Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 4
syni, húsasmíðameistara. Voru viðir allir sagaðir til í Reykjavík og hafði Stefán það verk með höndum ásamt Halldóri Ólafssyni, Halldóri Gíslasyni og Magnúsi Karlssyni. í húsgrunninum var malar- og grófsandslag vikurblandið, klakalaust niður á 40 cm dýpi, þar undir var leirlag frosið, um 10 cm þykkt, og neðar tvö leirlög, frosin, það neðra á um 80 cm dýpi, en milli þeirra ófrosinn sandur. Sunnudagur 8. júni. — Þennan dag var unnið kappsamlega að því að steypa grunninn og var því verki lokið kl. 18,30. Voru þeir, sem ekki ætluðu á jökulinn, þá þegar farnir heim á leið, en jökulfarar fóru að flytja sitt hafurtask inn að jökli og búa á sleða, og voru ferðbúnir á jökulröndinni kl. 1 um nóttina. Veður var þá stillt og frost v 1“ C. Þeir 20, sem á jökul héldu, voru eftirfarandi og skiptust þannig á snjóbílana: Jökull I („Kuggur“j: Sigurður Þórarinsson, fararstjóri Haukur Hafliðason, bílstjóri Baldur Jóhannesson, landmælingamaður Magnús Jóhannsson, kvikmyndatiikumaður Valur Jóhannsson, aðstoðarmaður Grendill: Ólafur Nielsen, bílstjóri Ragna Stefánsdóttir Sigurður Waage Guðrún Waage Sigurbjörn Benediktsson Gusi: Guðmundur Jónasson, bílstj. og fararstjóri Þorleifur Guðmundsson, bryti Halldór Gíslason Halldór Ólafsson Hanna Brynjólfsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Karl Maute (þýzkur blaðamaður) ' Magnús Karlsson Margrét Halldórsdóttir Ólína Jónsdóttir. Mánudagur 9. júni. — Ferðin upp jökulinn sóttist sæmilega, en færð var þung framan af og urðu. Kuggur og Grendill að hjálpast við að draga álmsleðann upp fyrsta brattann, en á sleðanum var flekahúsið, sem byggt var fvrir ferðina 1955 og þá notað fyrir mælingar Mar- teins franska, en síðan hefur það verið notað sem eldhús í jökulferðum. Stefnan var tekin beint á Grímsvötn. Um 10 km frá jökuljaðri, í rösklega 1100 m hæð, var grafin gryfja niður á jökulís. Var snjólagið 212 cm og að vatnsgildi samsvarandi 1100 mrn lagi. Gryfjugrefti og mælingur var lokið kl. 16,30. Þoka lá yfir, er haldið var af ’stað, en brátt tók að rofa til og sást þá til Þórðarhyrnu, Pálsfjalls og Hamars. Klukkan var nær 20, þegar komið var að skálanum á Svíahnúk eystri, sem jökul- förum er tamt að kalla Grímsstaði á Jökli. Var skálinn í ágætu standi eftir veturinn. Skafl lá norðan að honum, næstum upp fyrir hurð, en að sunnan upp undir miðjan vegg. Inni var engin missmíði að sjá nema þau, að nokkrar einangrunarplötur í þaki höfðu hvelfzt dálítið inn vegna raka. Veður var hið fegursta þetta l'yrsta kvöld í Grímsvötnum og var þegar tekið til við þríhyrningamælingar, en eitt af verk- efnum leiðangursins var að fá nákvæma mæl- ingu á fjarlægð milli Svíahnúkanna og hæðar- mun þeirra, en eystri hnúkurinn er, samkvæmt mælingu J. Ekholms, 1719 m. Einnig skylcli mælcl hæð á Depli og nokkrum öðrum viðmið- unarstöðum í Grímsvötnum. Baldur Jóhannes- son hafði þessar mælingar með höndum og var Valur Jóhannsson honum til aðstoðar. Þríhyrn- ingamælingunum var lokið að mestu kl. 3 um nóttina og var frost þá komið niður í -f- 7° C, en fór niður í 9° C síðar um nóttina. 1 næsta hefti Jökuls verður gerð nánari grein fyrir þess- um mælingum og breytingum á Grímsvötnum frá og með hlaupinu 1954. Þriðjudagur 10. juní. — Þennan dag var veð- ur hið fegursta, andvari af norðri og bjart yfir öllum jökli. Nú var haldið niður í Grímsvötn, og liðinu skipt til vinnu. Nokkrir tóku til við gryfjugröft á svipuðum stað og grafið lrefur verið undanfarin ár. Baldur og Valur halla- mældu (nivelleruðu) snið frá Depli alla leið að Stórkonuþili og var því verki ekki lokið fyrr en eftir miðnætti. Sigurður og Magnús Jóhanns- son hæðarmældu með flugvélarhæðarmælum víða í Grlmsvatnakvosinni og mældu nákvæm- lega (með hallamæli) hækkun vatnsborðs við Vatnshamar frá því haustið áður. Móbergs- kollurinn („Naggur") rétt austan við Vatnsham- ar, sem reis 15 m yfir vatnsborð þ. 15. sept. 1957 (Sbr. mynd á bls. 47, Jökull, 7. ár), náði

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.