Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 19

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 19
3. mynd. Ivárasker. The nunatak Kárasker. Ljósm. S. Björnsson. kemur. Gangur þessi er úr basalti, um tveggja metra þykkur, klofinn að endilöngu í fjóra næst- um jafnþykka hluta. En það kynlegasta við hann eru þó hinir óvenjustóru feldspat-kristall- ar. Sumir eru 4 cm i þvermál. Við höfum áður fundið steina úr sams konar bergi á Mávabyggðarönd og einn stein austari við Jökulsá, en aldrei áður séð það í föstum kletti. Röndin frá Iváraskeri er alveg aðskilín frá Mávabyggðaröncl, og hlýtur Jrví steinninn, sem þar var, að hafa losnað vestan við skerið, en hann getur eins fyrir það verið úr sama gangi. Þegar við höfðum athugað Kárasker eins vel og okkur þótti ástæða til, var nokkur tími til dimmu, og afréðum við að skreppa í Máva- byggðir, þó að tími væri orðinn naumur til at- hugana. Mávabyggðaröndin verður eftir því umfangs- meiri sem fjær dregur fjallinu, eins og eðlilegt er, því að grjótið, sem jökullinn ber í sér, safn- ast ofan á jökulinn, eftir því sem hann bráðnar, og allmikið af efni sínu mun röndin fá á leið sinni, því að meira er af basalti í henni en eðlilegt er, ef hún væri eingöngu komin frá M ávabyggðum. Þegar svona nærri fjallinu er komið, gætir randarinnar rnjög lítið, aðeins sanddreifar og stöku steinn, en þó sjást smámolar af hörðum postulínsleir hér og þar, en þannig mola hef ég hvergi séð nema í Mávabyggðarönd. Eftir um það bil 40 mínútna göngu komum við að hin- um sérkennilegu klettum sunnan við Fingur- björg. Þetta er einkennilega hár klettakambur úr stuðluðu líparíti, og eru stuðlarnir mjög áber- andi að norðan og austan, en að sunnan og suð- vestan hefur meira rnolnað ofan af stuðlunum, og eru þar sums staðar brattar skriður, en hér og þar stinga stuðlarnir þó upp kollinum. Neðri hluti þessa fjalls, — sem er réttnefnt Stuðlafell, — er fyrir stuttu kominn úr jökli, enda er þar nærri gróðurlaust, en uppi undir háegginni er nokkur gróður, og þar var svolítil mold rnilli steinanná. En nú var dagur að kvöldi kominn, svo að frekari athuganir urðu að bíða betri tíma. S U M M A R Y : THE NUNATAK KÁRASKER VISITED Kárasker is a nunatak in Breidamerkurjökull, 3.5 km SE of Mávabyggdir and about 600 m above sea level. Tliis nunatak became visible in the late 1930’s. It was visited for the first time by the Kvísker brothers on Sept. lst 1957 and studied more closely by Hálfdan Björnsson and Sigurdur Björnsson on Aug. 17th 1958. The bed- rock is mainly basalt. In one spot a layer of humus soil, 1 m thick and covered by moraine, was found. On p. 19 is a list of plants found on the nunatak. S. Björnsson. 17

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.