Feykir


Feykir - 24.08.1988, Side 2

Feykir - 24.08.1988, Side 2
2 FEYKIR 29/1988 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95- 6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ AUGLÝSINGA- STJÓRI: Haukur Hafstað sími 95- 5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 70 krónur hvert tölublað; í lausasölu 70 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. Norðurlandsmót í golfi: Sauðkrækingar stóðu sig vel Sauðkrækskir kylfingar náðu ágætum árangri á Norðurlandsmóti í golfi sem fram fór á Hlíðarendavelli um síðustu helgi. Þá náði einn Skagstrendingur að komast á verðlaunapall. Örn Sölvi Halldórsson varð annar í 1. flokki karla á 165 höggum, 3 höggum á eftir Kristjáni Guðjónssyni GH. Haraldur Friðriksson varð þriðji á 169 höggum. í 2. flokki varð Hjörtur Geirmundsson í öðru sæti eftir að hafa tapað bráða- bana við Júlíus Haraldsson GA. Þeir léku á 180 höggum. Guðmundur Gunnarsson varð í þriðja sæti á 182. Hann vann tvo aðra keppendur í bráða- bana, þannig að keppnivar ótrúlega jöfn og spennandi í þessum flokki. Birgir Guðjónsson varð í öðru sæti í 3. flokki á 197 höggum og Einar Einarsson þriðji á 200. Guðmundur Sverrisson varð þriðji í unglingaflokki á 172 höggum og Friðrik J. Friðriksson gerði sér lítið fyrir og krækti sér í annað sætið í öldungaflokknum. Varð 10 höggum á eftir sigurvegar- anum í keppninni sem var með forgjöf, en keppni í öðrum flokkum var án forgjafar. Að síðustu gerði Bjarnhildur Sigurðardóttir Golfklúbbi Skagastrandar það gott í 1. flokki kvenna. Hún hafnaði í 3ja sæti á 236 höggum, 3 höggum fleiri en sú í öðru sæti. Allt í einni kös „Maður er hundsvekktur yfir að við skyldum ekki ná að vinna þennan leik. Því nú erum við í kösinni áfram,” sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Tindastóls eftir leikinn við Þrótt í Laugardalnum á laugardaginn. Liðin deildu með sér stigum í leik þar sem Tindastóll var sterkari aðilinn. Þessi úrslit þýða það að Þróttarar virðast dæmdir til að falla niður í 3ju, en þar sem KS tapaði fyrir Blikun- um á Siglufirði eru nú öll liðin utan toppliðanna tveggja, FH og Fylkis, í fallhættu. ÍR og Víðir eru nú með 17 stig, Tindastóll, Selfoss og Vest- mannaeyjar með 16, KS og Breiðablik með 13 og Þróttur 8. Fimm umferðir eru eftir í deildinni. Tindastóll var óheppinn að ná ekki að skora eitt eða fleiri mörk í fyrri hálfleik gegn Þrótti. Þeir voru mun betri aðilinn og gerðu oft harða hríð að marki sunnan- manna, sem tókst oft á tíðum að bjarga á ótrúlegan hátt. Aftur á móti náði botnliðið að skora þegar um hálftími var af leik beint úr aukaspyrnu í gegnum varnar- vegginn. Tindarnir héldu áfram uppteknum hætti í seinni hálfleiknum og voru áhorf- endur sem flestir voru á þeirra bandi farnir að ókyrrast. En þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir afleiknum tók Eyjólfurgóða 5. flokkur b Tindastóls, sem staðið hefur sig vel í sumar og hafnaði í 3ja sæti á Pollamótinu, ásamt þjálfara sínum Arna Olasyni. Um fyrri helgi fór fram á Sauðárkróki Pollamót í knatt- spyrnu. Tókst það mjög vel, ekkert síður en sams konar mót sem haldið var fyrir ári. Stefnt er á að gera þessi mót að árlegum viðburði, en um land allt eru menn mjög að vakna til vitundar um nauðsyn þess að skapa þessum ungu knattspyrnu- mönnum, mönnum framtíðar- innar, verðug verkefni. Um 160 pollar mættu til leiks, frá Dalvík, Olafsfirði, Blönduósi og Hofsósi auk gestgjafanna. Leiknir voru 38 