Jökull


Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 38

Jökull - 01.12.1958, Blaðsíða 38
leirborinn mýrarjarðvegur niður á rneir en 150 cm dýpi. Þetta snið eitt er fullgild sönnun þess, að títt nefndir urðarhólar í Staðardal eru mörg þúsund árum eldri en Oræfajökulsgosið 1362. Þetta var nú allt gott og blessað og kom heim við ályktanir mínar í áðurnefndri ritgerð. En svo skeði það í þessarri Staðardalsreisu, að ég fór að athuga sjálfa urðarhólana nokkru nánar. Og niðurstaðan af þeim athugunum varð sú, að hér væri ekki um neina jökulgarða að ræða, eins og áður hefur verið haldið, heldur einfald- lega framhlaup úr fjallinu vestan Staðarár. I hólunum er eingöng'u köntótt skriðugrjót (blá- grýti) og allt útlit þeirra og ritbreiðsla þannig, að ég held mér skjátlist ekki í að þeir séu rnynd- aðir af franjhlaupi (bergskriðu). Slík framhlauþ geta verið glettilega lík jökulgörðum og má sem dæmi nefna Stífluhólana í Fljótum. Þegar ég fór um Staðardalinn á árunum 1936—38 var ég ekki enn farinn að kynna- mér forn framhlaup svo heitið gæti, en hef átt þess kost síðan, og ég er, sem sagt, þeirrar skoðunar, að ekki þurfi lengur að minnast á jökulgarða í Staðardal í sambandi við breytingar á jöklurn í Austur- Skaftafellssýslu eftir að síðasta jökulskeiði lauk. SUMMARY: THE “TERMINAL MORAINES” IN STADARDALUR by SIGURDUR THORARINSSON In the valley Stadardalur in Sudursveit S of Vatnajökull there are some terminal moraine- like hillocks and ridges extending across the valley at 5 km distance from the snout of the glacier Sultartungujökull. These hillocks have hitherto been regarded as terminal moraines. Tephrochronological studies by the present writer, carried out in June 1957, proved that their age is early Postglacial. Dut a closer study of the ridges themselves at the same time led the present writer to the conclusion lliat tiiey are no terminal moraines at all, but the resull of a rock slide and thus without any bearing on the oscillations of the Vatnajökull oullets in Postglacial Time. ÚR BRÉFUM HRÚTÁRJÖKULL OG DRAUMUR GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR. Þegar amma mín, Guðrún Sigurðardóttir, var á Kvískerjum, 1864—1877, var þar kona, er Guðrún hét. Hún var fædd á Kvískerjum árið 1822, dóttir Bjarna Þorsteinssonar, sem fæddur var á sama stað árið 1798. Guðrún þessi tók mark á draúmum, en allir munu draumar hennar nú gleymdir, nema sá, er hér verður sagt frá. Einn morgun er Guðrún helclur ókát og segir, að nú hafi sig dreymt „spænska hrút- inn“, og muni það vita á illt, því að hann hafi alltaf reynzt sér vondur í draumi. Amma mín spurði þá, hvort hún myndi eftir einhverju sérstöku, sem hrútsi hefði boðað, og sagði Guðrún þá, að sig hefði einu sinni dreymt, að faðir sinn væri á bát úti á sjó með „spænska hrútinn“, en það hetði orðið fyrir því, að skömmu seinna hefði Hrútárjökull gengið að Heiðinni og stíflað Múlakvísl. Hefði þá orðið að fara inn í Gljúfur til að komast fyrir lónið og því verið mjög vont að annast fjárgeymsluna í Múlanum, meðan lónið var. Ömmu minni þótti ótrúlegt, að jökullinn hefði komizt svona langt, því að á þessum tíma (sennilega um 1865—6) var allbreitt bi! milli Heiðarinnar og jökulsins. En fáum árum seinna varð hún þó vitni að því, að Hrútárjökull stíflaði Múlakvísl, en mun þó ekki hafa komizt alveg eins langt þá og í fvrra skiptið. Ekki verður nú vitað með vissu, hvaða ár Hrútárjökull gekk fram að Heiðinni, en að öllu athuguðu er líklegast, að í fyrra skiptið hafi það verið milli 1830 og 1840, að minnsta kosti ekki löngu eftir þann tíma og tæplega fyrr. En í síðara skiptið hlýtur það að hafa verið milli 1870 og 1877, tæplega fyrr og ekki síðar. „Spænski hrúturinn“ hefur sennilega verið blendingur af einhverju útlendu kyni. Hvar Bjarni Þorsteinsson fékk liann, veit ég ekki. Hann þótti gefast illa, kom t. d. allmargt vanskapaðra lamba undan honum. Sigurður Björnsson, Kviskerjum. 36

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.