Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 3
7/1988 FEYKIR 3
Jón Sæmundur Sigurjónsson:
Hitamál á Hofsósi
Hér eftir er úrdráttur úr
ræðu Jóns Sæmundar Sigur-
jónssonar, alþingismanns, í
umræðum á alþingi, fimmtu-
daginn 11. febrúar sl. um
stefnuna í raforkumálum.
Eg vil taka þátt í þessari
umræðu, til að vekja enn
frekari athygli á þeim
aðstæðum, sem íbúar Hofsóss
þurfa að búa við og reyndar
íbúar allra þeirra byggðar-
laga, sem búa utan hitaveitu-
svæða og eru háðir því að
þurfa að hita hús sín með
rafmagni.
Forsagan
Opinbera rafhitunaipólitík
má rekja allt aftur til áranna
1971-1973 þegar iðnaðarráð-
herra Alþýðubandalagsins
fór mikinn og sagði rafhitun
sem byggðist á innlendum
orkugjöfum lausn allra vanda-
mála. Þessi pólitík hefur nú
verið reynd í hálfan annan
áratug og því miður ekki
borið þann árangur sem til
var ætlast, enda þótt hugmyndin
sé í sjálfu sér allra góðra
gjalda verð.
Nú er svo komið að víða
um land sjá menn sárlega
eftir því að hafa tekið upp
rafhitun í stað olíukyndingar.
Himinháir raforkureikningar
A Hofsósi hafa rafmagns-
reikningar skapað alvarlegt
vandamál í húshaldi margra
íbúa þar. Þegar þessir
reikningar bárust fólkinu nú
fyrir tveimur dögum kom í
ljós, að þeir höfðu hækkað
meira og minna upp undir
helming frá því í nóvember
sl. Reikningar vegna hitunar-
kostnaðar fyrir 100 fermetra
íbúð námu allt að 15.000 kr.
og yfir 30.000 kr. fyrir 180
fermetra einbýlishús fyrir
rúma tvo mánuði. Þetta er 3-
4 sinnum hærri hitakostnaður
en íbúar á góðu hitaveitu-
svæði þurfa að greiða, eins og
t. d. á SauðárkrókL Arsgreiðslur
fyrir 100 fermetra íbúð eru
u. þ.b. 22 þús. kr. á
Sauðárkróki, en 84 þús. kr. á
Hofsósi. Ársgreiðslur fyrir
sæmilegt einbýlishús eru
u.þ.b. 28 þús. kr. á
Sauðárkróki, en 120 þús. kr.
á Hofsósi. Nú er Hitaveitan á
Sauðárkróki sennilegast sú
ódýrasta á landinu og
samanburður við sumar
aðrar hitaveitur ekki eins
gífurlegur, en minna má nú
gagn gera.
Þetta er verðmismunur,
sem nær ekki nokkurri átt.
Það gengur ekki að íbúum
þessa lands sé mismunað á
þennan hátt.
Versti tíminn
Á Hofsósi kemur líka
annað og meira til. Þar hafa
flestir vinnandi menn nú um
stundir uppsagnarbréf í
höndum frá frystihúsinu,
helsta atvinnuveitandanum á
staðnum, og það rétt í þann
mund sem fólk er að gera upp
reikninga jólahaldsins. Það
er því þrennt, sem leggst á
fólkið í einu:
1. fjárhagsleg framtíð er í
óvissu, 2. árstíðarbundið
uppgjör jólahátíðar stendur
yfir, 3. óheyrilegir hita-
reikningar dynja yfir og bera
þeir rækilega í bakkafullan
lækinn.
Orkusparnaðarátakið
Einn af fylgifiskum rafhitun-
arpólitíkurinnar er svokallað
orkusparnaðarátak. Það er
svo sem allra góðra gjalda
vert, þegar það snýr að því að
bæta einangrun húsa. En
þegar átakið beinist aðallega
að því að fá menn til að taka
upp rafhitun í stað annarra
kosta og berja síðan á þeim
með himinháum reikningum,
þá snýst góðverkið upp í
andstæðu sína. Þeir sem
einungs hafa notað orku-
sparnaðarlán sín til að breyta
um hitunaraðferð sitja nú
ekki einungis með sárt ennið
vegna hitareikninganna, heldur
hefur lánið góða að sjálf-
sögðu tekið öllum verðbólgu-
breytingum á meðan.
