Feykir - 24.08.1988, Qupperneq 8
24. ágúst 1988, 29. tölublað, 8. árgangur
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar
en um hádegi á föstudögum
TAXI Nýja bflasalan
Sauðárkróki Borgarflöt 5
Sími 5821 Þú færð bílinn hjá okkur
985-20076
985-21790 Símar 5821 og 6677
Fjölmennustu orustu hér á landi minnst:
Fjörbrot þjóðveldis- Örlygsstaðabardagi
Fjölmennt var á Örlygs-
stöðum sl. sunnudag, þó
ekki væri það neitt í líkingu
við þann mannsöfnuð sem
þar var samankominn nákvæm-
lega 750 árum fyrr þegar háð
var fjölmennasta orusta sem
fram hefur farið hér á landi og
3000 manns börðust. Þessa
atburðar var minnst á Örlygs-
stöðum sl. sunnudag með því
að afhjúpa minnisvarða úr
stuðlabergi.
Margir gestanna við at-
höfnina, sem fram fór í hinu
besta veðri, hafa eflaust látið
hugann reika aftur í tímann
er þeir áttust við á þessum
stað Haukdælir og Asbirn-
ingar annars vegar og Sturl-
ungar hins vegar, með Gissur
Þorvaldsson og Kolbein unga í
broddi heimamanna og Sig-
hvat Sturluson og Sturlu
Sighvatsson er fóru fyrir
Sturlungum.
Athöfnin hófst með ávarpi
Halldórs Jónssonar sýslumanns
sem skýrði frá því að gerð
hefði verið plata eftir upp-
drætti er sýnir liðsskipan á
sögusviðinu þann örlaga-
ríka dag 21. ágúst 1238.
Verður henni komið fyrir
áður en langt um líður og
einnig verður vegur lagður
upp að varðanum í sumar, en
á sunnudag var farið um
heimtröð Asgarðs.
Gunnar Gíslason formaður
menningarmálanefndar Skaga-
fjarðar, sem hafði veg og
vanda af því að minnast
þessa atburðar, tók síðan til
máls og að því búnu afhjúpaði
Halldór sýslumaður minnis-
varðann. A skildi varðans
stendur þessi áletrun. Fjör-
brot þjóðveldisins, Örlygsstaða-
bardagi 21. ágúst 1238.
Því næst flutti Jón Torfa-
son sagnfræðingur frá Torfa-
læk erindi um bardagann. I
Hiuti samkomugesta á Örlygsstöðum sl. sunnudag.
lok erindis síns sagði Jón að
af Örlygsstaðabardaga mætti
nokkuð læra. T.d. um við-
brögð manna í háska, s.s.
tryggð og hugrekki sem
feykjur
Fyrirsögn
Fyrirsögn með frétt í síðasta
blaði um opinbera heimsókn
forseta íslands um Húnaþing
stakk suma lesendur dálítið.
Hún hljóðaði svo: Vigdís í
alla hreppa Húnaþings. Einn
lesandi hringdi og lýsti yfir
ánægju sinni með fyrirsögn-
ina og sagði að sér fyndist
þetta hjóma svona svipað og
þegar verið var að auglýsa
bók fyrir einhver jólin. Það
var bók sem Bókaforlag
Odds Björnssonar gaf út eftir
Ólaf heitinn Jónsson ráðu-
naut og hét Skriðuföll og
snjóflóð. Þá hljómaði í
síbylju í auglýsingatímununi
á gömlu Gufunni: Skriðu-
föll og snjóflóð inn á
hvert heimili landsins.
Góö tekjulind
Mikið átak hefur verið gert í
umhverfismálum á Siglufirði
í sumar. M.a. hefur sá
draumur margra bæjarbúa
ræst, að fá varanlegt slitlag á
helstu götur bæjarins. Meðal
. gatna sem slitlag hefur verið
sett á er Fjarðargatan og í
framhaldi af henni Flug-
vallarvegur sem liggur út á
flugvöll. Flugvallarvegur telst
til þjóðvega utan þéttbýlis og
var gerð hans því algjörlega
kostuð af ríkinu. Hvorar um
sig eru þessar götur kílómetri
að lengd og því lengsti og
besti spottinn í bænum. Um
þessar götur sem og aðrar í
bænum er einungis leyfður 35
kílómetra hámarkshraði. Gár-
ungarnir hafa það því á orði
nú að þær eigi eftir að reynast
ríkissjóði drjúg tekjulind og
kostnaðurinn sem ríkið lagði
í Flugvallarveginn eigi eftir
að skila sér ríkulega aftur.
