Feykir


Feykir - 24.08.1988, Qupperneq 3

Feykir - 24.08.1988, Qupperneq 3
29/1988 FEYKIR 3 „Auðveldara að semja ræður á íslensku” segir séra Hjálmar nýkominn frá Noregi Séra Hjálmar Jónsson sóknarprestur og prófastur er nú kominn til starfa að nýju að loknu sumarleyfi. Því eyddi hann ásamt fjölskyldu sinni í Skjerstad í Norður-Noregi þar sem hann þjónaði í prestakalli á Hálogalandi. Feykir hafði spurnir af því að þessi dvöl hefði reynst Hjálmari lær- dómsrík og skemmtileg og mælti sér því mót við hann á dögunum. Hvernig gekk svo að þjóna? „Það gekk furðuvel. Mér fyrirgáfust ambögurnar og málfarið. Það er gott að skilja fólk í Norður- Noregi, það talar skýrar en fólk víða annars staðar í landinu, að mér finnst. Síðan hjálpaði það mér mikið að Erla systir mín, sem er búinn að búa 8 ár í Osló, leiðbeindi mér svolítið með framburðinn. 90 organista til að spila við messuna.” Hljóðfæri vartil á hverjum bæ og sungið þegar saman var komið.” Var safnaðarstarfið eitt- hvað öðruvísi en þú hefur átt að venjast hér á landi? „Ekki í meginatriðum. Það má alltaf finna einhvern mun, líka milli safnaða innan sama lands. Þarsem við vorum eru sumir þættir safnaðarstarfsins alveg í höndum annarra starfs- manna safnaðarins en prestsins Þannig er með sunnu- dagaskólann og verulegan hluta af æskulýðsstarfinu. Presturinn tekur bara þátt í því af og til. Félagsstarf með öldruðum er aftur á móti miklu meira hér hjá okkur og margir sem sinna því. Barnastarfið heldur vonandi áfram að þróast á þann veg hjá okkur. Safnaðarstarfsemi er miklu skemmtilegri þegar margir eru virkir í starfi.” Var kvíðinn Hvað með trúardeilur? Hafa ekki alltaf verið einhverjarskærur í Noregi? „Já, Norðmenn eru þekktir fyrir annað en einingu og samlyndi í trúmálum. Ég varð ekki var við það þarna. Vissulega voru áherslur ólíkar eins og gengur, en það virtist ekki spilla safnaðarlífinu og kirkjusókninni. Mérfannst fólkið hugsa ósköp svipað og við, svona almennt skoðað. Deilurnar eru hins vega magnaðar Jýrir sunnan”. en það orðasamband er líka til í Noregi. Andinn var góður og okkur var sérstaklega vel tekið. Biskup- inn vill gjarnan efla tengsl við íslensku kirkjuna og sagði að skilnaði að prestar héðan væru hjartanlega velkomnir til slíkrar sumar- þjónustu. Ég kem því hér með á framfæri. Þegar ég kom fyrst á staðinn var ég dálítið kvíðinn enda þekkti ég auðvitað engan og ekki einu sinni messuformið. En organisti og meðhjálpari voru mérinnan handar og þannig gekk þaðallt saman strax vel með Guðs hjálp og góðra manna. Þessi tími verður ógleyman- legur. Alltaf er þó best að kom heim úr hverju ferðalagi og þannig var það líka núna. Því er ekki að neita, að það er líka miklu auðveldara að semja ræður á íslensku en norsku”, sagði séra Hjálmar að lokum. Hjálmar byrjaði á því að segja tildrög þess að hann varði sumarleyfi sínu á þennan hátt: „Þetta kom þannig til að biskupinn á Hálogalandi er stjórnar- maður í Kirkjusambandi Norðurlanda, sem hélt aðalfund sinn á Löngumýri á síðasta ári. Ég kynntist mörgum fundarmanna, þ.á.m. Grönningsæter biskupi sem bauð mér að koma og þjóna í prestakalli í biskupsdæmi hans í sumar. Eftir umhugsun ákváðum við hjónin að taka þessu boði og fórum til Noregs í júnílok og ég þjónaði í júlímánuði. I sókninni sem ég þjónaði eru 2 byggða- kjarnar með kirkju á hvorum stað. Fyrirgáfust ambögurnar Við eigum margt sam- eiginlegt með Noiðmönnum,” hélt Hjálmar áfram. „Saga og ekki síst kirkjusaga er að miklu leyti sameiginleg. Málin eru mjög skyld og ef Norðmenn hefðu látið þýða Biblíuna á sitt eigið tungumál af dönskunni á siðbótartímanum (16. öld) eins og gert var á Islandi, væru tungumálin miklu líkari í dag. Norðmenn vita vel af skyldleika þjóðanna og taka Islendingum vel.” Fyrirfram bjóst ég ekki við að presturinn þyrfti svo mikið að starfa í júlímánuði, en fljótlega fékk ég að vita að kirkjulífið hefur þarna sinn gang þótt presturinn sé í sumarleyfi. Ég messaði fimm sinnum í kirkjunum tveimur og annaðist úti- guðsþjónustu. Að auki sá ég um helgistundir á elliheimilum ogsjúkrahúsi. Prestaköllin eru yfirleitt stór og ekki hægt um vik að þjóna úr nágrannasóknum eins og hér er gert.” Syngja og syngja hátt Hvernig er að messa fyrir Norðmennina? „Messuformið er auðvitað ekki það sama, en að mörgu leyti líkt. Mesti munurinn á guðsþjónustu þar og hér er að allir syngja og syngja hátt. I þessum hluta Noregs hefursöngur- inn löngum verið góður og helstu sálmaskáldin þeirra eru þaðan. Sú saga liE Misvær, stærri sóknii i sem ég þjónaði, að þe Berggrav biskup kom þ vísitasíuferð um 1930 þá spurði hann prestinn hvort hann hefði nokkurn organ- ista. Presturinn svaraði eftir litla umhugsun: „Ég gæti fyrirvaralaust fengið SAMVINNUBÓKIN Reykjakirkja. Samvinnubókin Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Inniánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga Nafnvextir Samvinnubókar eru nú 35% Ársávöxtun er því 38,06% Að auki eru verðtryggingar- ákvæðin óbreytt

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.