Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1995, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Hrannargötu 2 ísafirði Pulp Flction eftir Quentin Taratino er án nokkurs vafa ein besta mynd sem kemur á myndbandaleigur á þessu ári. í einu orði sagt meistarverk. SÍÐASTA FREISTINGIN Frábær spennu- og sakamálamynd sem kemur sífellt á óvart. Þetta er vel skrifuð og uppfinningasöm sakamálasaga þar sem áhorfendum ersífellt komið á óvart með snarpri fram- vindu. THREESOME Ein stelpa. Tveir strá- kar. Þrír möguleikar. Þegar Alex (Boyle) skráði sig á heimavist skólans var kyn hennar skráð rangt inn í tölvuna sem gerði það að verkum að henni var úthlutað her- bergi í þeirri álmu sem strákarnir áttu einir að vera. TOPP TIU 1. The jungie book 2. Trapped in Paradise 3. Airheads 4. Pulp Fiction 5. The Client 6. In the army now 7.1 love trouble 8. It‘s Pat 9. Næturvörðurinn 10. Speed Miðvikudagur 28. júní 1995 Vatnsveita ísafjarðar: Jarðagangavatn inn á kerfið í gær - þetta er gæðavatn, segir Eyjólfur Bjarnason í gær var neysluvatni sem tekið er úr Vestfjarðagöng- um hleypt inn á dreifikerfi Vatnsveitu Isafjarðar fyrir í- búana á Eyrinni og í Hoita- hverfi í Skutulsfirði. Isfirðingar hafa þurft að not- ast eingöngu við skítugt yfir- borðsvatn hingað til. I leysing- um og miklum rigningum hefur vatnið ekki einu sinni verið hæft til böðunar þrátt fyrir að nýjum og rándýrum síubúnaði hafi verið komið fyrir í vatns- síuhúsi Vatnsveitunnar í Stór- urð. Hnífsdælingar verða enn í nokkur ár að notast við yfir- borðsvatn úr vatnsbóli í Langá, sem rennur um dalinn. Eins og menn muna sköpuð- ust töluverð vandræði og tafir við borun Vestfjarðaganga þegar bormenn lentu í stórri vatnsæð inni í fjalhnu. I fyrstu var rennslið um 2.000 lítrar á sekúndu en er nú komið niður í 300 1/sek. Að sögn Eyjólfs Bjamasonar, forstöðumanns tæknideildar Isafjarðar, er vatnsþörf kaupstaðarins ef Hnífsdalur er undankilinn um 1501/sek. „Vatnið er úr „Fossinum" svokallaða inni í göngunum", sagði Eyjólfur í viðtali við Vf. „Við tökum á móti því við jarðgangamunnann. I gær tengdum við jarðgangavatnið inn á aðveituæðar sem hafa legið í vatnsbólið í Tungudal. Það vatnsból er nú aflagt. Þetta er fyrsta flokks vatn, síað í gegnum mörg hundmð metra þykkan jarðveg. Það er búið að leggja í þetta verk um 14 millj- ónir króna, aðallega á síðasta ári.“ - Er engin hætta á að lindin í göngunum tæmist í tímans rás? I fyrstu var magnið 2.000 1/sek en nú er það komið niður í 300 1/sek og ennþá stefnir kúrfan niður á við þó hún sé orðin nokkuð flöt. Hefði ekki verið betra að leyfa þessu að renna nokkur ár áður en lagt var í kostnað við að virkja vatnið? „Þessi minnkun vatnsins hefur sífellt verið að jafna sig. Það eru iíka einhverjar árstíða- sveiflur í rennslinu. Nú er sennilega vatnsminnsta tíma- bilið. Við höfum orð þeirra sem sérþekkingu hafa á málunum að þetta verði allt í lagi. Vatnsbólið í Dagverðardal er ennþá í notkun. I haust hættum við að nota það vatn og þá verða öll vatnsvandamál þeirra sem búa á Eyrinni og í Firðin- um úr sögunni. Þá verður búið að leggja nýja æð niður Tungudal, frá göngunum og niður fyrir Bræðratungu, og þar verður hún tengd inn á Holta- hverfisæðina og þá verður auk- ið vatnið á Eyrina líka. Þegar því er lokið höfum við gæða- vatn á kerfinu. Samhliða verður lögð lögn út í Hnífsdal sem í framtíðinni mun liggja um Eyrarhlíð og þegar því verki lýkur verða Hnífsdælingar með sama vatnið og aðrir íbúar kaupstaðarins. Það eru einhver ár í verklokin en það hefur ekki endanlega verið tímasett. V atnsþörf Hnífsdal s er 471/sek. Jarðgangavatnið fer ósíað inn á kerfið en vatnið úr Dagverð- ardal fer í gegnum síurnar í Stórurð. Við getum haldið því vatni aðskildu frá jarðganga- vatninu“, sagði Eyjólfur. -GHj. Þjónustubók útgerðar og fiskvinnslu Út er komin önnur útgáfa af Þjónustubók útgerðar og fiskvinnslu, en fyrsta útgáfa kom út í nóvember 1993 undir nafninu Þjónustubók fiskvinnslunnar. Bókinni hefur allri verið breytt, bæði hvað varðar útlit og efnistök og er nú um tvöfalt stærri en fyrsta útgáfa. Bókin er hugsuð sem handbók allra sem tengjast útgerð og fisk- vinnslu; heimild sem menn geta nýtt sér daglega til að nálgast upplýsingar um stjórn- un, reglugerðir og markaðsmál og til að finna þjónustufyrir- tæki. I bókinni er fjallað ítarlega um gæðastjómun. Þar er m.a. að finna upplýsingar um HAACP-eftirlitskerfið, ISO- o.fi. Þar eru einnig upplýs- ingar um útflutning og banka- þjónustu ásamt skrám yfir hin ýmsu eyðublöð sem fiskút- flytjendur þurfa að nota. Fiskistofa dreifir bókinni til handhafa fiskvinnsluleyfa, en aðrir geta nálgast hana hjá út- gefanda, sem er G.L.