Jökull - 01.12.1987, Síða 84
Gjóskubergið í Skógaheiði og í Mýrdal.
Jón Jónsson
INNGANGUR
í 33. árgangi Jökuls 1983 birtist ritgerð eftir D. A.
Carswell, en hann var í hópi breskra jarðvísindamanna
frá háskólanum í Sheffield, sem sumarið 1973 dvöldu um
mánaðartíma við jarðfræðikortlagningu og aðrar rann-
sóknir á svæðinu báðum megin við Sólheimajökul. Þeir
urðu fyrstir til að kortleggja og lýsa sérstæðri bergmynd-
un, sem þeir fundu í austanverðri Skógaheiði og til
bráðabirgða nefndu „The Ringing Ash“ (hljómandi
ösku) vegna þess hvað einkennilega syngur í berginu við
hamarshögg. Síðar hefur Einar H. Einarsson (1982) lýst
samskonar bergi við Sólheima í Mýrdal. Hann nefnir
það gjóskuberg, og verður því nafni haldið hér. Aður
hef ég getið um þessa myndun og lýst nokkuð (Jón
Jónsson 1986).
BERGIÐ
Berg þetta samanstendur í raun af líparítösku og vikri
af mismunandi grófleika ásamt alla vega löguðum berg-
brotum úr sama efni, ennfremur er í því mikið af mis-
stórum, oftast gróft og óreglulega löguðum kúlum úr
sama efni, en með eins konar þéttari húð yst. Er eins og
askan hafi vafist um sjálfa sig líkt og blautur snjór stund-
um getur gert í miklum halla. Oftast eru þessar kúlur um
15-20 cm í þvermál og þar sem veðrunin hefur unnið á
þeim kemur í ljós að þær eru að innan sem utan úr
nákvæmlega sama efni. Bretarnir nefna þetta „pumice
bombs“, en ekki verður fallist á að það sé réttnefni þar
eð ekki er um loftborið efni að ræða (sjá síðar). EinarH.
Einarsson (1982) nefnir þetta frauðhnullunga og er það
að öllu leyti réttnefni. A stöku stað eru í þessu hrafn-
tinnumolar og sums staðar má sjá aðgjallstykki farayfir í
svart gler, hrafntinnu. Eins og áður segir samanstendur
bergið af líparitösku og vikri, sem nú er orðið fast berg.
Það er súrt, með 68,16% Si02 samkvæmt efnagreiningu
þeirra félaga (Carsell 1983 bls. 65). Mestur hluti bergsins
er svart, en á nokkrum stöðum er það gult eða bleikrautt
eins og t.d. ofan við Þurragil. Við ofanvert Hofsárgil er
það þannig á lit neðst en fer yfir í svart er ofar dregur.
Bergið kemur fyrir í austanverðri Skógaheiði austan frá
Fjallsá og vestur fyrir Hofsá og myndar ávalar bungur,
einkum þrjár í um 250-400 m hæð (sbr. kortið). Þykktin
er mest um 10-15 m. Best er að skoða þetta ofan við
Þurragil, einkum framan við og inni í gili, sem þar er
grafið gegnum gjóskubergið og svo efst í Hofsárgili, þar
sem því er eins háttað.
Mynd 1. Útbreiðsla gjóskubergsins í Skógaheiði. —
Fig. 1. Distribution of the pyroclastic flow in Skógaheiði.
JÖKULL
No. 37,1987