Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Miðvikudagur 24. janúar 1995 5 FRÉTTABLAÐIÐ |-------- ---------- --------- ---------- ----------- -------------------- ------- Brautryðjendur í hátækniiðnaði: Póls rafeíndavórur fimm ára - Velta á annað hundrað milljónum og selja um 70 - 80% tramleiðslunnar á erlendum mðrkuðum Guðmundur Marinósson framkvæmdastjóri. Þann 21. janúar árið 1991 var fyrirtækið Póls rafeinda- vörur stofnað á rústum Póls- tækni hf. Það voru fyrrverandi starfsmenn Pólstækni sem stóðu að stofnun hins nýja fyr- irtækis. Til að byrja með var starfsmannafjöldi 16 manns og velta fyrsta starfsársins um 45 milljónir króna. Nú fimm árum síðar eru starfsmenn orðnir 25 og velta síðasta árs var um 126 milljónir og fyrirtækið í stöðugri sókn. Að sögn Guð- mundar Marinóssonar fram- kvæmdarstjóra, þá voru hlut- hafar Póls í upphafi ellefu talsins. Fyrsta stjóm fyrirtæk- isins var skipuð þeim Albert Högnasyni, Ingólfi Eggerts- syni og Grétari Péturssyni. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og hluthafarnir orðnir 18 og stærstur þeirra er Hörður Ingólfsson. Það má segja að fjölskylda Ingólfs Eggertsson- ar sé nú langstærsti eigandi Póls hf. eða með um 80% hlutafjár að baki sér. Stjórn fyrirtækisins er nú skipuð þeim Herði Ingólfssyni sem er stjórnarformaður, Erni Ing- ólfssyni og Ingólfi Eggerts- syni. Hlutafé fyrirtækisins er um 20 milljónir og heimild er til að auka það upp í 30 millj- ónir króna. A starfstíma Póls hf. hefur fyrirtækið eignast það verksmiðju- og skrifstofuhús- næði sem það starfar nú í og keyptar hafa verið ýmsar vélar til framleiðslunnar. Guðmundur segir alla að- stöðu fyrir starfsfólk mjög góða og þarna sé um að ræða fyrirtæki sem er gullnáma í rekstri. Hann telur staðsetningu fyrirtækisins á ísafirði ekki há þeim neitt, enda sé helsti markaðurinn í dag erlendis en ekki á Islandi. Fyrir dyrum standa skipu- lagsbreytingar innan fyrirtæk- isins sem felast m.a. í því að Öm Ingólfsson tekur við fram- kvæmdastjórn. Blaðamaður hitti Örn að máli þegar starfs- menn höfðu nýlokið við að gæða sér á afmælistertu í kaffisal fyrirtækisins á mánu- daginn. Að sögn Arnar Ingólfssonar sem jafnframt er einn af eig- endum Póls, þá hefur markað- urinn breyst mikið á undan- förnum árum. Til að byrja með var helsti markaðurinn á Vest- fjörðunum og síðan vi'tt og breitt um landið, en nú fer um 70 til 80% af framleiðslunni á erlendan markað. - Er þá ekki harður slagur um viðskiptavini? „Jú slagurinn er harður. Hann er ekki bara á milli ís- lensku fyrirtækjanna, þó slag- urinn sé þar vissulega fyrir hendi, eins og varðandi skipa- vogirnar. I öðrum vöruflokk- um mætumst við ekki eins oft, þessir íslensku framleiðendur. Salan á okkar vörum fer fram nánast í öllum heimsálf- um. Annars er stærsti erlendi markaður okkar í Noregi." - Hvað með Rússland? „Þar er helst vaxandi mark- aður á Kamtsjakasvæðinu.“ - Hvað með nýjungar í þessari grein? „Þessa dagana erum við að ganga frá vél sem sem unnin er að ósk hollensks fyrirtækis. Þar er f raun um að ræða við- bætur á samvalsvél sem við höfum framleitt. Nýjungin sem hér um ræðir er sjálfvirkur ísetningabúnaður á samvals- vogina. Þar flytur sjálfvirkur búnaður eitt og eitt stykki af annarri vinnslulínu, án þess að mannshöndin komi þar næiri og frá samvalsvoginni er skil- að pakkningu sem vigtaðar eru af mikilli nákvæmni. Hollendingamir koma til með að nota þetta í saltfisk- vinnslu, flakakvinnslu og eins í kjúklingaframleiðslu. Grunneiningin í þessu er búin að vera til talsvert lengi en síðan hefur verið bætt við hana og nú er enn einni einingunni bætt við. Allt var þetta í upphafi þróað út frá þörfum fiskiðnað- arins.