Feykir


Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 5

Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 5
7/1988 FEYKIR 5 snnan ní Seinni hluti rigja, sem þeir veiddu vorið ’67 i vó alls um 700 pund. að skipið væri að farast og allt, þá hægði hann á niður í 14 mílur og þá kom ekki dropi á skipið.” „Ja, hún var skrítin skepna.” í för með Baltiku var Þórbergur Þórðarson rithöfund- ur og konan hans Margrét. Hvati mundi vel eftir þeim í ferðinni, sérstaklega Margréti. Gefum Hvata orðið: „Þau voru bæði i fjögurra manna klefum og því ekki saman, en þeim var báðum sama um það. Kerlingin var agalegt skass maður. Einu sinni var ég að koma ofan af frampartinum og þá stendur hún neðan við stigann og segir að það séu nú meiri lætin uppi í danssal. Ég bara horfði á hana og spurði hvort hún héldi að hún ætti skipið ein. Hún bara gapti á þennan dóna maður. Ja, hún var skrítin skepna. Karlgreyið var ágætur, alveg sérstakur kallinn.” dóna, maður” „...sá bara skuggann af þeim.” Hvemig er það Hvati, lumarðu ekki á einhverri góðri veiðisögu ? „Veiðisögu, ég veit það ekki elskan mín, það náttúru- lega kom margtfyrirogmjög svipað í mörgum tilfellum. Ja, ég man eftir, það var sumarið ‘33, að við vorum með lúðulóð, svokallaða hauka- lóð. Það voru 50 stórir önglar og 5 faðmar á milli. Við fengum eitt sinn 47 lúður og þrjár þeirra voru 300 pund. Við skutum þær allar vinur minn, því þær komu upp með hvítu hliðina þá var ekki hægt að rota þær. Við skutum þær með haglabyssu, líkt og stórgripir væru. Svo maður, þær voru líka um 200 pund og fáar undir 80 pundum. Rjúpnaskyttiríin hafa nú verið nokkur. Ég fór nú í haust með syni mínum, líklega í síðasta sinn því maður er orðinn svo lélegur í hnjánum. Ég náði þó einni þarna. En ég man eftir einu rjúpnaskyttiríi maður, og það var alveg sérstakt. Það Sighvatur Pétursson Sighvats klæddur eins og við flest þekkjum hann. Sauðárkróks- höfn í baksýn. var í tunglsljósi og ég náði tveim, en sá bara skuggann af þeim. Gísli í Miðhúsum var alveg frábær maður að skjóta þær í tunglsljósinu. Þegar ég var í símanum þá vorum við mörg sumur i Eyjafirði og austur í Þingeyjar- sýslu alla leið. Við lögðum að Kísilgúrverksmiðjunni við Mý- vatn þegar hún var byggð og aðalleiðin var lögð eftir gömlu línunni sko, bættum bara einni línu á. Svo urðum við að sprengja í gegnum hraunið niður að verksmiðjunni. En það var óbærilegt fyrir bölvuðu mýbitinu maður, það sótti svo á okkur uppi í staurunum. Það var þarna gömul kona og hún sagði kerlingaranginn: „Þetta er ekkert mýbit strákar mínir, þetta er bara rykmý.” Já, ég sagði að þetta helvíti væri nú nóg fyrir okkur því að það væri fullur á okkur kjafturinn og það væri langt frá því að vera þægilegt. Ég man nú, en það var fyrir mitt minni, að það gerði ógurlegt suðvestan rok og Miklavatnið hérna framfrá þornaði upp, það voru bara pollar í því. Þá rökuðu þeir silungnum upp með hrífum því að þeir höfðu enga háfa eða neitt sko. Þetta er Hvati stendur hér við smábátadokkina. „Þetta er nú meiri munurinn maður, heldur en hér áður” varð honum að orði. gríðarlangt síðan, en ég þekkti fólk sem mundi þetta, og það var kallað réttarveður.” Við látum þá lokið spjallinu að þessu sinni. Hvati hafði frá mörgu fleira að segja og ræddum við ýmislegt, s.s. skákeinvígi þeirra Jóhanns og Kortsnoj, veðrið, helsingjann, pólitíkina og margt fleira. En þetta allt saman kemst ekki fyrir í takmörkuðu plássi. Vonandi hefur þetta spjall við Hvata gefið lesendum Feykis dálitla mynd af kappanum. Feykir þakkar Hvata kærlega fyrir spjallið og móttökumar og óskar honum og fjölskyldu hans alls góðs. Kynning á sjónvarpstækjum Kynnum í nokkra daga SELECO hágæðasjónvarpstæki Seleco sjónvarpstæki 21’ stereo m/fjarstýringu kr. 60.621.- stgr. Seleco sjónvarpstæki 25’ stereo m/fjarstýringu kr. 64.758.- stgr. Seleco sjónvarpstæki 28’ stereo m/fjarstýringu kr. 69.110.- stgr. Mikið úrval af ódýrum hljómtækjum AEG örbylgjuofnar verð frá kr. 11.995.- TEC örbylgjuofnar verð frá kr. 14.552.- Sharp örbylgjuofnar verð frá kr. 19.262.- AEG þvottavélar verö frá kr. 46.947.- stgr. Zerowatt þvottavélar verð frá kr. 38.459.- stgr. Snow cap kæliskápar kælir/frystir Stærð 235/45 lítra 57x54x142 cm Verð kr. 21.284.- stgr. Snow cap kæliskápar kælir/frystir Stærð 180/80 lítra, 57x60x142

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.