Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 6
VESTFIRSKA
6
Patreksfjöröur:
Löggan
á felgunni
Aðfaranótt sunnudagsins var loftinu hleypt úr öllum
dekkjum annara tveggja lögreglubifreiða hjá lögregl-
unni á Patreksfirði. Ekki er vitað hver eða hverjir voru
þarna að verki. Að sögn lögreglunnar hefði þetta tiltæki
getað komið sér afar illa ef eitthvað sérstakt hefði
komið uppá í nágrenninu því þetta var jeppabifreið
lögreglunnar.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Patreksirði um
helgina vegna ölvunar.
-GHj.
Altarisganga
í Holtskirkju
Helgistund með altarisgöngu verður í Holtskirkju í
Önundarfirði á sunnudaginn, 2. júlí, kl. 14.00. Sr.
Gunnar Björnsson predikar og þjónar fyirr altari.
íbúð til sölu
Til sölu er íbúð á 1. hæð að Aðalstræti
17, ísafirði. íbúðin er 86,5 fm, þriggja
herbergja ásamt geymslum í kjallara og
á háalofti og hlutdeild í sameign.
Upplýsingar gefur Guðmundur í síma
456 4231 á kvöldin.
Til sölu
Ferðamálablaðið Flóki er til sölu,
ef viðunandi tilboð fæst.
Upplýsingar í síma 456 4684.
Pétur Bjarnason.
5 stk. stálhillurekkar
hillustærð 70x90, hæð 2,50 m.
Hjólsög, Jack Midhage.
Einnig vinnuborð og borð
með hillum (fínt íbílskúrinn)
ÍSPRENTHF.
Fjarðarstrceti 16, ísafirði,
s. 4563223 dr 456 4411
Miðvikudagur 28. júní 1995
\ FBFTTABLAÐIÐ
Engin grenjavinnsla verður í
landi ísafjarðarkaupstaðar
- hvorki í heimalandinu né á Ströndinni, Jökulfjörðum og Austur-Ströndum
- mikill urgur í bændum og ráðamönnum nágrannasveitarfélaganna
vegna þessa háttarlags
í framhaldi af frétt í síðasta
blaði um að Isafjarðarkaup-
staður hafi hafnað þeim
Kleifabræðrum, Haraldi og Ó-
lafi Guðmundssonum, til
grenjavinnslu á Snæfjalla-
strönd hafa margir haft sam-
band við blaðið og bent á að ef
Isafjarðarkaupstaður sjái ekki
um grenjaleit í landi sínu sé
verið að brjóta landsiög. Er
mikill urgur í mönnum vegna
þessa.
Eftir að Grunnavíkurhreppur
sameinaðist Snæfjaliahrepp
árið 1964 var aðeins um eitt
sveitarfélag að ræða,
Snætjallahrepp. Hreppurinn
náði því frá Kaldalóni að tjall-
inu Lás, milli Hesteyrartjarðar
og Veiðleysufjarðar í Jökul-
fjörðum. Undanfarna áratugi
hefur Ragnar Jakobsson í
Reykjafirði séð um grenja-
vinnslu á svæðinu frá Hom-
bjargi að Geirólfsgnúpi, þ.e.a.s.
Húnaflóamegin á svæðinu.
Sigurjón Hallgrímsson frá
Dynjanda hefur séð um vinnsl-
una Jökulfjarðamegin, frá Lás
að Bjarnarnúpi. Síðan hafa
Kleifabræður séð um refa-
vinnslu á Ströndinni frá Núp að
Kaldalóni undanfarin sex ár.
Nú hefur allt þetta land allt
verið sameinað Isafjarðarkaup-
stað og er eitt sveitarfélag og
fer bæjarstjórn Isatjarðar með
völdin alla leið norður að
Hornbjargi og þykir ýmsum
nóg um.
Blaðið hafði samband við
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóra á Isafirði og spurði hann
hvort Ragnar og Sigurjón hefðu
verið ráðnir til grenjavinnslu á
þeim svæðum sem þeir hafa
haft í sinni umsjá. „Ragnar
hefur ekkert samband haf't við
mig“, sagði bæjarstjóri. „Sig-
urjón hefur hins vegar verið í
viðræðum við mig um þetta
mál. Ég á ekki von á að Ragnar
og Sigurjón verði ráðnir. Það
væri óeðlilegt eftir að hinum
var hafnað og ég tel að það
sama eigi að gilda um alla þessa
menn og þeir eigi allir að fá
sömu afgreiðslu hjá okkur.“
- Verður engin grenjavinnsla
í heimalandi kaupstaðarins? Nú
er töluvert fuglavarp við flug-
völlinn sem erfitt hefur verið að
verja fyrir tófu...
