Feykir - 24.08.1988, Side 5
29/1988 FEYKIR 5
held að allir hafi skemmt sér”
Sungið af hjartans list. Pétur á Hraunum, Hansenbræður Sigurður og Erlendur, Dúddi á
Skörðugili, Hermann í Lambanesi og Þórólfur á Hjaltastöðum.
sem hann hafði látið gera.
Þá talaði Guðmundur
Hansen mágur Friðriks og
seinna um kvöldið Sæmundur
Hermannsson á Sauðárkróki.
Friðriki bárust margar
góðar gjafir á afmælinu,
þ.á.m. frá fjölskyldunni á
Laufhóli, Önnu Jónsdóttur
bróðurdóttur sinni, Stein-
grími manni hennar og
börnum, fallegan stein með
áföstum skildi þar sem
skráð eru nöfn og ártöl
allra ábúenda á Svaða-
stöðum alveg frá 1760, eða
alveg síðan ætt Friðriks,
Svaðastaðaættin eins og
hún er ætíð kölluð hóf
búskap þar.
Þegar menn höfðu étið
sig metta var tekið til við
söng og sungið feiknin öll
eins og Friðrik sjálfur
komst að orði. Það var
Pétur Guðmundsson bóndi
á Hraunum sem upphóf
sönginn og síðan söng m.a.
hópur félaga úr karlakórn-
um Heimi við undirtekt
annarra gesta. Þá lék
Hermann Jónsson l'rá
Lambanesi á harmoniku
fyrir dansi og var dansað
og sungið fram á fjórða
tímann um nóttina að
fagnaðurinn tók enda og
hver hélt til síns heima.
Höfðu þá allir samkomu-
gestir skemmt sér við hæfi,
enda Friðrik á Svaðastöðum
ekki sjötugur nema einu
sinni á ævinni.
Friðrik og Pálmi sonur hans.
ALLT FYRIR SKOLANN!
Ritfangadeild:
Ritföng - Pennaveski
Skólatöskur frá kr. 1290.-
Skjalatöskur frá kr. 1890-
Vefnaðarvörudeild:
Skólaúlpur kr. 1995.-
Skólabuxur kr. 1290.-
Skólapeysur kr. 995.-
Dúnúlpur frá kr. 6893.-
Snyrtivörudeild:
Tölvur og skólaúr í miklu úrvali
Raftækjadeild:
Skólarítvélar
EZ-20 - 40 stafa leiðréttingaminni
Staðgreiðsluverð kr. 20.800.-
EB-10 - Staðgreiðsluverð kr. 14.950.
ikagfírbingabúb
Þú þarft ekki annað!