“ - Hvað er að fregna af míní-skipavogunum ykkar? „Jú, við seljum þær grimmt m.a. til Noregs. Norðmenn nota þetta til dæmis mikið við mak- rílveiðar við stærðarflokkun í sýnatöku við veiðarnar. Kost- imir við þessar vogir eru þeir hversu handhægar þær eru og henta vel við rannsóknir. Þær eru í handhægum töskum með eigin rafhlöðum." - Eru engin takmörk fyrir því hversu langt er hægt að þróa vogir og húnað þeim tengdan? „Nei, menn vilja stöðugt meiri sjálfvirkni og forsendur eru stöðugt að breytast og nýjar óskir f kjölfarið. Við framleið- um ýmsar gerðir tlokkara, m.a. saltfiskflokkara sem við seljum mikið á erlendan markað." - Hvað með Ameríku- markað? „Við höfum lítillega selt á þann markað, þá helst á vestur- strönd Bandaríkjanna og til Kanada." - Eruð þið vel samkeppn- ishæfir við fyrirtæki stóru iðnaðarrisanna eins og Bandaríkjanna og Japans? „Já, þeim hefur ekki tekist nógu vel að ná vogum nægilega góðum eins og t.d. skipavog- unum. Við hér á Isafirði vorum fyrstir í heiminum með vog með þessum eiginleikum sem tekur mið af hreyfingum skips- ins. Danskt fyrirtæki hafði áður verið með á markaði vog sem þeir kölluðu skipavog, en var afskapalega seinvirk og reikn- aði ekki eins út hreifingar skipsins og við gerðum kröfur til. Við náðum strax góðri markaðshlutdeild hér heima á þessum vogum. Þegar Póls- tækni var og hét eignaðist Marel meirihlutann í því fyrir- tæki og settist þannig á okkur að við fengum ekki að koma nálægt rússneska markaðnum á meðan. Þá gátu þeir selt grimmt inn á þann markað og var það mikill happafengur fyrir þá. í dag er markaðshlut- deildin í heiminum þannig á þessum vogum að Marel er stærst, en síðan komum við ásamt dönsku fyrirtæki.“ -Eru svo einhverjar nýj- ungar á leiðinni? „Það er helst þessi samvals- búnaður okkar og síðan erum við að vinna að fjórðu kyn- slóðinni af skipavoginni.“ - Eru menn þokkalega bjartsýnir á fimm ára afmæli fyrirtækisins? „Já, vissulega, þó það sé reyndar aldrei á vísan að róa í þessari grein,“sagði Örn Ing- ólfsson, verðandi framkvæmda- stjóri Póls rafeindavara á Isa- firði. - HK. Örn Ingólfsson einn af eigendum Póls- rafeindavara og veröandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Mettúr á rækjunni hlá Guðblörgu ÍS - skiplð kiaftfullt eftir 19 veiðidaga og purfti að skreppa inn til Akureyrar til að létta á sér - aflaverðmætið nærri 60 ntilliónir króna „Skipið var einfaldlega orðið kjaftfullt og varð að fara inn til að létta á sér“, sagði Þorleifur Pálsson hjá Hrönn hf. sem gerir út Guðbjörgu IS, í samtali við Vestfirska í gær. Guðbjörg kom inn til Akureyrar í gærmorgun og landaði þar hluta af aflanum. Hún fór aftur út á veiðar í gær- kvöldi og lýkur túrnum vænt- anlega heima á ísafirði um miðja næstu viku. Guðbjörgin fór út í þessa veiðiferð 2. janúar og hefur verið á rækjuveiðum fyrir norðan land. Skipið var komið með milli 310 og 320 tonn á 19 veiðidögum. Verðmætið er um 58 milljónir og ekki líklegt að það gerist öllu betra á rækjunni. Guðbjartur Ásgeirsson er með skipið. Fótboltinn blömstrar í Vfklnni í starfi knattspyrnudeildar Ungmennafélags Bolungarvíkur á síðasta ári var megináherslan lögð á yngri flokkana. Stefán Andrésson var ráðinn þjálfari yngri flokka hjá félaginu. Farið var í keppnisferð til Borgarness, þar sem þátt tóku knattspyrnulið frá sveitarfélögum með minna en tvö þúsund íbúa. Þar voru Bolvíkingar sigursælir og unnu til margra verðlauna. Þá var haldið Vestfjarðamót yngri flokka á nýja grasvellinum á Skeiði, þar sem Bolvíkingar sigruðu í tveimur flokkum ásamt því að vera í verðlaunasæti í öðrum flokkum. Meistaraflokkur tók þátt í Vestfjarðamóti þar sem sex leikir voru í riðlakeppni. Liðið vann alla leikina í riðlinum og komst alla leið í úrslitaleik, en tapaði honum í vítaspyrnukeppni. Hápunktur knattspyrnustarfsins í Bolungarvík á liðnu ári var vígsla grasvallarins á Skeiði, sem fram fór í júlímánuði, og mættust þar íslandsmeistarar Skagamanna og lið Bolvíkinga. Nýja árið byrjar líka vel hjá bolvískum fótboltamönnum, því að um fyrri helgi gerðu þeir sér lítið fyrir og unnu alla leiki sína í þriðju deild innanhúss og unnu sig upp í aðra deild. „Dánvern? hjá gröfumanninum Mikil hlýindi hafa verið undanfarnar vikur og lítinn snjó því fest á láglendi víðs vegar um landið. Snjómokstur hefur verið í samræmi við tíðarfarið og moksturstæki lítið verið brúkuð. Bjarni Jóhannsson gröfumaður á Suðureyri sagði að þetta væri algjör „dánvertíð“ og hann myndi varla eftir öðru eins. Varla hafði Bjarni mælt þessi orð er það fór að snjóa og hann gat því tekið gleði sína á ný og hafið snjómokstrurinn af krafti. Það skyldi þó ekki vera að veturinn sé búinn að stimpla sig inn? - Róbert Schmidt,. Guöbjörg IS.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.