Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 28. júní 1995
VESTFIRSKA
J FRÉTTABLAÐIÐ
SMÁ-
AUGLÝSINGAR
Til sölu er 486-tölva,
50 MHz m/4ra hraða
geisladrifi, 16 bita
hljóðkorti, 420 Mb
harður diskur, 18 Mb
minni. Mikill fjöldi
leikja og forrita með.
Verð ca. 110-115 þús.
kr. Sími 456 7252.
Storno farsími til sölu.
Sími 456 3577.
Óska eftir að vera í
vist í sumar. Er 11 ára
og er vön. Uppl. í
síma 456 4645 eftir kl.
17, Anna.
Vertu með! Lands-
hreyfing ‘95, ganga,
skokk, 3 km hlaup eða
200 m sund. Skráning-
arbækur í Studio Dan
og Sundhöllinni, kr.
150.
Til sölu MMC Lancer
4x4 árg. 1988, ek. 135
þús km. Sími 456
3833.
Til sölu Subaru Justy
4x4 árg. 1991, ek. 50
þús. km. Bein sala.
Sími 456 6163 á kvöld-
in.
Línuskautar nr. 38 til
sölu. Sími 456 4726.
Óska eftir að vera í
vist í sumar eftir há-
degi. Er 12 ára. Uppl. í
síma 456 4274 eftir kl.
19.00. Dagný.
Naggrísir fást gefins.
Sími 456 4311.
Gisting í Reykjavík.
Tveggja herb. íbúð
búin húsgögnum til
leigu. Uppl. f s. 581
3821 og 553 4879.
ísskápur óskast.
Stærð og útlit skipta
ekki máli. Sími 456
3887.
Til sölu Daihatsu
Charmant árg. 1982 til
niðurrifs. Uppl. í síma
456 4361 á kvöldin.
Græn barnaúlpa nr.
10, að hluta til úr
fleece-efni, fannst fyr-
ir utan Hótel ísafjörð í
byrjun júní. Uppl. í
gestamóttöku hótels-
ins, sími 456 4111.
Til sölu vel með farið
3ja gíra kvenmanns-
reiðhjól. Verð 8 þús-
und. Sími 456 3850,
Hildur.
Óska eftir tveggja
sæta sófa eða tveim
stólum. Sími 456 3929
eftir kl. 16.
Óska eftir 12 ára
stelpu eða eldri til að
passa tvo stráka frá
kl. 16.30 til 18. Bý
uppi á Hjallavegi.
Linda, sími 456 4686.
Fasteignavíðskipti
Skrifstofan verður lokuð til
þriðjudagsins 4. júlí.
Arnar G, Hinriksson hdl,
Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 456 4144
Einbýlishús
með sál!
„Höllin hans Jóhannesar“ er nú til sölu. Húsið, sem
stendur á einum besta stað á Flateyri, með geypi-
fallegu útsýni yfir Onundarfjörð, er mikið endur-
nýjað að innan; m.a. hefur bæði verið lögð
splunkuný pípu- og raflögn í allt húsið. Eldhúsinn-
rétting er „beint úr kassanum“; hreinlætistæki á baði
ný; upppússað furugólf í stofunni (sem hefur þriggja
og hálfs metra lofthæð, þ.e. stofan!) og margt, margt
fleira.
Húsið er u.þ.b. 120 fm að stærð (auk ca. 15 fm
geymslu í kjallara) og stendur á 600 fm lóð mót
suðri, með mikla ónýtta möguleika. I húsinu eru 10
herbergi (eða þannig);
A neðri hæð eru 3 svefnherbergi, baðherbergi með
þvotta- aðstöðu, anddyri, geymsla og gangur.
A efri hæð eru stór stofa, eldhús, borðstofa og
vinnuherbergi.
Og svo er eitt sem er svo ótrúlegt með þetta hús: Það
er miklu stærra að innan en að utan!!! Já, svona er
nú Island í dag!
Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér þetta nánar er
hér með boðið í kaffi í umræddu húsi, sem stendur
að Brimnesvegi 10 (plís, látið ekki útlitið trufla
ykkur); eða hafið samband við okkur í síma 456
7667.
Jón Þór og Svanhildur.
Bolungarvíkurkaupstaður
Útboð
Hafnarsjóður Bolungarvíkur óskar eftir
tilboðum í vogarhús og undirstöður
undir hafnarvog.
Flatarmál vogarhúss er 77,4 m.2 og
rúmmál 278 m3. Steypa skal húsið upp
og ljúka að fullu frágangi utan- og inn-
anhúss.
Verklok eru 1. desember 1995.
Tilboðsgögn verða afhent frá og með
þriðjudeginum 4. júlí nk. á skrifstofu
Bolungarvíkurbæjar í Ráðhúsinu við
Aðalstræti gegn 5.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað mið-
vikudaginn 12. júlí nk. kl. 14.00.
