Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 34

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 34
Jökulplægðir aurar við Hagavatn haustið 1957. — Fluted moraines by Hagavatn Sept. 1957. Photo J. Evthorsson. Á árunum 1930/35 hopaði jökulsporð- urinn ............................. 73 m Á árurium 1936/40 liopaði jökulsporð- urinn .............................. 359 — Á árunum 1940/45 hopaði jökulsporð- urinn .............................. 389 — Alls 820 m Plaustið 1946 hefur jökullinn gengið fram um 14 m. Svo alls hefur hann því stytzt um 806 m frá 1930 til 1946. Þegar átti að mæla liaustið 1947, var mæling ekki framkvæmanleg. Um það segir Kjartan Ólafsson í Eyvindarholti á þessa leið í bréfi dags. 25. október 1947: „Að undanförnu hef ég mælt á dauðum jökul- hrygg, sem nú er orðinn svo mjór og sundur- skorinn af vatnssprungum, að ókleift er að rnæla á honum. Þarna er að myndast hyldjúpt stöðu- vatn, sem aðeins væri hægt að mæla á bát eða ís að vetrarlagi. Til skýringar get ég þess, að falljökulinn er bráðnaður uþp að jjallsrótum." Síðan fara engar sögur af jökli þessum fyrr en haustið 1954, að við Sigurjón Rist komum þangað í októbermánuði. Þá var allstórt lón framan við jökulinn. Frá merki Ag, sem er lítil varða á jarðföstum steini á lynggrónum flesjum norðan undir jökulöldunum, mældist okkur 350 m að lóninu, en þaðan áætluðum við fjarlægð yfir lónið 160 m eða alls frá A^ að jökli 510 m. Er þessi mæling að sjálfsögðu ekki nákvæm, en hún gefur til kynna að jökul- inn hafi gengið fram um 313 metra frá 1946 til 1954. — Getur það komið vel heim við orð Kjartans Ólafssonar 1946, að falljökullinn sér bráðnaður upp að fjallsrótum. Arið 1925 kom Ólafur Sveinsson bóndi i Stóru-Mörk í fyrsta skipti inn að falljökli. „Fyllti þá jökultungan upp á kamba báðum megin og náði alveg fram í opið, þar sem áin fellur fram. Var hann mjög brattur að framan og nokkuð sprunginn. Upp úr 1930 fór jökullinn að eyðast áberandi fljótt. Helluhaus heitir innan við jökul. Þar var um 200 m löng jökultunga, sem nú er með öllu horfin. Steinsholtsjökull hefur minnkað mikið,“ sagði Ólafur (1954). Haustið 1959 mældurn við Jóhannes Briem fjarlægð frá Ao að jökli, og reyndist hún 691 m. Var nú mælt með hornamæli yfir lónið. Samkvæmt því hefur jökullinn hopað um 691 -t- 510 = 181 m á árunum 1954/58 eða 45 m á ári til jafnaðar. Skálafellsjökull. Svo vil ég nefna syðri Heina- bergsjökul, enda mun hann hafa heitið svo áður en jöklarnir runnu saman framan undir Hafra- felli. Skálafellsjökull liggur austur með Borgarhafn- arheiði að norðan og fellur fram um þrengsli milli Skálafellshnútu og Hafrafells. Vestan við Hnútuna kemur Smyrlabjargaá undan jökul- jaðrinum. Skarphéðinn Gíslason, sem lengi hef- ur liaft á hendi mælingar á jöklum upp af Suðursveit og Mýrum, liefur vakið athygli á 32

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.