„Svo er sagt, já. Það hefur
enginn verið ráðinn hér í
heimalandið heldur“, sagði
Kristján Þór Júlíusson.
Blaðið hefur fregnað að
mikil óánægja ríki með þessa
ákvörðun bæjarstjórnar Isa-
fjarðar hjá ráðamönnum ná-
grannasveitarfélaganna. Telja
þeir að Isfirðingar ali upp varg
í sparnaðarskyni og kostnaður
við útrýmingu hans lendi svo í
auknum mæli á nágrönnum
þeirra því þegar refurinn er ekki
drepinn og fær að komast upp
óáreittur þá fjölgi honum svo
að hann streymi yfir í aðrar
byggðir.
Bóndi í Isafjarðardjúpi hafði
samband við blaðið og benti á
að þegar Snæfjallahreppur
sameinaðist Isafirði hefðu
bæjaryfirvöld lofað í samn-
ingaviðræðum að séð yrði um
eyðingu refs og villiminks eins
og lög gera ráð fyrir. Sagði
viðmælandinn mikinn urg vera
í bændum á svæðinu.
Einnig hefur blaðið áreiðan-
legar heimildir fyrir því að
oddvitar sveitarfélaga í ná-
grenni Isafjarðar hyggist kæra
bæjarstjórn Isafjarðar fyrir að
brjóta lög um útrýmingu refs
og villiminks. Telja þeir hinir
sömu að háttarlag yfirvalda á
Isafirði sé síst til þess að auka
líkur á frekari sameiningu
sveitarfélaga.
-GHj.
Árneshreppur:
Köttui1 dnepun mink
Brandur, heimilsköttur Úlf-
ars Eyjólfssonar á Krossnesi á
Ströndum, gerði það heldur
gott um daginn og drap mink og
færði húsbónda sínum. „Já,
hann Brandur minn er á við
bestu ntinkahunda", sagði Últ'-
ar í samtali við blaðið. „Brand-
ur hefur farið á minkagreni
hérna rétt innan við bæinn og
drepið minkahvolp og svo fór
hann með hvolpinn í votheys-
gryfjuna. Brandur er mikið
veiðidýr og vanur að koma með
mýs sem hann drepur heim í
gryfju. Það eru eitthvað um 900
krónur fyrir minkaskottið. Ég
er að spekúlera að nota Brand
við minkaveiðar í framtíðinni.
Ég þarf að fara með hann á
grenið og láta hann sækja
hvolpana sem eftir eru í því.
Grenið er í stórurð sem ekkert
er hægt að hreyfa við. Ég get
sjálfur skotið læðuna. Ætli
maður hafi ekki Brand með í
minkaleitir í framtíðinni",
sagði Úlfur.
-GHj.
Skálavík í eyöi
- allt Djúpið að fara sömu leið?
Strandamaðurinn Kristján
Garðarsson er nú um þessar
mundir að flytja frá Skálavík
við Mjóafjörð í Djúpi eftir 4ra
ára búskap þar. Kristján er að
flytja ásamt fjölskyldu sinni að
Efri-Múla í Saurbæ í Dölum,
þar sem hann ætlar að búa með
kýr. Skálavík er til sölu án
kvóta og þá hugsanlega sem
sumarbústaðaland.
„Sá grunur læðist að manni
að Djúpið sé allt að fara í eyði
hægt og sígandi", sagði Krist-
ján í samtali við blaðið.
„Byggðin þolir ekki þessar
endalausu kvótaskerðingu í
landbúnaðinum. Þetta bitnar á
svona strjálbýlum sveitum. Ég
seldi fjárkvótann en ekki
mjólkurkvótann og ætla að búa
með kýr í Saurbænum. Það á
enn eftir að skerða kvótann og
maður hefur heyrt ógnvænlegar
tölur um skerðinguna sem á að
verða í haust. Hún verður á
bilinu 10 til 15%.“
- GHj.
ísafjörður:
Einn í
gpjotið
Einn sat í steininum
á ísafirði aðfaranótt
sunnudagsins vegna
ölvunar og óláta. Mun
sú gisting vera með
dýrasta móti í saman-
burði við verð á hótel-
herbergjum og þægind-
in ekki að sama skapi.
-GHj.