Bæjartæknifræðingur.
VESTFIRSKA
fFRÉTTABLAÐIÐ |
SÍMI 456 4011
FAX 456 5225
130
Nýjar vestfirskar þjóðsögur
Gestun Pálma og
fermingarfötin
Gestur Pálmason í Bolungarvík, bróðir
Karvels fyrrum alþingismanns, byrjaði
snemma að beita eins og allir strákar i
Víkinni gerðu og gera enn. Þegar Gestur
var fimmtán eða sextán ára voru ferming-
arföt hans orðin ærið slitin og náttúrlega
orðin allt of lítil á kappann sem rifnaði út
á þessum árum. Hann reyndi þvi að nota
fötin og vera í þeim í beitningarskúrnum til
þess að slíta þeim upp.
Eitt sinn þegar Gestur var búinn að beita
setningu dagsins og var á leið út úr skúrn-
um mætti hann Gísla heitnum Hjaltasyni
fyrir utan. Gísli var afar heiðarlegur og
grandvar maður. Þegar hann sá Gest koma
frá beitningunni í fermingarfötunum strauk
hann sér um augun og glápti á hann eins
og naut á nývirki og spurði svo: „Heyrðu, í
hverju ert þú á jólunum, vinurinn?"
-GHj.
Uppskrift í Vestfirska
frá Guörúnu Leifsdóttur, Patreksfiröi
Spari-ýsa
2 ýsuflök
grjón
paprika, rauð, stór
ferskir sveppir
1 dl rjómi
70 g smjör
2 eggjahvítur
2 msk majónes
250 g mozzarella-ostur m/kryddi
Sjóðið ýsuflökin og grjónin. Skerið
niður sveppina og paprikuna og látið
krauma í smjörinu þar til það verður
meyrt.
Stífþeytið eggjahvíturnar, hrærið ma-
jónesið varlega saman við með gaffli.
Kryddið með karrý og aromati eftir
smekk. Blandið að síðustu ostinum út í
með gaffli. Smyrjið eldfast form. Setjið
grjón í botninn, ca. 1 cm, kryddið með
salti og nýmöluðum pipar. Því næst er
ýsunni dreift yfir í litlum bitum, kryddið
með aromati. Sveppunum og paprikunni
dreift ofan á ýsuna. Hellið rjóma yfir.
Loks er eggjahvítublöndunni smurt yfir
og bakað við 200'C þar til það verður
fallega brúnt.
Með réttinum er gott að bera fram
heitt hvítlauksbrauð og eftirfarandi
salat og dressing:
SALAT
kínakál
1 gul paprika
agúrka
púrrulaukur
vínber
DRESSING
1 dl sýrður rjómi, 18%
ca. hálf appelsína
2 hvítlauksgeirar
aromat og Italian Salat Dressing
eftir smekk
Látið standa í ísskáp í ca. tvo tíma.
Ég skora næst á Sigurð Inga Guð-
mundsson, Patreksfirði.
Bolungarvík:
Aflinn síðustu viku
21 færabátur lönduðu 16,5
tonnum 46 róðrum í síðustu
viku í Bolungarvík. Hæst var
Agústa með tvö tonn í tveimur
róðrum.
Tveir dragnótabátar fengu
9,4 tonn í sjö róðrum. Páll
Helgi var með 5,5 tonn í fjó-
rum róðrum.
Tveir línubátar lönduðu 5,8
tonnum úr sex sjóferðum.
Kistufell var með 3,3 tonn úr
þremur róðrum.
Guðný ÍS, sem var á línu í
vetur, er að fara á dragnót og
búist við að hún fari út í dag.
Vinur ÍS landaði 18 tonnum
af rækju í Víkinni á mánudag.
Rækjan fer til vinnslu hjá
Bakka hf. í Hnífsdal því verið
er að breyta rækjuverksmiðju
Þuríðar hf. í Bolungarvík.
Þessar upplýsingar fengust
hjá Gunnari Júl Egilssyni á
Hafnarvoginni í Bolungarvik í
gær.
-GHj.
Bílaleigu-bílar í Dtmmörku
Ódýrara fyrir ísiendinya
í boði eru:
Opel Corsa
Opel Astra
Opel Vectra
Opel Omega
Ford Mondeo
Vikugjald
dkr. 1.495
dkr. 1.995
dkr. 2.195
dkr. 3.495
dkr. 2.895
Audi A4 dkr. 2.895
VW Golf dkr. 1.795
VW Caravelle
8-10manna dkr. 4.995
Allt nýir bílar. Leitið tilboða.
Til afgreiðslu á Kastrup, Billund, eða skv.samkomulagi.
International Car Rental ApS.
Sími 00-45- 75 12 32 40 Fax 00-45- 75 12 60 59
— eða leitið aðstoðar ísíma 94-3745, fax 94-3795.