Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 20
SIGURÐUR BJORNSSON, KVISKERJUM:
Sandstrýtur
Víða á skriðjöklum má sjá sandstrýtur, ein-
kennilega reglulega lagaðar. Þessar strýtur eru
lítið áberandi framan af sumri; fara stækkandi
fram í ágúst eða jafnvel fram í september, en
fara svo minnkandi og hverfa loks með öllu.
En hvers vegna myndast þessar strýtur að
vorinu, og hvers vegna hjaðna þær þegar haust-
ar?
Sandur er oftast allmikill í skriðjöklunum,
og mun þar bæði vera um að ræða eldfjalla-
ösku og sand, sem hefur fallið á jökulinn. Á
jöðrum jökulsins verður oft allþykkt lag af
þessu efni ofan á jöklinum.
Vindur og vatn hreinsa sandinn af hæðunum
og safna honum í lægðirnar, og þar sem sér-
staklega hagar til, geta þessar sanddyngjur orðið
mjög þykkar.
Þegar þykkt sandlag er á jöklinum, gætir leys-
ingar mjög lítið, og verður það til þess, að þar
myndast hæð, og fer útlit hennar eftir því,
hvernig sandlagið er; verður garður, ef sandur-
inn hefur safnazt í sprungu, kollótt hæð, ef um
flatbotna lægð er að ræða, en hafi sandurinn
safnazt í djúpa holu, þannig að mjög mikið
safnist saman á litlum bletti, myndast strýta.
1. Sandstrýta úr eintómum sandi við Máva-
byggðarönd 12. ágúst 1958.
A small ciirt cone without ice kernel at the end
of a spell of dry weather. — Photo S. Björnsson.
2. Sandstrýta með ískjarna 12. ágúst 1958.
A big dirt cone with ice kernel at the end of a
spell of dry weather. — Photo S. Björnsson.
Strýtan myndast við það, að jökullinn lækkar
í kringum sandinn. Bezt eru skilyrðin fyrir sand-
strýturnar, þegar þurrviðrasamt er, því jökull-
inn sér um að halda nægum raka í sandinum,
til þess að hann loði saman, en í rigningu vill
hann nokkuð skolast til.
Meðan strýturnar eru litlar, eru þær að mestu
eða öllu úr sandi, eða þangað til jökullinn í
kring er orðinn lægri en grunnur strýtunnar,
en eftir það verður í henni iskjarni, sem smátt
og smátt hækkar og mjókkar upp, því sandur-
inn skríður niður allt í kring, svo að magn
sandsins á sjálfum toppnum verður því minna
því meir sem hún liækkar. Að siðustu skýtur
hvass jökultoppur kollinum upp rir sandinum,
og þá eru dagar sandstrýtunnar senn taldir.
Haustregnið skolar sandinum af ískjarnanum,
sem þá verður óvarinn og’ lætur fljótt á sjá, þó
nokkuð verði stundum eftir af þeim langt fram
á vetur.
I sumar var mjög stór sandstrýta á íshellunni
á Jökulsárlóni, en í janúar sl. var þar ekki
annað að sjá en strýtu úr nærri hreinum ís,
sem næst mannhæðarháa, og allmikinn sand í
lautum umhverfis.
Meðfylgjandi myndir eru teknar við Máva-
byggðarönd 17. ágúst 1958.
Onnur er af smástrýtu úr tómum sandi, en
hin er af fullmótaðri strýtu með jökulkjarna.
Báðar bera þær með sér, að ekki hafði rignt um
langan tíma; í rigningu hefði litla strýtan að-
eins verið ávöl hrúga, og hún hefði verið með
sama halla upp úr.
18