Hvers vegna háir reikningar?
En hvernig stendur á því,
að reikningarnir eru svona
háir? Það er einkum þrennt,
sem kemur til
1. Afnotagjöldin hækkuðu í
desember.
2. Áætlun um rafmagns-
notkun fyrir yfirstandandi ár
er mun hærri, en raunveruleg
notkun reyndist vera á
síðasta ári.
3. Greiðslutímabilið er mun
lengra á þeim reikningum,
sem nú liggja fyrir, heldur en
þeir hafa venjulega verið. Nú
er sendur út reikningur fyrir
73 daga notkun, meðan
venjulega er einungis sendur
út reikningur fyrir 59-60 daga
notkun. Þetta er um hálfs
mánaðar lengra tímabil en
venjulega og það á þeim
tíma, sem er bæði árstíða-
bundið og svo fyrst og fremst
atvinnulega mjög viðkvæmur
tími fyrir fólkið á staðnum.
Skjótrar úrlausnar er þörf
Ég vil því beina þeirri
beiðni sérstaklega til iðnaðar-
ráðherra og formanns RARIK,
Pálma Jónssonar, að þeir
beiti áhrifum sínum til að ná
fram tveimur atriðum:
1. Áætlun um raforkunotkun
verði endurskoðuð til lækkunar.
2. Greiðslutímabilið veiði stytt úr
73 í 50 daga, eða a.m.k. að
fyrirliggjandi reikningum verði
skipt í tvennt, þannig að um
tvo mismunandi greiðsludaga
verði að ræða. Það er ekki
hægt að ætlast til þess að fólk,
sem hefur alla jafnan milli 45-
50 þús. í laun eigi að reiða
fram 15- 30 þús kr. einungis í
upphitunarkostnað.
Hastarleg skilaboð
Svona reikningar og svona
mismunun, ef ekki verður að
gert, eru beinlínis skilaboð
frá yfirvöldum um að fólk
skuli hypja sig burt af
staðnum. Það er auðvitað
hægara sagt en gert. Því vil ég
ítreka tilmæli mín, til þeirra
ágætu manna sem áhrifum
geta beitt, að þessi reiknings-
gerð verði milduð, þannig að
sanngjarnt megi teljast. Það
verður þó aðeins tímabundin
aðgerð.
Þetta leiðir hugann þess
vegna að því, hvernig
bregðast má við vandanum
sjálfum, þ.e.a.s. hvernig á að
létta af þessari mismunun
íbúa landsins. Við erum með
jöfnunargjald fyrir ýmsar
vörur og þjónustu um allt
land, en ekki fyrir orku. Við
hljótum fyrr en seinna að
reka þá pólitík, að slík
mismunun eigi sér ekki stað.
Annað væri hróplegt ranglæti.
Takmarkið er jöfnuður
Nú um þessar mundir
erum við að vinna að breyttri
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga. Mikilvægasta tækið í því
sambandi er Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga, sem meiningin
er hjá öllum hlutaðeigandi að
verði raunverulegur jöfnunar-
sjóður vegna aðstöðumunar
sveitarfélaganna.
Það liggur því beinast við,
að í þinginu verði unnið að
breyttri tilhögun Jöfnunar-
sjóðs, þannig að þau sveitar-
félög, sem staðsett eru utan
hitaveitusvæða og verða að
hita öll sín hús með dýru
innlendu rafmagni, fái sérstakt
framlag umfram önnur sveitar-
félög, sem notað yrði til að
lækka útsvör eða að það yrði
notað til beinna framlaga til
íbúa viðkomandi sveitarfélags.
Ég mun a.m.k. vinna að því
með tillögugerð, að þessum
vanda verði mætt með
breyttri tilhögun Jöfnunar-
sjóðs, þannig að hægt verði
að koma til móts við vanda
þessa fólks strax á þessu ári.
SAMVINNUBÓKIN
Skáli F.F.S. og Eilífsbúa á Skálahnjúksdal.
Háir nafnvextir - bókfærðir tvisvar á ári
og leggjast þá við höfuðstól.
Jafnframt er ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við
ávöxtun með lánskjaravísitölu og 4% vexti og ef hún er
hærri, er mismunurinn færður til tekna í bókina og lagður
við höfuðstólinn.
Samvinnubókin
Hagstœð ávöxtun í heimabyggð
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga