Feykir


Feykir - 24.08.1988, Síða 4

Feykir - 24.08.1988, Síða 4
4 FEYKIR 29/1988 „Þetta var ágætt „geim” og ég „Þetta var ágætt geim og ég held að allir hafi skemmt sér vel,” sagði Friðrik Pálmason bóndi á Svaðastöðum eftir að fagnaður vegna 70 ára afmælis hans var um garð genginn. Það voru hátt í 200 manns sem samglöddust Friðrik á þessum tímamótum. Þar af voru um 180 manns sem komu í aðalveisluna sem haldin var í barnaskól- anum á Hólum á föstudags- kvöldið, en þar sem sumir gestanna voru seint á ferðinni var veislunni haldið áfram hcima á Svaðastöðum á laugardeginum. Það var skömmu fyrir miðaftansbil sl. föstudag Jón Garðarsson frá Neðra-Ási slettir úr klaufunum við harmonikuleik Hermanns í Lambanesi. Kannski dæmigerð mynd úr afmælinu. Friðrik ásamt konu sinni Ástu Hansen. áem ferðarykið tók að rjúka undan farskjótum manna víðsvegar úr héraðinu, og margra sem voru lengra að komnir, ferðalok beindust á einn punkt Hóla í Hjaltadal þar sem 70 ára afmælisfagnaður Friðriks Pálmasonar á Svaðastöðum, Frigga Svaða eins og hann er yfirleitt kallaður, skyldi hefjast um 6 leytið. Farar- skjótarnir voru bílar í þetta sinn, þó vel hefði verið við hæfi að gestir hefðu komið Pálmi Jónsson veislustjóri og Pétur á Hraunum voru ekki Iengi að drífa sig i dansinn. ríðandi til fagnaðarins.eins nátengt og nafn Friðriks er hestum og hestamennsku. Mörg ávörp voru flutt í veislunni sem bróðursonur Friðriks Pálmi Jónsson stjómaði. Frú Emma Hansen flutti Friðriki mági sínum Ijóð í tilefni dagsins. Og listfengi Hansenættarinnar kom enn í ljós þegar Hansenættin afhenti Friðriki að gjöf málverk af Nös formóður tveggja frægustu stóðhestanna af Svaðastaða- kyninu. Listaverk þetta var alveg nýþornað, þar sem Helga dóttir Ragnars Hansens sem það gerði, hafði morguninn áður farið niðr‘á Landsbókasafn til að ná í frummynd í svart-hvítu af Nös þar sem hún stendur í túninu á Svaðastöðum. Myndin er ákaflega falleg, þrátt fyrir að hún hafi verið unnin á skömmum tíma. „Þetta er það fljótgerðasta málverk sem ég veit um,” sagði Pálmi veislustjóri. Þá tók til máls Björvin Freðriksen járnsmiður í Reykjavík og afhenti Friðriki forkunnarfagra skaflaskeifu Það er ekki bara slitlagið Gífurleg breyting hefurorðið á þjóðvegakerfi landsins á skömmum tíma. Það er ekki bara að nú sé mikill hluti þess bundið varanlegu slitlagi, heldur er ekki svo ýkja langt síðan að þjóðvegur eitt lá í hinum fjölbreytilegustu krókum nær algjörlega eftir landslag- inu um landið. Það var auðvitað skemmtilegt að hann skyldi liggja eftir landslaginu því á þann hátt gátu vegfarendur auðvitað best notið þess, en það var annað sem var miður skemmtilegt. Víða lá hann nánast í gegnum bæjarhlaðið í sveitum og sumstaðar rann hreinlega mykja úr útihúsum yfir veginn. Og það voru fleiri ann- markar sem lega þjóðvegar- ins gat skapað þessum heimilum er lágu svo gjör- samlega í þjóðbraut. Ann- markar segir maður frekar en }Sœ£ Eins og sjá má lá vegurinn um hlaðið á Æsustöðum. Og nú hefur Jóhanna húsfreyja frið með þvottinn sinn. vandamál, því þau þekktust nefnilega ekki í sveitinni á þessum tímum, fyrir fram- leiðsluhöftin. Hver man t.d. ekki eftir þvottasnúrunum á Æsustöð- um í Langadal i Húnavatns- sýslu? Þær voru ekki nema spölkorn frá þjóðveginum og yfirleitt brást það ekki að þær voru sneisafullar af þvotti þegar maður átti leið þarna um. Ef þurrt var í veðri viðraði vegrykið hann daginn út og inn og þegar blautt var gengu drullusletturnar yfir þvottinn hennar Jóhönnu Þórarinsdóttur húsfreyju á Æsustöðum. „Jú þetta var oft bölvað bras. Það kom ekki ósjaldan fyrir að ég þyrfti að taka þvottinn inn og maður þvoði kannski sama þvottinn tvisvar eða þrisvar sinnum. En þrátt fyrir þetta saknaði ég þjóðvegarins þegar hann var færður niður eftir fyrir nokkrum árum. Manni fannst maður eiginlega einangrast alveg gjörsamlega við það. Þetta voru mikil viðbrigði,” sagði Jóhanna á Æsustöðum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.