Feykir


Feykir - 24.08.1988, Síða 1

Feykir - 24.08.1988, Síða 1
@ raf sjá hf JtcK&K— Sérverslanir meö raftæki Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Úthlutun kaupleiguíbúða: Krókurinn fær átta, Blönduós og Hvammstangi fjórar Á fundi Húsnæðisstofnunar ríkisins sl. fimmtudag voru afgreiddar umsóknir um bygg- ingu kaupleiguíbúða sem borist höfðu hvaðanæva af landinu. Af 183 lánsloforðum frá Byggingasjóði ríksins fær Sauðárkrókur 8, Blönduós 4 og Hvammstangi 4. Samkvæmt upplýsingum Katrínar Atladóttur hjá Húsnæðisstofnun voru sam- þykkt 183 lánsloforð frá Byggingasjóði ríkisins fyrir byggingu almennra kaup- leiguíbúða og 41 frá Bygg- ingasjóði verkamanna fyrir byggingu svokallaðra félags- legra kaupleiguíbúða. Sauðárkrókur sótti um 20 kaupleiguíbúðir, en þar sem stjórn verkamannabústaða hafði fengið samþykkt fyrir byggingu 14 íbúða í sérhæðum á næstu 2 árum þótti stjórn Húsnæðisstofnunar 8 íbúðir hæfilegur skammtur til Sauðár- króks. Um lánsloforðin sem Blönduós og Hvammstangi fengu er það að segja, að þar er um flutning á milli kerfa að ræða, úr Byggingasjóði verkamanna í Byggingasjóð ríkisins. Báðir höfðu þessir staðir fengið heimild til byggingar 4ra íbúða. Vestfirðingar fengu hlut- fallslega langmest úthlutað af almennum kaupleiguíbúð- um. Flestar fóru þær á Bolungarvík eða 14 og var orðið við öllum umsóknum Bolvíkinga. Isaíjörður fékk flest lánsloforðin frá Bygg- ingasjóði ríkisins 23, þar af voru 20 sem þeir höfðu fengið heimild fyrir áður en voru nú flutt á milli sjóða. Þannig var um lánsloforð allmargra fleiri aðila. Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar hefur gefið þá skýringu á fjölda úthlutana til Vestfirðinga, að þeir hafi borið sig mest eftir þessum íbúðum og einnig hafi verið metið á hverjum stað hvað sé mikið byggt, t.d. í verka- mannabústaðakerfinu. Skilyrði fyrir lánveitingum eru þau að viðkomandi aðili sé skuldlaus við Húsnæðis- stofnun. Strax og framkvæmdir hefjast verður gengið frá samningi og greiðist lánsféð síðan á 15-18 mánuðum eftir því sem framkvæmdum miðar. Dögun Sauðárkróki: Halldór Jónsson aflijúpar minnisvarðann um Örlygsstaða- bardagann sl. sunnudag. Nánar um þann viðburð á baksíðu blaðsins i dag. „Niðurfærslan mundi koma okkur vel” segir Þórður í Steinullinni Endurbætur á Röstinni Fljótlega mun rækjuvinnslan Dögun hf. á Sauðárkróki ráðast i miklar endurbætur á Röstinni 150 lesta skipi sínu sem er tæplega 30 ára gamalt. Verða þær gerðar sökum þess að ekki fékkst leyfi fyrir úreldingu og kaupum á nýju skipi. Verkið var boðið út og tilboð opnuð nýlega. Undan- farna daga hefur svo verið unnið að könnun þriggja lægstu tiboðanna og viðræður átt sér stað við eigendur þeirra, en þeir eru norsk og hollensk skipasmíðastöð, auk Slippstöðvarinnar á Akureyri. Garðar Sveinn Arnason framkvæmdastjóri segir verra að ekki fékkst leyfi fyrir úreldingu. Smíði á nýju skipi hefði eflaust verið hagkvæm- ari þegar til lengri tíma er litið, nýtt sé alltaf nýtt. Þá muni fyrir vikið hráefnisöflun til vinnslunnar minnka þá 3 mánuði sem endurbætur á Röstinni taka. Garðar sagðist ekki geta gefið upp áætlaðan kostnað við breytingarnar meðan ekki væri búið að semja við verktaka, en það sem gert verður, er að skipinu verður lokað og sett á það brú. Lestin verður endurbyggð, nýtt spilkerfi sett í skipið, skipt um plötur á skrokknum þar sem þær voru orðnar lélegar og það allt sandblásið. En skipið er orðið ansi rústað að utan og því hefur málningin ekki tollað lengi á því. Röstin hefur því síður en svo verið mikið augnayndi, en við þessar aðgerðir ætti að verða breyting þar á. Sala á framleiðsluvörum Steinullarverksmiðjunnar hefur gengið mjög vel það sem af er þessu ári og er útlit á að svo verði áfram. Vinnsla hófst aftur í ágústbyrjun að loknu 3ja vikna hléi á framleiðslunni vegna sumarleyfa starfsmanna. Síðan hefuy þurft að bæta við vöktum til að anna eftirspurn- inni. Þrátt fyrir þetta segir Þórður Hilmarsson fram- kvæmdarstjóri að ekki sé útlit fyrir að verksmiðjan muni skila hagnaði á þessu ári, sökum óhagstæðrar gengisþróunar og gengisfell- inga á þessu ári. Við hvert prósentustig sem gengið hefur fallið hafa skuldir verksmiðjunnar hækkað að sama skapi, þar sem þær eru flestar í erlendri mynt. Sé ljóst að aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum muni hafa veruleg áhrif á afkomu verksmiðjunnar í ár. „Niður- færsluleið mundi koma okkur ákaflega vel,” segir Þórður. Um síðustu mánaðamót höfðu farið út úr verksmiðj- unni ríflega 2000 tonn af steinull. Er það töluvert meira en á sama tíma í fyrra en þá höfðu selst 1641 tonn. sem þótti gott þá. Salan hefur aukist um 15% á innanlandsmarkaðnum og um 80% erlendis. Munarþar mestu um lausullarsölu til Finnlands sem nýlega er hafin og mikla aukningu á Færeyjamarkaðnum. Örvar fiskinn Frystitogarinn Örvar á Skagaströnd kom í síðustu viku að landi með einn verðmætasta afla sem hann hefur fengið í veiðiferð til þessa. Aflinn var um 550 tonn að mestu þorskur sem skipið hafði veitt á aðeins 3 vikum. Aflaverðmætið gerir hart að 39 milljónum króna, svo að ekki er hægt að segja annað en sjómenn frá Skagaströnd hafi aldeilis dregið björg í þjóðarbúið á síðustu vikum. Ekki veitir af segja sumir, þótt aðrir líti landsmálin bjartari augum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.