Feykir


Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 2

Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 7/1988 ÆEYKllW Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95-6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarsonsson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95-5253, Magnús Ólafsson sími 95-4495, örn Þórarinsson sími 96-73254, Júlíus Guðni Antonsson sími 95-1433 og 985-25194 Auglýslngaretjóri: HaukurHafstaðsími 95-5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. ,—ieiðari Til allra átta Nú fer að líða að því að landsmenn fari að huga að sumarfríi og þá er stóra spurningin hvert skal halda? Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með fjölmiðlum undan farið að þeir eru stútfullir af auglýsingum frá hinum fjölmörgu ferðaskrifstofum sem til eru hér á landi. Mestu máli skiptir að komast af litla kalda skerinu okkar i sólina, sandinn og bjórinn. Ef dæma má af þeim auglýsingum sem birtar hafa verið eru freistingarnar margar og þar sem við erum mikil nautnaþjóð, er auðvelt fyrir okkur að falla í gildru þeirra án lítillar fyrirhafnar. En við erum líka stolt þjóð, stolt af landi okkar og menningu. Það er nú því miður þannig komið að fólk virðist gleyma móður sinni, fegurð hennar og mikilfengleika. Raunar má segja að ferðaskrifstofunar keppist við að flytja fólkið út úr landinu heldur en að hvetja það til að skoða eigið land. Er til skammar að eigi skuli vera betur gert í því að kynna landið okkar en raun ber vitni. Eða lætur fólk sér duga að horfa bara á stikluþætti Ómars Ragnarssonar. Það er því miður alvarleg staðreynd að á meðan stjórnvöld reyna af öllum mætti að halda þjóðarskútunni á floti erum við að keppast við af fullum krafti að eyða peningum í útlöndum, í algjöra vitleysu. Með öðrum orðum þá vantar ferðamálastefnu ríkisstjómar- innar, hvort sem mönnum líkar það nú betur eður ei. Við getum jafvel litið í eigin barm. Hvar stendur íslensk ferðamannaþjónustu. Er hún samkeppnisfær við erlenda ferðamannaþjónustu? Þeirri spurningu er fljótsvarað. íslensk ferðamannaþjónusta er á brauðfótum miðað við það sem við þekkjum hjá okkar næstu nágrannaþjóðum. Að vísu má segja að í höfuðborginni okkar hafi verið unnið markvisst að því að bæta ástandið og er það vel. En við megum samt ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að ferðafólk sækir ekki síður eftirtektarverða staði úti á landsbyggðinni en þar er því miður ennþá óplægður akurinn í ferðamanna- þjónustunni. Lokaorð um Guðrúnu á Reykjavöllum Guðrún amma mín á Reykjavöllum var fædd 27. | október 1855. Hún vardóttir Jóhannesar Magnússonar á Litlu-Laugum í Reykjadal og konu hans Asdísar Ölafsdóttur úr Kræklingahlíð. Heimili þeirra hjóna var umtalað fyrir myndarskap, enda báru börnin þess merki. Tveir bræður ömmu sem ég þekkti nokkuð voru þeir Ólafur Reykdal smiður og vel metinn borgari á Siglufirði, afi Ólafs Ragnarssonar sem er landsmönnum öllum kunnur að góðu, bæði úr útvarpi, sjónvarpi og nú bókaút- gefandi. Hinn bróðirinn var Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði lands- kunnur smiður og setti upp fyrstu rafstöð á Islandi í Hafnarfirði. Guðrún amma giftist afa mínum Jóni Andrési Björns- syni frá Starrastöðum. Hann var talinn einn sterkasti maður sinnar samtíðar í Skagafirði, það sagði mér Helgi Björnssonsterki,síðast búsettur á Reykjaborg. Andrés var litinn öfundaraugum af kvonfangi sínu, en fátæktin var svo mikil að frá því þýðir ekki að segja sællífsfólki nútímans. Þegar Guðrún, síðar húsfreyja á Reykjavöllum fæddist, gáfu góðir nágrannar sængurkonunni mat, því það mátti heita bjargarlaus bær. Börnin urðu 10 og náðu 7 fullorðinsaldri þar af ein dóttir sem gerði garðinn frægan í Kanada. Þó þessi hjón bættu hag sinn nokkuð,, þurftu allir þessir munnar talsvert að borða, ég þekkti það frá mínum fátæktarárum í Kálfárdal að það var eftirminnileg veisla ef spóa- hreiður fannst með fjórum stórum eggjum og hafi fréttin í blöðunum birst þann dag sem Lalli fann spóaeggin að Friðrik 8. hafi dáið, var ekkert eðlilegra en