Feykir


Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 1

Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 1
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA Eins og kunnugt er, hefur Olafur Friðriksson, núverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga sagt starfi sínu lausu, þar eð hann tekur nú snemma árs við starfi framkvæmdastjóra Verslunar- deildar S.Í.S. Stjórn KS auglýsti því starf kaupfélags- stjóra laust til umsóknar, og rann umsóknarfrestur út nú þann 15. febrúar s.l. Stjórn Kaupfélagsins kom saman til fundar þ. 18. febrúar og fjallaði um umsóknirnar. Alls sóttu sex manns um starfið, og úr hópi þeirra ákvað stjórnin að ráða Þórólf Gíslason, núverandi kaup- félagsstjóra Kaupfélags Lang- nesinga á Þórshöfn. Þórólfur er fæddur þ. 19. mars 1952 á Eskifirði, en ólst upp á Reyðarfirði. Hann lauk prófi frá Samvinnu- skólanum að Bifröst vorið 1974, en stúdentsprófi frá framhaldsdeild skólans 1976. Frá miðju ári 1976 hefur hann gegnt starfi kaupfélags- stjóra við Kaupfélag Lang- nesinga. Auk þess hefur hann gegnt fjölda trúnaðar- starfa þar, svo seni verið stjórnarformaður Utgerðar- félags Norður Þingeyinga og setið í stjórn Fiskiðju Raufarhafnar. Þess utan hefur hann starfað að ýmsum félagsmálum heima og heiman. Eiginkona Þórólfs er Andrea Dögg Björnsdóttir, kennari. Fjórir fræknir frá Sauðárkróki á öskudegi. Fjöldi krakka spásseraði um bæinn grímuklæddur, söng í búðum og fékk nóg af góðgæti eins og sjá má á þessari mynd. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Kaupfélag Skagfirðinga: Nýr kaupfélagsstjóri Rekstur gengur vel - söluhoríur mjög góðar - Héraðshæli A-Húnvetninga: Framkvæmdir í gangi í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við viðbygg- inguna við Héraðshælið á Blönduósi, en hlé hafði verið þar á framkvæmdum um skeið eftir að byggingin var gerð fokheld. I þessum áfanga verður viðbyggingin gerð tilbúin undir tréverk að undanskildu loftræstingarkerfi í húsið. Það eru að stærstum hluta pípulagnir og múrverk innan- húss, sem unnið er í þessum áfanga og er aðalverktaki Pípulagnir og verktakar hf. á Blönduósi. Undirverktakar annast síðan einstaka verk- þætti. Heildartilboð fyrir- tækisins í verkið var rúmar 22 millj. kr. auk verðbóta á verktímanum. Aætlað er að þessum verkþætti verði að mestu lokið fyrrihluta þessa árs. Þessar upplýsingar komu fram í samtali við Jón Isberg sýslumann. Þá bætti hann því við að í sumar verður byrjað á því að standsetja lóðina kringum viðbygginguna. Ekkert sagði Jón að lægi fyrir um það hvenær unnt yrði að taka húsið í notkun. Framleiðsla og sala Steinullar- verksmiðjunnar var góð á s.l. ári og tap reyndist minna en áætlað hafði verið upphaflega. Sala Steinullarverksmiðjunn- ar h.f. innanlands á s.l. ári varð 3030 lestir miðað við 2250 lestir árið áður. Rekstrartap varð liðlega tiu milljónir króna 1987, en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun- inni, sem gerð var vegna endurskipulagningar rekstrar- ins, að tapið yrði um 30 milljónir króna. Á þessu ári er gert ráð fyrir vaxandi sölu á steinull á heimamarkaði og auknum útflutningi til Færeyja og Bretlands. I fyrra náði verksmiðjan betri árangri í framleiðslu og sölu, en áætlað hafði verið, þegar rekstur