leikir í þrem flokkum, 5., 6. og 7. flokki. Síðla laugardags að lokinni keppni fyrri daginn fór fram vítaspyrnukeppni milli fyrir- liða liðanna. Þótti fyrirliði Neista á Hofsósi sýna ótrúlegt öryggi en hann sigraði í 5. flokknum, Leiftursmaður vann í 6. og Dalvíkingur í 7. Að vítaspymu- keppninni lokinni voru svo leikir og grillveisla í Grænu- klauf. Verðlaunaaflnending fór síðan fram að lokinni keppni seinni daginn. Hlutu leikmenn liða í 3 efstu sætum í hvorum flokki verðlauna- pening og allir keppendur fengu viðurkenningarspjald. Lokastaðan í mótinu varð þessi. Leikin var tvöföld umferð í 7. flokki en einföld í hinum. 7.flokkur. 1. Tindastóll C 44:6 10 2. Dalvík 39:5 10 3. Tindastóll B 2:34 2 4. Tindastóll A 4:41 2 6. flokkur. 1. Leiftur 29:5 10 2. Tindastóll A 30:6 8 3. Hvöt 17:13 6 4. Dalvík B 5:14 4 5. Dalvík A 8:13 2 6. Tindastóll B 2:36 0 5. flokkur. 1. Dalvík 12:4 8 2. Tindastóll A 17:6 6 3. Tindastóll B 11:8 3 4. Leiftur 10:9 3 5. Neisti 11:30 0 UMSS sigraði í Fimmunni Ungmennasamband Skaga- fjarðar sigraði með miklum yfirburðum í Fimmunni sem fram fór á Hvammstanga sl. sunnudag. UMSS hlaut alls 320 stig, USAH 253,5, UDN 184, USVH 177,5 og HSS 162. Þessi úrslit koma nokkuð á óvart þegar tillit er tekið áfram til þess að USAH vann sér nýverið rétt til þess að keppa í 1. deild Bikar- keppni FRI að ári, en á sama tíma vann UMSS sig upp í aðra deild. 1 kvennaflokki fékk UMSS 155,5 stig, USAH 124.5, UDN 91, USVH 85 og HSS 71. í karlaflokki hlutu Skagfirðingarnir 164,5 stig, USAH 129, USVH 96.5, UDN 93 og HSS 91. & (*• & rispu upp völlinn sem endaði með því að hann var felldur inni í teig. Hann skoraði svo sjálfur örugglega úr vítinu. Gestirnir voru síðan nær því að bæta við markatöluna, en allt kom fyrir ekki, 1:1 jafntefli varð staðreynd. Sjálfsagt viðunandi úrslit ef það er tekið með í reikninginn að knattspyman getur stundum verið svo miskunnarlaus. Næsti leikur Tindastóls verður gegn Fylki verðandi 1. deildarfélagi á Króknum nk. föstudagskvöld. Munu Tinda- stólsmenn eflaust leggja allan sinn metnað í að vinna þann leik til að skapa sér þægilegri stöðu í deildinni. Með dyggum stuðningi áhorf- enda á það að geta tekist. Hvöt tapaði enn um helgina, illilega fyrir Ein- herjum á Vopnafirði 0:5. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að Blönduósing- arnir falli niður í 4. deild. Þeir eru með 5 stigum minna en næsta lið fyrir ofan, Huginn, og eiga erfiðan leik fyrir höndum um næstu helgi,gegn Reyni á Arskógsströnd. Aðeins 2 umferðir eru eftir. Kormákur kvaddi 4. deildina með sigri á Laugalandi í leik gegn UMSE b. Það blés þó ekki byrlega fyrir þeim Hvamms- tangabúum í upphafi seinni hálfleiks þegar Eyfirðing- arnir skoruðu 2 mörk með stuttu millibili. Engestirnir náðu svo góðum 20 mínútna kafla þar sem þeir kvittuðu og gott betur. Þeir Grétar Eggertsson, Páll Leó Jónsson og Bjarki Gunnarsson skoruðu sitt markið hver. Neisti tapaði hins vegar sínum síðasta leik í riðlinum. Æskan kom í heimsókn á Hofsós og fór með sigur af hólmi 6:3. Munaði þar mestu að Sigmund Jóhann- esson annan hraðskreiðra Brekkukotsbræðra vantaði í vörnina og Ami Stefánsson lék heldur ekki í markinu. Magnús Jóhannesson Brekku- kotshraðlestin gerði það ekki endasleppt í þessum leik því hann skoraði öll mörk Neista, en þessum skemmtilega leikmanni hefur til þessa verið flest betur til lista lagt en aðskora mörk.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.