Jökull


Jökull - 01.12.1987, Síða 84

Jökull - 01.12.1987, Síða 84
Gjóskubergið í Skógaheiði og í Mýrdal. Jón Jónsson INNGANGUR í 33. árgangi Jökuls 1983 birtist ritgerð eftir D. A. Carswell, en hann var í hópi breskra jarðvísindamanna frá háskólanum í Sheffield, sem sumarið 1973 dvöldu um mánaðartíma við jarðfræðikortlagningu og aðrar rann- sóknir á svæðinu báðum megin við Sólheimajökul. Þeir urðu fyrstir til að kortleggja og lýsa sérstæðri bergmynd- un, sem þeir fundu í austanverðri Skógaheiði og til bráðabirgða nefndu „The Ringing Ash“ (hljómandi ösku) vegna þess hvað einkennilega syngur í berginu við hamarshögg. Síðar hefur Einar H. Einarsson (1982) lýst samskonar bergi við Sólheima í Mýrdal. Hann nefnir það gjóskuberg, og verður því nafni haldið hér. Aður hef ég getið um þessa myndun og lýst nokkuð (Jón Jónsson 1986). BERGIÐ Berg þetta samanstendur í raun af líparítösku og vikri af mismunandi grófleika ásamt alla vega löguðum berg- brotum úr sama efni, ennfremur er í því mikið af mis- stórum, oftast gróft og óreglulega löguðum kúlum úr sama efni, en með eins konar þéttari húð yst. Er eins og askan hafi vafist um sjálfa sig líkt og blautur snjór stund- um getur gert í miklum halla. Oftast eru þessar kúlur um 15-20 cm í þvermál og þar sem veðrunin hefur unnið á þeim kemur í ljós að þær eru að innan sem utan úr nákvæmlega sama efni. Bretarnir nefna þetta „pumice bombs“, en ekki verður fallist á að það sé réttnefni þar eð ekki er um loftborið efni að ræða (sjá síðar). EinarH. Einarsson (1982) nefnir þetta frauðhnullunga og er það að öllu leyti réttnefni. A stöku stað eru í þessu hrafn- tinnumolar og sums staðar má sjá aðgjallstykki farayfir í svart gler, hrafntinnu. Eins og áður segir samanstendur bergið af líparitösku og vikri, sem nú er orðið fast berg. Það er súrt, með 68,16% Si02 samkvæmt efnagreiningu þeirra félaga (Carsell 1983 bls. 65). Mestur hluti bergsins er svart, en á nokkrum stöðum er það gult eða bleikrautt eins og t.d. ofan við Þurragil. Við ofanvert Hofsárgil er það þannig á lit neðst en fer yfir í svart er ofar dregur. Bergið kemur fyrir í austanverðri Skógaheiði austan frá Fjallsá og vestur fyrir Hofsá og myndar ávalar bungur, einkum þrjár í um 250-400 m hæð (sbr. kortið). Þykktin er mest um 10-15 m. Best er að skoða þetta ofan við Þurragil, einkum framan við og inni í gili, sem þar er grafið gegnum gjóskubergið og svo efst í Hofsárgili, þar sem því er eins háttað. Mynd 1. Útbreiðsla gjóskubergsins í Skógaheiði. — Fig. 1. Distribution of the pyroclastic flow in Skógaheiði. JÖKULL No. 37,1987
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.