að það hafi orðið samhliða í huga þessarar fátæku konu sem hafði annað að gera en fylgjast með mánaðardögum, þá var tíminn reiknaður frekar eftir sól og stjörnum. Svo snýr nútímafólk þessu á verri veg og hendir gaman að og hefur að hlátursefni. Ég hef brosað að þessu og þegar mér var boðið í 50 ára afmælishóf Sögufélags Skag- firðinga heyrði ég að það var ekki hlegið meira að öðru skemmtiefni, enda bráðfyndið. Ég móðgaðist ekki fyrir hönd ömmu því ég fann að hún var þarna gleðigjafi. Þegar ég kom þar fram með minn skáldskap hafði ég aðeins lítillega orð á þessu. Hjalta Pálsson þekki ég að öllu góðu og ekki hefur hann valið það sem honum fannst ómerkilegast úr 16 Skagfirð- ingabókum til að gleðja með gesti sína heldur hið gagn- I stæða. Þessar þrjár kjafta- sögur um ömmu eru í sjöundu Skagfiiðingabók blað- síðu 103. Sú fyrsta var um spóaeggin og hinar tvær á ég auðvelt með að skýra, svo það þarf enginn að gera grín að þeim eða halda að svör ömmu hafi verið af fávísi sögð. Þegar amma kom að Skíðastöðum og sá nýjan fisk þarf enginn að halda að hana hafi ekki langað í hann, en hún hefur verið svo stolt af velmegun sinni að geta gefið börnum sínum drafla til að seðja með hungrið, að ekki hefur hún trúað nágrönnum fyrir því að það hafi ekki verið til aurar fyrir fiski, og ekki tími til að nálgast hann. Að orðum ömmu er hent grín sem eðlilegast er því enginn veit hvers vegna þau voru sögð. Þriðja sagan um kúmen- þúfuna þykir þeim skrýtin sem ekki til þekkja. Pálmi Hannesson á Skíðastöðum, síðar rektor með fleiru, landskunnur maður var góður nágranni og góður vinur Reykjavallafólksins, bráðþroska stór og sterkur eins og hann átti kyn til. Hann var föðurbróðir Hannesar Péturssonar okkar vinsæla Guðmundur Guðmundur Jónasson í Ási lést þann 6. febrúar s.l. og fór útför hans fram að Undirfelli 19. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Guðmundur í Ási var stórbrotinn maður sem kom víða við í framfarasögu héraðsins. Hann var mörg ár formaður Kaupfélags Hún- vetninga og á þeim árum var m.a. byggt verslunarhús félagsins. Hann var formaður USAH og átti hvað stærstan þátt í að farið var að halda menningar- og skemmtivöku Húnvetninga, Húnavökuna. Hann var um árabil formaður Veiðifélags Vatnsdalsár og á þeim árum var hús félagsins Flóðvangur byggður, en það hefur löngum verið talið eitt glæsilegasta veiðimannahús landsins. Þá sat Guðmundur á Búnaðarþingi og í sýslu- nefnd A-Hún. og víða annars staðar kom hann við í menningar- og framfara- sögunni. Hann keypti jörðina Ás í skálds og sagnaritara, Pálmi varð síðar þekktur náttúru- fræðingur ekki síður í plönturíkinu en annarsstaðar. Mér þykir það ekkert skrítið þó harrn hafi haft kúmenfræ í vasa sínum sem hafi fallið á þúfuna sem þeir veltust á og síðar hafi það borið ávöxt, það vissi amma ekki og þótti skrítið að kúmenið skyldi vaxa þar. Að þessari sögu hlæja fávísir því þeir hafa ekki krufið ástæður til mergjar en fyrir það að amma hafði orð á þessum fyrirbærum sem öll vom misskilin, er hún nú orðin umtöluð og ógleymanleg kona sem leit öðrum augum á hlutina en aðrir, eins og stendur í Skagfirskum ævi- skrám þriðju bók bls. fjögur. Á sínum tíma var Guðrún amma á Reykjavöllum talin vel gefin kona dugnaðarforkur bæði til orðs og verka, og stóð sig vel í lífsbaráttunni með sínum hrausta manni sem hún missti 1905 frá öllum börnunum. Þá bjó hún áfram í mörg ár, og byggði nýjan bæ með börnum sínum og skilaði sínu ævistarfi með prýði. Burt séð frá mér eru afkomendur hennar ekki verr gefnir en það fólk sem gerir hana hlægilega í augum ókunnugra. Með kærri kveðju til frændfólks og vina. Andrés H. Valberg. í Ási látínn Vatnsdal og byggði þar upp, ræktaði og rak þar stórbú. Þar búa nú dóttir hans og tengdasonur. Síðustu æviárin dvaldi Guðmundur ásamt konu sinni á Blönduósi, fyrst hjá syni sínum, en síðar á dvalarheimili fyrir aldraða Hnitbjörgum og loks á Héraðshælinu. Þá stofnun átti hann stóran þátt í að byggja. Eftirlifandi kona Guðmundar er Sigurlaug Guðlaugsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.