manns að nafni Paul
Harris.
Umdæmisstjóraskipti fara fram í lok umdæmisþings ár hvert. Hér hagræðir sá fráfarandi,
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á ísafirði, umdæmisstjórakeðjunni um hálsinn á
arftaka sínum, Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra í Kópavogi. Til vinstri á myndinni eru
eiginkonur þeirra, þær Sæunn Sveinsdóttir og Þórdís Jónsdóttir.
Frá umdæmisþingi rótarýmanna í sal Framhaldsskóla Vestfjarða. í ræöustól er Jón Páll
Halldórsson framkvæmdastjóri, en hann flutti erindi um ísafjarðarbæ og sögu hans og um
Rótarýklúbb ísafjarðar.
vantar gömul föt
Vegna 50 ára afmælishátíðar ísftrðingafélagsins, sem haldin verður á ísafirði helgina 21.-23. júlí,
vantar Litla leikklúbbinn gömul föt, bæði vinnuföt og betri föt, t.d. buxur, pils, skyrtur, peysur, stíg-
vél og skó. Því eldri og slitnari, því betra.
Hafið samband við Höllu. s. 456 438B, Þórdísi, s. 456 3193, eða Björgu, s. 456 5121, sem fyrst.
Á föstudagskvöldið heimsóttu rótarýgestir Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað á
ísafiröi. Hér má sjá þá Ólaf Helga Kjartansson, fráfarandi umdæmisstjóra á íslandi. og Roy
J.A. Whitby, fulltrúa alheimsforseta Rotary International, leiða eiginkonu hins síðarnefnda
á milli sín út eftir járnbrautarsporinu framan við Turnhúsið.
Egill Ólafsson á Hnjóti (til vinstri) veitir viðtöku heiðursverðlaunum úr starfsgreinasjóði
íslenska rótarýumdæmisins úr hendi Ólafs Helga Kjartanssonar umdæmisstjóra. Á milli
þeirra er Georg Tryggvason lögfræðingur, formaður sjóðsstjórnar.
Grunnskólarnir á Vestfjöröum:
Góður og mjög batn-
andi árangur í sam-
ræmdum prófum
Misjafnt gengi grunnskóla-
nemenda á Vestfjörðum í sam-
ræmdum prófum hefur mikið
verið til umræðu á undanförn-
um árum. Utkoman úr sam-
ræmdu prófunum var þó öllu
betri fyrir Vestfirði núna í ár en
síðastliðið ár. Til dæmis var
meðaltalseinkunn á Vestfjörð-
um í sfærðfræði nokkuð svipuð
og í öðrum fræðsluumdæmum
á landsbyggðinni.
Útkoman í Bolungarvfk var
mjög góð, skólinn þar var vel
yfir landsmeðaltali, allt að
hálfum í ensku, sem kom best
út. Þá hefur það heyrst að ein-
kunnir ú samræmdu prófunum
í vor hafi komið enn betur út á
Flateyri heldur en í Víkinni og
heyrst hefur einnig um gott
gengi f Súðavík.
Ýmsir skólamenn hafa lýst
þeirri skoðun sinni við blaðið
að óverðskuldað sé að þakka
fræðsluskrifstofunni einni
þennan bætta árangur. Hann sé
að þakka samstilltu átaki kenn-
ara og nemenda í viðkomandi
skólum. Eftir slæmt umtal í
tjölmiðlum og annars staðar
hafi skólafólki þótt nóg komið
af því góða.
Hins vegar segja skólamenn
að ekki megi gera lítið úr því
átaki sem fræðsluskrifstofan
hóf síðastliðinn vetur. Árangur
af því átaki muni bara taka
lengri tíma til þess að skila sér.
-GHj.