Feykir


Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 8

Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 8
ÆEYKIlW 24. febrúar 1988 7. tölublað, 8. árgangur Feykir kemur út á miðvikudögum Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Frá opnu húsi hjá Hitaveitu Sauðárkróks. Hitaveita Sauðárkróks: Opið hús í tilefni norræns tækniárs 1988 í tilefni norræns tækniárs 1988 var opið hús hjá hitaveitum landsins sL sunnu- dag. Almenningi var boðið að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi veitnanna. Hitaveita Sauðárkróks hafði opið hús í aðalstöð veitunnar og gafst gestum kostur á að skoða veituhúsið og bor- holurnar og þiggja góðgæti sem á boðstólum var. Að sögn Páls Pálssonar veitustjóra var aðsókn sæmi- leg en hann sagðist hafa viljað sjá fleiri. í síðustu viku var komið fyrir tölvukerfi í aðalstöð veitunnar sem er tengt í borholurnar og var Páll spurður um þetta kerfi. „Þetta er til að við getum aflað okkur upplýsinga um svæðið. Þetta er gert þannig að við mælum hitastig, þrýsting og magn á hverri holu og síðan til langs tíma séð, þá sjáum við þær breytingar sem verða. Þannig getum við séð hvað svæðið Oddvitinn: Er allt á hvolfí á Sigló gefur af sér. Með því að hafa svona nákvæmar mælingar á svæðinu getur Orkustofnun fylgst með virkninni og gefið niðurstöður um það hvernig það hagar sér í framtíðinni. Það er búið að tengja þetta við þær 4 holur sem eru í gangi og í sumar hafa þeir hjá Orkustofnun áhuga á að tengja fimmtu holuna, sem er ekki í gangi núna. Hún gæti oiðið mælingarhola svæðisins því að það er ekkert rennsli úr henni og hún gæti sýnt sveiflur sem hinar geta ekki af því að þær eru í gangi.” Eftirlit sem þetta hefur í nokkur ár verið stundað hjá Hitaveitu Reykjavíkur en farið fram handvirkt, þ.e.a.s ekki verið tengt tölvu. Þannig að Hitaveita Sauðár- króks er sú fyrsta sem tekur tölvuna í notkun fyrir eftirlit sem þetta. ,,Ég vona að þetta virki í framtíðinni eins og til var ætlast og svo er endalaust hægt að prjóna við þetta kerfi” sagði Páll Pálsson veitustjóri Hitaveitu Sauðár- króks að lokum. Hitaveita Sauðárkróks er sú þriðja elsta á landinu, stofnuð 1953 og fyrsta hús var tengt það sama ár. Notendur veitunnar í dag eru um 2500 og starfsmenn hennar eru 4. Dælt vatns- magn er um 2,4 milljónir rúmmetra á ári og hitastig 70 gráður. Miðað við allt það magn sem veitan hefur er hámarksafl um 20 MW en í dag er það um 14 MW. TAYI Þú ferð varía Sauðárkróki annað Sími FARSÍMI ÍVD 5821 985 20076 Verslunin Tindastóll Spumingakeppni U.S.V.H. ’88 Hin árlega spurninga- skemmtiatriði frá ungmenna- keppni U.S.V.H. hefst n.k. félögunum. laugardagskvöld 27. febrúar Áætlað erað úrslitakeppni í Víðihlíð. Að þessu sinni fari fram í Ásbyrgi 15. apríl munu kvenfélögin sex í V- ’88^ Hún. leiða saman hesta sína. Ágóði spumingakeppninnar Keppt verður fjögur kvöld til rennur til starfs U.S.V.H. og skiptis í félagsheimilum hefur hún verið mikilvæg sýslunnar og að venju verða fjáröflunarleið þess. V-Hún: Höfðinglegur stuðningur Lionsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga afhenti á fundi sínum í Vertshúsinu þann 8. febrúar s.l. höfðing- lega tækjagjöf til Flugbjörg- unarsveitar V-Hún. og slysa- vamardeildarinnar Káraborgar á Hvammstanga. Um er að ræða fullbúnar SSB Gufunestalstöðvar af gerðinni YAESU FT 180 A. Gjöf þessi styður vel að hinu óeigingjarna starfi sveitanna en það er vemlega kostnaðar- samt. Siglujjarðarhöfn: Flutningapramma hvolfdi Það óhapp varð við dýpkunarframkvæmdir í Siglu- firði í síðustu viku að flutningapramma sem notaður er til að flytja efni sem kemur uppúr höfninni hvolfdi um það leyti sem verið var að leggja af stað með hann út í mynni Siglufjarðar til losunar. Töfðust framkvæmdir við uppgröft úr höfninni í nokkrar klukkustundir meðan verið var að rétta prammann við, en það hafðist með aðstoð togara og tækjum Dýpkunarfélagsins eftir að fenginn hafði verið kafari til að koma dráttartaugum í prammann. í samtali við Valbjörn Steingrímsson framkvæmda- stjóra Dýpkunarfélagsins kom fram að óhapp sem þetta væri ekkert einsdæmi fyrir þá sem vinna við slíkar fram- kvæmdir en líklegasta skýringin væri sú að komist hafði sjór í einn tankanna á prammanum. Valbjörn sagði enn fremur að dýpkunin hefði gengið mjög vel á Siglufirði til þessa, t.d. væri óvíða jafn gott að grafa og þar og afköstin því mikil. Unnið er allan sólar- hringinn og eru fjórir menn á vakt í senn en alls vinna níu menn hjá félaginu. Flestir starfsmennirnir hafa margra ára reynslu við álíka fram- kvæmdir því þeir hafa áður unnið hjá Vita- og hafnar- málastofnun og á dýpkunar- skipinu Gretti meðan það var og hét. Aðspuiður kvaðst Valbjöm bjartsýnn á að næg verkefni væru framundan. All víða á landinu væri brýnt að ráðast í að lagfæra hafnarskilyrði og standa nú yfir viðræður um áfram- haldandi verkefni. Húnaþing: Farpresturinn kominn Farprestur þjóðkirkjunnar, sr. Stína Gísladóttir, er kominn til starfa í A-Hún. Mun hún þjóna Blönduóssókn, Þing- eyrasókn, Undirfellssókn, Auð- kúlusókn og Svínavatnssókn til 30. sept. n.k. Á sunnu- daginn kemur, 28. febrúar, verður messað í Blönduós- kirkju og þar setur piófasturinn í Húnavatnsprófastsdæmi sr. Guðni Þór Olafsson á Melstað sr. Stínu inn í embætti. Sr. Stína verður með bamastarf í félagsmiðstöðinni Skjólinu á Blönduósi og hófst það þar á laugardaginn. Einnig fer hún í Húnavalla- skóla og Flóðvang til þess að starfa með börnunum. Sr. Stína býr að Skúlabraut 45 á Blönduósi. Sími hennar er 4994. Feykir spyr á Siglufirði Hvemig finnst þér að hafa allan þennan snjó? Benedikt J. Sverrisson: „Um snjóinn er það að segja að hingað til hefur hann nær eingöngu verið mér og öðrum ,jeppamenningarmönn- um” til stórrar gleði”. Elín Gunnlaugsdóttir: „Bara alveg þokkalega”. Ari Sigurðsson: „Hann kemur sér vel fyrir skíðafólkið og leggst alls ekki illa í mig, við erum svo vanir þessu Siglfirðingar”. Jón Pálmi Rögnvaldsson: „Ekki sérstaklega ánægjulegt”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.