Fyrir enda Fjarðargötu býr
nefnilega yfirlögregluþjónninn í
bænum.
Velferðar-
þjóðfélagið
Einn góðborgarinn á
Króknum segir farir sínar
ekki sléttar. Fyrir nokkru
losnaði í honum tönn, sem
ekki þykir tíðindum sæta og
fékk hann strax vilyrði fyrir
tíma hjá tannlækni. Maður-
inn brá sér síðan til
Reykjavíkur og þar gerist
það að eymslin út aftönninni
versnuðu til muna. Hafði
hún sprungið og annað
brotið gengið niður þannig
að maðurinn gat engan
veginn lokað munninum og
var mjög kvalinn. Þar sem
þetta var síðla dags tók hann
það til bragðs að fara á
Slysavarðstofuna til að fá
brotinu, sem var laust, kippt
burtu. En það var ekki við
það komandi að læknarnir
og hjúkrunarfólkið þar vildi
gera þetta og vísuðu honum
til tannlæknis. Þrátt fyrir að
afgreiðslustúlkan á Slysa-
varðstofunni reyndi sitt besta
til að fá tíma hjá tannlækni
tókst það ekki enda orðið
áliðið. Vinurinn fór við svo
búið út í bíl, fann þar töng og
dró á svipstundu brotið
burtu. Að því búnu fórhann
af ásettu ráði inn aftur og
svolítið blóðugur spurði
hann hvort það væri nokkur
leið að fá hjá þeim smá
bómull. „Það er alltaf verið að
tala um þetta velferðarþjóð-
félag okkar, en svona getur
nú þjónustan í því verið,”
sagði Króksarinn í lok sögu
sinnar.
dæmið sýndi um það þegar
Sighvatur djákni lagðist yfir
nafna sinn Sturluson sem
lá óvígur á vígvellinum. Um
flótta, hvort sem hann var
tilkominn af hugleysi eða
skynsemi þegar ílokkur manna
úr liði Sturlunga flúði gegnum
Miðsitjuskarð. En kannski
kenndi þessi bardagi okkur
mest hvernig á að ganga fram
beinn í baki gegn miklum
vanda. „Það er eitt af því sem
bagar okkur nútímafólk flest
þrátt fyrir ríkidæmið og
lífsþægindin, að okkurhættir
til að ganga örlítið bogin í
hnjánum gagnvart þeim sem
meira mega sín. Eitt það
vandasamasta sem okkar
bíður er að deyja. Þeim
mönnum sem dregnir voru
úr kirkjunni á Miklabæ að
loknum bardaganum og höggn-
ir tókst að deyja standandi.
Með það í huga að eitt sinn
skal hver deyja voru þeir allir
vegnir með exi Sighvats,
Stjörnu,” sagði Jón í lok
erindis síns. Athöfninni á
Örlygsstöðum lauk síðan með
því að karlakórsfélagar sungu
nokkur lög undir stjórn
Stefáns Gíslasonar.
Borað eftir jarðsjó
á Borgarsandi
Svo virðist sem nú sé loksins
að komast skriður á undirbún-
ing þess að fiskeldi verði
stundað í einhverjum mæli á
Sauðárkróki. A næstu dögum
verða hafnar tilraunaboranir
á Borgarsandi, en nokkrir
aðilar hafa einmitt horft
löngunaraugum þangað og
þótt það fýsilegt til sjóeldis.
Það er vatnsveita Sauðár-
króks sem mun sjá um þessar
boranir. Fiskeldisfyrirtækið
Hafrún, sem lagt var niður
fyrr á þessu ári, sýndi á
sínum tíma áhuga á borun-
um þarna. Forráðamenn
vatnsveitunnar hafa hins
vegar lúmskan grun um að
samband kunni að vera milli
þessa svæðis og jarðhitasvæðis
hitaveitunnar í Borgarmýrum
þar skammt frá. Heitt vatn
gæti allt eins komið þarna
upp eins og jarðsjór, sem
menn eru þó að „fiska eftir”.
Hafa þeir ráðgast við
Orkustofnun um þessi mál
og mun Orkustofnun síðan
meta niðurstöður borananna.
Borað verður á svæðinu
austan Sauðárkróksbrautar
og sunnan þjóðvegar. Áætlaður
kostnaður við þær er um hálf
milljón króna.