Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 83

Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 83
Ágrip JARÐFRÆÐI OG JÖKLUNARSAGA MELA- OG ÁSBAKKA í BORGARFIRÐI Greinin lýsir niðurstöðum jarðfræðirannsókna á bygg- ingu, jarðlagaskipan, setfræði og jarðsögu Mela- og As- bakka í Melasveit, Borgarfirði. Bakkarnir eru rúmlega 5 km langir og allt að 30 m háir. Rannsóknirnar, sem fóru fram sumrin 1980,1983 og 1984, leiddu í ljós að í bökkun- um er að finna næsta óslitinn jarðlagastafla, sem hlaðist hefur upp á tímabilinu u.þ.b. 12.500 - 10.000 BP (fyrir okkar tíma). 2. mynd sýnir strandsnið bakkanna, og 3. mynd sýnir nokkur valin jarðlagasnið. Setmyndunarum- hverfi bakkanna hefur verið grunnur fjörður eða flói. Á upphleðslutímanum hafa jöklar tvisvar sinnum gengið fram í fjörðinn. Jarðlagaskipan, bygging og setfræði bakkanna hefur ákvarðast af sjávardýpi og nálægð við jökul á hverju skeiði upphleðslunnar. 5. mynd sýnir einfalt líkan til útskýringar setmyndunar framan við jök- ulsporð. Heildarþykkt jarðlagastaflans er um 145 m. Mest áberandi eru þrjár syrpur jökulsjávarsets (glaciomarine sediments), samanlagt um 85 m á þykkt. Þær eru að- skildar af jökulárseti og jökulruðningi sem hlaðist hafa upp framan við og undir jökli sem gengið hefur fram yfir sjávarsetið. í tengslum við jökulframrásirnar hefur stafl- inn orðið fyrir margvíslegri höggun og hniki af völdum jökulsins (glaciotectonics). Þykkt jökulruðnings og jökulársets í bökkunum er um 45 m. Efst í staflanum eru um 15 m fjörusets, sem hlaðist hefur upp í tengslum við afflæði sjávar í lok jökultima er jökulfarginu létti og landið reis úr sjó. Jarðsögu Mela- og Ásbakka skifti ég í 9 skeið (19. mynd): Þegar jöklar hörfuðu inn fyrir núverandi strönd í Borgarfirði fyrir 12.500 - 13.000 árum, fylgdi sjórinn í kjölfarið og á láglendi hófst upphleðsla jökulsjávarsets (skeið A). í bökkunum hvílir þessi neðsta setsyrpa á jökulrákuðu bergi. Setgerð og skeldýrafána setsins ber vitnisburð grunnsjávarumhverfi með hraðri setupp- hleðslu og áhrifum hafíss. Fyrir um 12.000 árum síðan gekk jökull fram Borgarfjörð (skeið B). Sjávarstaða var há, e.t.v. nálægt 80-90 m, sem eru hæstu ummerki um forna sjávarstöðu í neðsta hluta Borgarfjarðar. Framan við jökulinn hlóðust upp jaðarmyndanir úr jökulárseti, er borið var fram af straumvatni undan jöklinum. Er jökullinn gekk lengra út á láglendi Mela- og Leirársveit- ar (skeið C) haggaði hann og umlagaði bæði sjávarseti og jaðarmyndunum í bökkunum (12.-18. mynd). Jökull- inn gekk fram yfir alla bakkanna (skeið D) áður en hann hörfaði inn til mynnis Borgarfjarðar á nýjan leik. Við hörfunina, fyrir um 11.700 árum, setti hann af sér áskeil- ur í Mela- og Ásbökkum (skeið E). Sjávarstaða var enn há, og í jökulsæti fyrri framrásar í bökkunum hlóðst upp ný syrpa lagskipts sjávarsets með skeldýrum. Einhvern tíma eftir 11.400 BP gekk jökull á nýjan leik fram Borgarfjörð (skeið F) og út yfir Mela- og Ásbakka. Ummerki þessarar framrásar eru botnruðningur (10. mynd) og jökulárset, auk höggunar. Það eru merki um að jökullinn hafi gengið fram um miðja bakkana til suðurs, en hann getur hafa gengið lengra mót Leirárvog- um. Ummerki um hörfun jökulsins er jaðargarður úr möl og sandi er hlaðist hefur upp í sjó framan við jökul- inn (skeið G). Þegar jökullinn hörfaði inn til Borgar- fjarðar fylgdi sjórinn í kjölfarið, og þriðja syrpa jökul- sjávarsets hlóðst upp í bökkunum (skeið H). í þetta sinn hörfaði jökullinn inn til Borgarfjarðardala og síðar inn til hálendisins. Fornar strandlínur í 60-70 m hæð í neðri hluta Borgarfjarðar eru frá þessum tíma, u.þ.b. 10.300- 10.000 BP. Er jökulfarginu létti reis landið hratt. Við afflæði sjávar byggðist fjöruset út yfir efsta hluta bakk- anna (skeið I). Sú mynd sem hér er dreginn af jöklunarsögu Borgar- fjarðar í lok síðasta jökulskeiðs er um margt frábrugðin fyrri túlkunum á jarðlagaskipan svæðisins (sjá saman- tekt í Jökli nr. 34,1984, bls. 117-130). Nýstárlegt er, að (1) sýnt hefur verið fram á með rannsóknum á jarðlaga- skipan, setfræði og byggingu að tvær jökulframrásir hafi átt sér stað fram Borgarfjörð eftir að meginjöklar síðasta jökulskeiðs hörfuðu inn fyrir núverandi strönd fyrir u.þ.b. 12.500-13.000 árum, (2) jökulframrásirnar hafa verið staðsettar í tíma með aðstoð geislakolsgreininga á fornskeljum, og niðurstöðurnar eru þær að í lok síð- jökultíma hefur jöklun í Borgarfirði verið mun um- fangsmeiri en hingað til hefur verið talið, og (3) að útbreiddar fornar strandlínur í 60-70 m hæð yfir sjó eru frá tímanum eftir seinni jökulframrásina, þ. e. myndaðar fyrir u.þ.b. 10.300-10.000 árum. Að öðru leyti er í greininni fjallað um kenningar um setmyndun í sjó framan við jökul, og nýleg líkön um það efni rædd í ljósi vitnisburðar frá Mela- og Ásbökkum. Líka er stuttlega fjallað um áhrif jökulhöggunar og hniks á byggingarlag setlaga. 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.