Steinullarverk- smiðjunnar var endurskipu- lagður frá grunni árið 1986. Auk þess voru ytri skilyrði verksmiðjunni hagstæð að mörgu leyti. I áætluninni var reiknað með stigminnkandi tapi á tímabilinu 1987 til 1989, meðan verksmiðjan væri að bæta framleiðslu- og vöruþróun og ná tökum á innlendum og erlendum markaðsmálum. Sala á íslenskri steinull, sem líkar mjög vel meðal byggingaraðila, jókst meira en áætlunin sagði til um og auk þess náðist betri söluárangur í Færeyjum, en í upphafi hafði verið reiknað með. Söluhorfur á nýbyrjuðu ári eru góðar, en gengis- felling myndi að öllum líkindum eyða þeim afkomu- bata, sem annars er fyrir- sjáanlegur, og leiða á ný til tapreksturs á þessu ári. Eins og fyrr segir, gekk rekstur Steinullarverksmiðjunn- ar vel árið 1987 og má m.a. þakka það fastgengisstefn- unni, sem stuðlaði að tiltölulega litlu gengistapi á langtíma- lánum fyrirtækisins. Auk þess tókst að ná eðlilegum verðhækkunum á framleiðsl- unni, vegna bættrar sam- keppnisstöðu á heimamarkaði. Innanlandssalan á s.l. ári reyndist 3030 tonn á móti 2250 tonnum ’86. Útflumingur jókst úr um_200 tonnum ’86 í 630 tonn. Á þessu ári hefur enn meiri sala innanlands verið áætluð og flest bendir til aukinnar sölu til Færeyja, þar sem íslenska steinullin er í mikilli sókn í samkeppni við önnur innflutt einangrunar- efni. Þá er að hefjast, í nokkrum mæli, útflutningur til Bretlands og hafa náðst samningar, sem lofa góðu í náinni framtíð, miðað við óbreyttar aðstæður. Á s.l. ári varð hagnaður fyrir fjármagnskostnað 22.5 milljónir króna, en afskriftir námu 48.3 millj. kr. Vaxta- kostnaður, að frádregnum vaxtatekjum, varð 51.3 millj. króna. Verðbreytingafærsla varð 66.6 millj. króna. Greiðslustaða Steinullar- verksmiðjunnar hefur gjör- breyst til hins betra, vegna aukinnar sölu, hlutafjár- framlags eigenda og breytinga og úrbóta í lánamálum fyrirtækisins. Haldið verður áfram kraft- mikilli vöruþróun og aðlögun Mjólkurinnleggjendum í SkagaFirði fækkaði um 15 á síðasta ári. í ársbyrjun 1987 voru 155 mjólkurframleiðendur (ein- staklingar og félagsbú) en í árslok voru þeir aðeins 140. Ástæður þessarar fækkunar eru margvíslegar, leiga á ífullvirðisrétti og búhátta- breytingar sem stöfuðu í nokkrum tilfellum af því að fjós og mjólkurhús stóðust ekki þær kröfur sem nú eru gerðar til slíkra húsa og því ullarinnar að þörfum markaðar- ins. Ný vöruafbrigði eru væntanleg á markaðinn á árinu og nýjar tegundir miðast við að nýta þá kosti sem steinullin hefur m.a. sem bmna-, hljóð- og hitaeinangrun. Nýlega komu í heimsókn í verksmiðjuna á Sauðárkróki 42 fulltrúar færeyska byggingar- iðnaðarins til þess að kynna sér framleiðsluna, sem þegar er mjög vinsælt byggingar- efni í Færeyjum og bendir flest til þess að íslenska ullin nái þar enn stærri sneið af markaðnum. kusu bændur fremur að hætta framleiðslunni en að leggja í kostnaðarsamar endurbætur. Ekki er ljóst hvað þetta þýðir mikinn samdrátt í mjólkurframleiðslu á þessu ári því nokkuð var um að bændur leigðu framleiðslurétt af þeim sem voru að hætta búskap og einnig höfðu nokkrir aðilar skipti sín á milli á fullvirðis- rétti til mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu. Skagafjörður: Kúabændum fækkar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.