-útgáfan, Klapparstíg 25-27, Reykjavfk. Atvinnuráðgjafi Vestfjarða: Elsa Guðmundsdottir hagfræðingup ráðin Elsa Guðmundsdóttir hag- fræðingur hefur verið ráðin í starf atvinnuráðgjafa Vest- fjarða. Fjórðungssamband Vestfirðinga gekk frá ráðn- ingunni í síðustu viku. Elsa er Vestfirðingum að góðu kunn vegna starfa sinna sem verk- efnisstjóri átaksverkefnis í atvinnumálum kvenna, sem gengið hefur undir nafninu Snerpa. Elsa er menntuð í Banda- ríkjunum og starfaði þar við tölvu- og rekstrarráðgjöf áður en hún fluttist aftur til Islands árið 1991. Heima tók hún við Elsa Guðmundsdóttir. framkvæmdastjórastarfi Kramhússins og gegndi því þar hún var ráðin verkefnisstjóri á Vestfjörðum. Elsa mun taka við sínu nýja starfi um miðjan júlí og verður aðstaða hennar í húsnæði Fjórðungssambands- ins í Stjórnsýsluhúsinu á Isa- firði. Sérstök verkefnisstjórn hef- ur verið skipuð vegna atvinnu- ráðgjafans og er hún skipuð forstöðumanni Byggðastofn- unar á Isafirði og stjórnarfor- manni og framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirð- inga. J FRÉTTABLAÐIÐ Sóttkví í Engidal w SOTTKVI Öll ówídkomandi umferd er strang- lega bönnud Þetta stóra skilti er á dyrum eins húsanna í Engidal í Skutulsfirði sem hýstu loðdýr hér áður. Þrátt fyrir eftirgrenslan tókst blaðinu ekki að komast að því hvað þarna væri á ferðinni. Blaðamaður kíkti inn um glugga en sá ekkert annað en tóm loðdýrabúr innan dyra. -GHj. Fjórðungssamband Vestfirðinga: Stjórnarfundur á Ströndum - sumarið notað til að fara um Vestfirði og hitta fóik Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur á- kveðið að halda næsta fund sinn á Ströndum í byrjun júlí. Leitast verður við að nota sumarmánuðina til þess að fara um kjördæmið í þeim tilgangi að færa stjórn sambandsins og framkvæmdastjóra nær sveitarstjórnum á Vestfjörðum. Einnig er vonast til þess að heimamenn nýti sér þessa fundi til þess að setja forystu sambandsins betur inn í þau verkefni sem unnið er að á hverjum stað og þá einkum þau mál sem sambandið getur liðsinnt við. Haukar unnu sann- gjarnan sigur á BÍ Haukar úr Hafnarfirði voru betri aðilinn á móti BÍ á föstudagskvöldið á Torfnesvelli á ísafirðj. Lokatölur urðu 0- 2 og má eiginlega segja að BÍ- menn hafi aldrei komist fyllilega inn í leikinn. Það voru þeir Þór Hinriksson og gamla kempan Magni Blöndal Pétursson sem skoruðu mörkin. Magni gerði sitt mark úr aukaspyrnu af um 30 metra færi. Hann hitti boltann mjög vel og hamraði hann í netið, óverjandi fyrir Pál Ólafsson markvörð BÍ. Þessi leikur er að baki og nú er að einbeita sér að næsta leik. Þess má geta að Jón S. Guðmundsson og Björn Ingimarsson þjálfari og leikmaður BÍ voru báðir í leikbanni og munar um minna. Aðstæður á „grasvellinum“ ömurlegar Spilað var á grasvellinum á Torfnesi, og er óhætt að segja að hann sé í hrikalegu ástandi. Viðgerðir sem framkvæmdar voru í fyrra, t.d. á markteig nær íþróttahúsinu, hafa ekki borið árangur. Torfið hefur ekki náð að festa sig og það var á stundum grát- broslegt að sjá markverði beggja liða veltast um laust torfið. Eitt er víst: Laga verður völlinn þannig að leyft verði að spila á honum í framtíðinni! Gaui Þ. „Rekaviðar- verkefnið Bolur" - Fjóröungssamband Vestfiröinga athugar möguieika á nýtingu rekaviðar Jóhann T. Bjarnason, fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Vestfirðinga, vinnur nú að skýrslu fyrir sambandið um verkefni sem gengið hefur undir heitinu „Rekaviðarverkefnið Bolur“. Jóhann T. og núverandi fram- kvæmdastjóri FV, Eiríkur Finnur Greipsson, fara á Strandir nú í byrjun júlímánaðar í þeim tilgangi að ræða við áhuga- menn á svæðinu um möguleika á samstarfi við nýtingu rekaviðar. Þeir Brynjólfur Sæmundsson á Hólmavík og Guðmundur B. Magnússon á Drangsnesi munu verða tengiliðir við heimamenn.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.