Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 Miðvikudagur 24. janúar 1996 ---- ------ \ FRÉTTABLAÐIÐ »Heimasíða « Þingeyrarhrepps Umsjón: Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri Nú er glatt í hverjum hól! - sérstæð venja á þrettándanum á Þingeyri - tekið er hlýlega á móti álfunum Á þrettándanum tíðkast nokkuð sérstakur siður á Þingeyri, sem við vitum ekki til að annarsstaðar sé hafður um hönd á landinu. Að lokinni álfabrennu síðla dags lætur ung- dómurinn sig hverfa og birtist ekki fyrr en um kvöldið og hefur þá búið sig uppá í alls konar álfabúninga og púka, oft mjög skemmtilega útfærða. Er hér um að ræða allt niður í þá sem valdið geta vettlingi og upp í svona 12 til 13 ára aldur. Ganga þau síðan í hús með plastpoka, oft 3 til 5 saman og biðja um að gefa sér nesti til heimferðar og tala þá gjarnan tungum og jafn- vel kemur fyrir að þau taki lagið. Flest heimili búa sig undir að taka hlýlega á móti álfunum þegar þeir koma til að kveðja og láta ýmislegt góðgæti detta í pokann hjá þeim. Er það oft lítilsháttar af sælgæti eða þá smákökur. Hversu lengi þessi siður hefur tíðkast á Þingeyri vitum við ekki, eða hvemig hann er til kominn. Fróðlegt væri að heyra um það frá lesendum. AO loknum jólum 1996 Ennþá birtast eins og fyrr álfar tröll og þý, Grýla og Leppalúði lifna við á ný. Hafa búferli flutt forynjur um hlað, þrettánda í jólum þá fer allt af stað. Jólasveinar halda heim hafa tóman mal, gæfa er að gefa og gleði veita skal. Sýnum festu og fjör frjálsa gamla tíð, tökum vel á móti þessum magnaða lýð! (Lag: Máninn hátt á himni skín) Elís Kjaran Friðfinnsson Ekki fylgir sögunni hvaö þessir álfar nefnast, en þeir voru fúsir til að raða sér upp til myndatöku á þrettándanum um daginn. Kvenfélagiö Von stendur í stórræðum: Kaupir sögufrægt hús undir starfsemi sína Kvenfélagið Von, sem verður 90 ára 17. febrúar á næsta ári, hefur fest kaup á svokölluðu Vertshúsi, sem er þekkt hús í sögu Þingeyrar og hyggst félagið nota húsið undir starfsemi sína. Kaup- verðið var ein milljón króna. Aðal verkefni Kvenfé- lagsins Vonar um þessar mundir er að safna fyrir snjóflóðaýlum fyrir Björg- unarsveitina Dýra og nýlega gaf félagið sjúkraskýlinu fósturhlustunartæki. Þálagði félagið sitt af mörkum við hjálparstarfið á Flateyri í haust, en þá fóru á þess veg- um 6 til 10 konur á hverjum degi í 10 daga til að leggja hönd á plóginn. Það yrði langur listi ef telja ætti upp öll þau þjóðþrifamál sem félagið hefur komið nálægt á starfsferli sínum og verður það eflaust gert í tengslum við afmæli fé- lagsins á sínum tíma. Hálfgert tómahljóð er í Vertshúsinu þessa dagana. þar sem engir innanstokksmunir eru í húsinu af skiljanlegum á- stæðum. Kvenfélagskonur vilja koma því á framfæri við sam- borgara sína, að þeir láti þær njóta þess ef þeir þurfa af ein- hverjum ástæðum að leggja til hliðar nothæf húsgögn. Allt kemur til greina að þeirra sögn. I stjórn félagsins sitja nu eft- irtaldar konur: Steinunn Lilja Olafsdóttir, formaður, Gunn- hildur Elíasdóttir, gjaldkeri, Alda Sigurðardóttir, ritari, og meðstjórnendur eru Kristín Auður Elíasdóttir og Sigrún Lárusdóttir. Um síðustu aldamót var rek- in greiðasala í Vertshúsinu og var hún nefnd því stórbrotna nafni Hótel Niagara. Þá höfðu bækistöð sína á Þingeyri á vegum Gramsverslunar, amer- ískir sjómenn frá Gloucester og Boston í Massaschussets í Bandaríkjunum. Stunduðu þeir lúðuveiðar út af Vestfjörðum og á Breiðafirði á tvímöstruð- um skonnortum sínum, sem voru allt að 140 brúttórúmlest- ir. Mjög líklegt verður að telja að nafnið Hótel Niagara hafi verið til komið vegna dvalar hinna amerísku gesta á staðn- um. Fjallað verður nánar um þennan merkilega þátt í sögu Þingeyrar hér á síðunni, þegar tekist hefur að grafa upp frekari heimildir. Vertshúsið er 110 ára gamalt og telst því til fornminja. Nathanael Mósesson, kaupmaður.sem rak verslunina Öldu, eignaðist húsið á sínum tíma og bjó í því í áratugi, ásamt fjölskyldu sinni. Síðast bjó í húsinu Erla Sveinsdóttir, dóttir Nathanaels. Vertshúsið er mjög stílhrein og falleg bygging og hefur verið vel við haldið, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér. íbúafjöldi Samkvæmt upplýsingum Jónasar Ólafssonar, sveitarstjóra, voru skráðir 435 íbúar í Þingeyrar- hreppi 1. desember siðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Hins vegar voru 480 íbúar skráðir í hreppnum 1. desember 1994.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.